bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=60946
Page 1 of 2

Author:  SteiniDJ [ Thu 11. Apr 2013 21:15 ]
Post subject:  Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Sælir,

Er að skoða það að setja Style 63 felgur undir Z4 hjá mér. Framfelgan vegur 18 kg (afturfelgan 12 kg) á meðan flestar Z4 felgur fara ekki yfir 12 - 13 kg. Haldið þið að þetta muni hafa mikil áhrif á aksturseiginleika bílsins?

Image

Hér eru svo Style 63.

Kv, Steini

Author:  SteiniDJ [ Thu 11. Apr 2013 21:27 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Þær tölur sem ég hef heyrt um þyngd á þessum felgum eru víst ekki alveg 100% áreiðanlegar. Spjallþráður á Z4-forum segir að þær séu 12 kg, að framan og aftan...

Author:  gardara [ Fri 12. Apr 2013 02:17 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

http://www.tirerack.com/wheels/tech/tec ... techid=108

Author:  íbbi_ [ Fri 12. Apr 2013 03:39 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

já það meikar lítinn sens að framfelgan sé 6kg þyngri en afturfelgan þar sem afturfelgan er breiðari. fyrir utan að ég held að 18kg fyrir álfelgu sé nú full mikið.

fjaðrandi vikt hefur gríðarleg áhrif á bílinn, hvort sem það kemur að aksturseiginleikum eða afli.

önnur staðreynd er hinsvegar sú að þorri ökumannna aka aldrei nálægt neitt af þeim mörkum sem yrðu til þess að munurinn myndi nokkurntímann breyta neinu fyrir þá.

Author:  fart [ Fri 12. Apr 2013 07:13 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Ef þessar felgur eru svona þungar mun það hafa veruleg áhrif á hröðun og bremsun (og þá eyðslu).

Sannleikurinn er t.d. sá með E60M5 að "tjúnaðir" Hartge/Hamann bílar á 20-21" felgum voru jafnvel seinni af stað en ótjúnaður á OEM 19".

Svona lagað hefur meira að sejga þeim mun minna afl sem bíllinn hefur, og þeim mun verri bremsur.

Almennt er eina ástæða þess að menn setja stærri felgur á bíla í t.d. mótorsporti sú að menn vilja koma stærri bremsum undir bílinn. Lægri prófíll hefur að vísu slatta að segja í brautarakstri en samt ekki nóg til að réttlæta stærri felgur þar sem að bíllinn verður meiri sleði með þeim.

Þyngd á dekkjum skiptir svo líka máli :alien:

Author:  SteiniDJ [ Fri 12. Apr 2013 11:57 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Já, þessi þyngdarskekkja meikar lítinn sens (6 kg til og frá). Ætla að vigta felgurnar þegar ég hef tíma til og staðfesta þetta sjálfur.

Einn á Z4-forum sagði mér að hann hafði tekið að stýrið væri aðeins þyngra, en eyðsla og afl virtist vera alveg það sama. Svo er þetta líka hrikalega flott undir Z4! :mrgreen:

Author:  ppp [ Fri 12. Apr 2013 12:49 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Las einhverstaðar að þumalputtareglan samkvæmt Porsche væri sú að 1kg unsprung weight = 7kg sprung weight.

Þannig að ef að þú værir að bæta við 6kg per dekk, þá samsvaraði það því að þyngja bílinn um 168kg. Slatti.



En hvort þetta er satt veit ég ekki.

Author:  íbbi_ [ Fri 12. Apr 2013 12:56 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

smá útidúr reyndar en on topic, en ef menn vilja raunverulega sjá hvað unsprungt weight hefur, þá sést það grínlaust best á reiðhjóli. ég update-aði gjarðir og dekk í mega lightweight og munurinn var gríðarlegur.

Author:  Thrullerinn [ Fri 12. Apr 2013 15:29 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Næs :) þetta eru reyndar 4,8s held ég..

Image

Author:  slapi [ Fri 12. Apr 2013 17:42 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Thrullerinn wrote:
Næs :) þetta eru reyndar 4,8s held ég..

Image


Þetta eru prefacelift felgur (4.6is)

En ef við pælum ekki í þyngdinni heldurðu að þetta verði huggulegt undir honum?

Author:  SteiniDJ [ Fri 12. Apr 2013 17:56 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Já, ég held að Z4 pulli þessar felgur gífurlega vel! Svolítið mixed álit á þessu reyndar, en við því er að búast þegar svona tilraunastarfsemi á sér stað.

Hér er lélegt photoshop sem ég gerði á mínum:

Image

Hér er einn sem bjó til betra mockup en mitt:

Image

Það er engin leið til að vera 100% nema að maður prófi. Í versta falli þá eru þær of þungar og ég neyðist til að selja þær áfram. Efa að þetta verði vandamál m.v. það sem ég hef verið að lesa (þyngdarmunurinn á OEM Z4 felgum og þessum er víst mjög lítill, vel undir 1 kg) en einn vildi meina að þyngdardreifingin í þeim gæti verið öðruvísi til að þær virki betur off-road.

Ég er samt viss um að þetta verði fallegra en núverandi gangur (þó fínn sé).

Author:  Thrullerinn [ Fri 12. Apr 2013 21:51 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Eru engar ac schnitzer felgur á lausu?

Author:  Eggert [ Sat 13. Apr 2013 01:25 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

Go for it, þetta snarlúkkar :thup:

Author:  ppp [ Sun 14. Apr 2013 20:54 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

http://balangproject.wordpress.com/2010 ... ghtweight/

Fyrir tilviljun rakst ég á grein sem snertir á þessu.

Author:  Alpina [ Sun 14. Apr 2013 21:02 ]
Post subject:  Re: Felgupælingar - hversu miklu máli skiptir þyngd?

ppp wrote:
http://balangproject.wordpress.com/2010/07/04/option-high-rigidity-vs-lightweight/

Fyrir tilviljun rakst ég á grein sem snertir á þessu.


:thup: :thup:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/