bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Nýliði https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6091 |
Page 1 of 1 |
Author: | Arnar [ Wed 19. May 2004 14:37 ] |
Post subject: | Nýliði |
Sælir spjallfélagar ! Ég heiti Arnar og bý á Vestfjörðum. Ég er á öðru stigi í vélstjórn í menntskólanum á ísafirði, og er maður aðeins byrjaður að grúska í vélabissnesinum. Ég hef brennandi áhuga á bílum (BMW), vélhjólum og bara vélum yfir höfuð. Ég á því miður ekki almennilegan bíl ennþá ![]() Ég á 70cc Hondu hjól (skipti um stimpil ofl.) helminginn í 350cc yamaha og eitt svona leiktæki svona 2 dyra gamlann dæjara. Ég fékk þennan bíl gefins en það var brotið mismunadrifið í honum og húsið í kringum það. Ég lærði alveg helling á að rífa vélina úr. Ég sauð mismunadrifið saman (var allt i smalli) og var bíllinn þá orðinn splittaður að framan, kom öllu aftur ofaní og setti í gang ! Þessi bíll er náttúrulega ekki á ská, BARA leiktæki ![]() ![]() Ég hef mjög mikið verið að skoða þessar íslensku bílasíður, BMWKraftur, Live2Cruize, Hugi/bilar og fleiri í töluverðan tíma. Ég tel að Bmwkraftur sé með þeim betri og er ennþá á uppleið! Spjallið á t.d. Live2Cruize er ekki eins málefnanlegt eins og hérna ![]() Takk fyrir ![]() |
Author: | arnib [ Wed 19. May 2004 15:34 ] |
Post subject: | |
Þakka þér sjálfur fyrir að koma með svona málefnalegan póst, því að það er auðvitað ofboðslega skemmtilegt fyrir okkur alla hérna að sjá að fólk sér ánægt með síðuna! Spjallið okkar er skemmtilegt og málefnalegt útaf fólkinu sem stundar það, svo rokk on BMWKraftur! ![]() |
Author: | GudmundurGeir [ Wed 19. May 2004 16:35 ] |
Post subject: | |
Sæll og velkominn:) Hvernig bíll er þetta sem þú ert með, leikgræjan? |
Author: | BMW3 [ Wed 19. May 2004 16:57 ] |
Post subject: | |
Velkominn um borð ![]() |
Author: | Arnar [ Wed 19. May 2004 17:06 ] |
Post subject: | |
Þetta er nú bara gamall og lúinn Daihatsu charade xte (kraftlaus) en hann er mjög léttur. P.S. þetta er enginn Porsche 944 ![]() |
Author: | Jss [ Wed 19. May 2004 17:29 ] |
Post subject: | |
Velkominn, gaman að heyra hrós um spjallið. ![]() |
Author: | gstuning [ Wed 19. May 2004 18:55 ] |
Post subject: | |
Mér líst vel á öll project sem gera bíl skemmtilegri Mér heyrist þú vera E30 týpan líka , tjúna og leika sér .. þá veistu hvað er næsta skrefið í að fá sér bíl,, 318i og gera turbó |
Author: | Arnar [ Wed 19. May 2004 22:09 ] |
Post subject: | |
Líst vel á það ! Nema það væri skemmtilegra að setja túrbínu á línu sexu í staðinn fyrir fjarka, ef maður myndi gera þetta yfir höfuð. En eins og þið flest kannist við, þá er peningaleysi aðal vandamálið |
Author: | gunnar [ Wed 19. May 2004 22:25 ] |
Post subject: | |
Velkominn félagi ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |