bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Dauðaslysum fjölgar þrátt fyrir hraðamyndavélar. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=6079 |
Page 1 of 1 |
Author: | bebecar [ Tue 18. May 2004 15:06 ] |
Post subject: | Dauðaslysum fjölgar þrátt fyrir hraðamyndavélar. |
Í UK hefur lengi verið rekið andóf gegn hraðamyndavélum og óraunsæi í hraða eftirliti þar sem hámarkshraði hefur víða verið lækkaður og hraðatakmörkunum fylgt eftir af mikilli hörku. Hér heima eru hópar sem berjast fyrir því sama og lögreglan er nú þegar á sömu leið. Sömuleiðis hefur því lengi verið haldið fram af ökumönnum að þetta dragi ekki úr alvarlegum slysum, eina leiðin til þess er að skila betri ökumönnum og til þess þarf að fara aðrar leiðir. Nú er semsagt smátt og smátt að koma í ljós að banaslysum fjölgar við það að lækka hámarkshraða og herða eftirlit með (of hægum vegum) hraðamyndavélum og lögreglumönnum. Bandaríkjamenn uppgötvuðu þetta fyrir tveimur til þremur árum og eru enn að velta þessu fyrir sér. Meiri hraði virðist skila einbeittari ökumönnum, minni umferð (hver bíll skemur á götunni), og vakandi gangandi vegfarendum. Verstu niðurstöður í UK voru í hverfi þar sem hraði var lækkaður úr 60 kmh í 30 kmh en það skilaði ægilegri slysahrynu þar sem vegfarendur (bæði gangandi og akandi) voru algjörlega sofandi! http://www.pistonheads.com/speed/default.asp?storyId=8445 |
Author: | Heizzi [ Tue 18. May 2004 15:21 ] |
Post subject: | |
MJÖG athyglivert, og meikar algjörlega sense þegar maður fer að hugsa út í það |
Author: | Jss [ Tue 18. May 2004 16:11 ] |
Post subject: | |
Ég hef einmitt talað um þetta í langan tíma, hef fylgst vel með þróuninni þarna úti og þetta er nú ekki fyrsta greinin um þetta, ég skrifaði nokkuð langan póst varðandi þetta hér á spjallið fyrir nokkru síðan. Ég er algjörlega á móti því að hraðamyndavélar birtist hér eins og gorkúlur út um allt. |
Author: | jens [ Tue 18. May 2004 16:15 ] |
Post subject: | |
Get tekið undir þetta að einhverju leiti, Í íbúðarhverfum fynst mér þetta ekki eiga við en út á vegum get ég tekið heilshugar undir þetta. Hjá mér er það þannig að augnlokin eru eins og nálinn í hraðamælinum hjá mér, ef nálinn er langt yfir miðju skífu er ég með einbeytinguna í lagi ![]() ![]() |
Author: | gunnar [ Tue 18. May 2004 17:53 ] |
Post subject: | |
Í mínu tilviki ef ég þarf alltaf að vera vakandi við lögguna eða hraðakstursmyndavélar þá er einbeitningin ekki eins mikil við akstur. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |