bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nokkrir léttir...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6102
Page 1 of 1

Author:  Chrome [ Thu 20. May 2004 14:03 ]
Post subject:  Nokkrir léttir...

Þrjár mýs voru á bar og voru að metast á um hver þeirra væri mesti töffarinn.

Fyrsta músin skellti í sig einu vænu brennivínsskoti og sagði svo:
'Strákar, þessar músagildrur eru hlægilegar. Í hvert sinn sem ég kem að einni slíkri, þá er nú lítið mál fyrir mig að kippa ostinum af.
Svo tek ég nokkrar léttar bekkpessuæfingar með gildrunni á eftir!'
Önnur músin skellti í sig tveimur og sagði svo:
'Músagildrur? Voðalega eru gamaldags. Þessar hátíðnihljóðbylgjur sem mennirnir eru að nota á okkur mýsnar núna hljóma eins og ljúfir tónar í eyrum mínum!'
Þriðja músin þambaði restina úr flöskunni, stóð upp og sagði: 'Jæja, ég ætla heim að ríða kettinum!'

...........................................................................................................

Maður mætti í vinnuna einn morguninn með glóðarauga á báðum. Vinnufélagi spurði hvað hefði eiginlega komið fyrir. Nú ég var að fara upp rúllustigann í Kringlunni í gær á undan mér var kona og ég sá að pilsið hafði skorist inn í boruna. Mér fannst þetta hlyti að vera neyðarlegt fyrir hana svo ég í góðmennsku minni kippti pilsinu út. Hún snarsnéri sér við og gaf mér þetta rokna högg á vangann með töskunni sinni og nú var ég kominn með glóðarauga. Bíddu við sagði félaginn, ekki hefurðu fengið glóðarauga á bæði við þetta
eina högg. Jú bíddu við, ég sá strax að ég hefði hlaupið á mig og gert einhverja fjandans vitleysu rétt einn sprettinn og til að reyna að bæta fyrir það, tróð ég pilsinu aftur inn í skoruna og augnabliki síðar hafði ég fengið annað glóðarauga".

Erfitt að skilja konur!!!!!!

.........................................................................................................

Og svo var það ljóskan sem fékk þennan gífurlega áhuga á dorgveiði.
Hún varð sér út um allan búnað til þess arna, veiðigræjur, borsveif, stól og hvað ekki.
Nú, svo var að skella sér í veiði. Hún kom sér fyrir úti á ísnum, settist á stólinn og fór að bora.
Þá gall við rödd sem sagði: "Hér er enginn fiskur." Henni varð bylt við og leit í kringum sig en sá engan. Hún færði sig um set.
Á nýjum stað kom hún sér fyrir settist á stólinn og fór að bora. Og aftur gall við röddin: " Hér er enginn fiskur."
Aftur tók hún saman græjurnar og færði sig um set. Og sem hún byrjar aftur að bora gellur við röddin: "Hér er enginn fiskur."
Hún lítur í kringum sig, upp í loftið og allt í kring en sér engan.
Hún spyr með titrandi röddu.
"Er..., er þetta Guð?"
"NEI! Þetta er umsjónamaður skautahallarinnar og hér er engan fisk að hafa..."

..........................................................................................................

Reykvíkingur, Akureyingur og Hafnfirðingur voru saman á bar þegar þessari spurningu var kastað fram.
"Afhverju er karlmaðurinn með Kóng á typpinu"
Reykvíkingurinn svaraði: "Það er til að veita manninum meiri ánægju."
Akureyringurinn svaraði: "Nei, nei, nei hann er til að veita konunni meiri ánægju."
"Nei, nei, nei þið hafið báðir rangt fyrir ykkur" Sagði Hafnirðingurinn "Hann er svo að hendin renni ekki af."

Author:  Alpina [ Thu 20. May 2004 15:19 ]
Post subject: 

,,,,,,,,VERY GOOD;;;;;;;;;;;;;;; :clap: :clap:

Author:  benzboy [ Thu 20. May 2004 15:23 ]
Post subject: 

:lol:

Author:  Haffi [ Thu 20. May 2004 16:25 ]
Post subject: 

hahahahaha :D :D

Author:  gunnar [ Thu 20. May 2004 21:39 ]
Post subject: 

hehe djös húmor :twisted: :twisted:

Author:  Jss [ Fri 21. May 2004 09:20 ]
Post subject: 

Þessir eru góðir. :lol: :lol:

Author:  Hulda [ Sat 22. May 2004 14:51 ]
Post subject: 

:lol: :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/