bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vesen með spólvörn? í Volvo s40 2007 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=60821 |
Page 1 of 1 |
Author: | zneb [ Thu 04. Apr 2013 20:36 ] |
Post subject: | Vesen með spólvörn? í Volvo s40 2007 |
Langaði til að athuga hvort að menn gætu aðstoðað mig aðeins með spólvarnarvesen? á volvo s40. Ég fór semsagt með bíl frænku minnar á ónefnt verkstæði í hjólaleguskipti bílstjóramegin framan þegar ég var með bílinn hennar í láni síðustu jól. Eftir viðgerðina þá er eins og oft þegar maður er að taka af stað, í venjulegum akstri, fullkomnum aðstæðum og mögulega helst í hægri beygju/brekku þá missir bíllinn allan kraft, semsagt eins og spólvörnin kötti á aflið. Þrátt fyrir þetta er oft hægt að taka vel hressilega af stað án þess að spólvörnin taki inní. Frænka mín talaði við brimborg eftir þetta og þeir vildu meina að þetta væri því að verkstæðið hafi sett ranga hjólalegu í. Hún fer þá á verkstæðið þar sem var skipt um þetta en þeir vilja meina að það sé ekki rétt. Hringja í brimborgar manninn og þá dregur hann úr því að þetta sé pottþétt ástæðan. Verkstæðismaðurinn tekur góðan rúnt á bílnum til að finna þetta sjálfur en þá gerist auðvitað ekkert. En þennan dag kemur þetta samt 5 sinnum fyrir á meðan frænka mín er að keyra eftir að hún var á verkstæðinu. E-r hugmyndir hvað geti verið í gangi?? |
Author: | Wolf [ Fri 05. Apr 2013 22:26 ] |
Post subject: | Re: Vesen með spólvörn? í Volvo s40 2007 |
Gæti ekki alveg eins verið að ABS skynjari sé bílaður ( hugsanlega fokkast eitthvað við hjólalegu skiptin ?) og sé að gefa rangar upplýsingar svona þegar honum hentar. Hefur verið lesið af bílnum ? |
Author: | Alpina [ Fri 05. Apr 2013 22:33 ] |
Post subject: | Re: Vesen með spólvörn? í Volvo s40 2007 |
Hef lent í því að ef þetta er dual pole skynjari.. þá gæti verið ryð.. eða járnflís á milli.. þeas festist í seglinum.. taka felguna af og blása með bremsuhreinsi og lofti á bakvið.. þeas i rillurnar |
Author: | íbbi_ [ Fri 05. Apr 2013 22:47 ] |
Post subject: | Re: Vesen með spólvörn? í Volvo s40 2007 |
er ABS hringur á hjólinu? |
Author: | birkire [ Fri 05. Apr 2013 23:11 ] |
Post subject: | Re: Vesen með spólvörn? í Volvo s40 2007 |
Ég skipti einusinni um báðar legur að framan í svona s40. Fékk triscan legur úr stillingu.. henti þeim í og tók prufurúnt og hann hegðaði sér svona, ekkert power spólvörnin alltaf að skipta sér af. Orginal legur voru verslaðar í Brimborg, settar í og vandamálið hvarf skynjarinn les af svarta hringnum á legunni þarna ![]() |
Author: | zneb [ Mon 15. Apr 2013 20:49 ] |
Post subject: | Re: Vesen með spólvörn? í Volvo s40 2007 |
Original lega úr Brimborg komin í og vandamálið úr sögunni. Tvöfalt dýrari en sú úr stillingu en bíllinn hegðar sér eins og hann á að gera eftir skiptin. Þakka svörin ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |