bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=60545
Page 1 of 2

Author:  Elnino [ Mon 18. Mar 2013 17:44 ]
Post subject:  Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Sælir

Langaði að athuga hvort að þið ættuð einhver ráð handa mér.

Þannig er mál með vexti að bíll var pantaður frá Heklu í sept/okt á síðasta ári (2012) biðtíminn átti að verða 1 mánuður.

Lagt var 1.000.000 inná Heklu til að staðfestingar.

Alltaf tefst bíllinn, fyrst átti hann að koma í lok okt- nóv. Síðan fyrir jól, svo janúar, þar á eftir í febrúar og svo framvegis.

Aldrei kemur bíllinn.

Loksins loksins átti hann að vera á leiðinni með skipi og allt í góðu. Skipið kemur í dag (eða fyrir helgi, ekki klár á því) en enginn bíll í skipinu.

Þeir segjast hafa fengið pappírana með að bíllinn átti að hafa verið í skipinu en hann fylgdi ekki með.

Nú bætist við önnur bið, skipin koma á rúmlega vikufresti. EN það eru að koma páskar og fleira þannig að töfin verður væntanlega töluvert meiri en rúm vika.


Ef ég ætti þennan bíl væri ég orðinn brjálaður, en aðillinn sem er að panta hann er oftast voðalega rólegur en þetta er farið að verða virkilega þreytandi fyrir hann - skiljanlega.

Er ekki hægt að rifta þessu og fá þessa milljón til baka? bara uppá prinsippið. Ég veit að vanalega er þessi milljón óafturkræf en það hljóta að vera einhverjar skyldur sem bílaumboðin þurfa að standa við. Að það skuli taka 7 mánuði að fá einn ,,venjulegan" bíl til landsins er ekki í lagi.

Eða er eina leiðin að bíða bara í ca 2 vikur í viðbót og fá loksins bílinn.


ps. Þetta er ekki fyrsti bíllinn sem keyptur er af Heklu af þessum einstakling. En mikið rosalega held eg að þessi verði sá síðasti.

Author:  Jón Ragnar [ Mon 18. Mar 2013 18:21 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Hvaða svaka sérpöntun er þessi bíll? :lol:

Author:  Elnino [ Mon 18. Mar 2013 18:29 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Jón Ragnar wrote:
Hvaða svaka sérpöntun er þessi bíll? :lol:


Það er eins gott að þetta sé handsmíðaður bíll þegar hann mætir loksins....


En það verður að taka það til greina að selfyssingar vaða ekki í vitinu. Kannski hefur það reynst þeim of erfitt að ganga frá þessum bíl.

Author:  gunnar [ Mon 18. Mar 2013 20:47 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Ég er búinn að heyra svo lélegar sögur af Heklu af fólki nálægt mér að það myndi ekki hvarfla að mér að eiga viðskipti við þá með nýja bíla.

Author:  bErio [ Mon 18. Mar 2013 21:22 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Trúi varla öðru en að fyrirtækið geri allavegna deal við ykkur og reddi vetradekkjum eða einhverjum aukahlut á bilinn útaf þessari töf
Hafiði prufað að tala bara við háttsettan þarna og ekki þá með því að æsa sig og svonna?

Author:  Alpina [ Mon 18. Mar 2013 21:33 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

bErio wrote:
Trúi varla öðru en að fyrirtækið geri allavegna deal við ykkur og reddi vetradekkjum eða einhverjum aukahlut á bilinn útaf þessari töf
Hafiði prufað að tala bara við háttsettan þarna og ekki þá með því að æsa sig og svonna?


ALGERLEGA sammála

Author:  Elnino [ Mon 18. Mar 2013 21:34 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

bErio wrote:
Trúi varla öðru en að fyrirtækið geri allavegna deal við ykkur og reddi vetradekkjum eða einhverjum aukahlut á bilinn útaf þessari töf
Hafiði prufað að tala bara við háttsettan þarna og ekki þá með því að æsa sig og svonna?




Quote:
Ef ég ætti þennan bíl væri ég orðinn brjálaður, en aðillinn sem er að panta hann er oftast voðalega rólegur en þetta er farið að verða virkilega þreytandi fyrir hann - skiljanlega.


Það hefur enginn æst sig neitt við neinn, ég er bara að segja stöðuna hérna. Þetta hefur allt farið fram í góðu, enda veit ég vel að það þýðir lítið að æsa sig þó að meirihluti landsmanna haldi að það fleyti þeim áfram.
Þeir lofuðu einhverjum smá ,,miskabótum", góð hugmynd með dekkin.

Það sem ég vildi komast að þegar ég setti þetta hérna inn hvort að hægt væri að gera eitthvað eins og að fá bara þennan pening til baka og versla annan bíl hjá öðru fyrirtæki, því þetta er til skammar!

Author:  Kristjan PGT [ Mon 18. Mar 2013 22:44 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Nú er bara að skoða samninginn sem væntanlega var skrifað undir þegar milljónin var greidd. Annars er ekkert hægt að segja um þetta.

Author:  Omar_ingi [ Tue 19. Mar 2013 03:07 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Gætir líka talað við lögfræðing :roll:

Author:  Stanky [ Tue 19. Mar 2013 10:32 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

bErio wrote:
Trúi varla öðru en að fyrirtækið geri allavegna deal við ykkur og reddi vetradekkjum eða einhverjum aukahlut á bilinn útaf þessari töf
Hafiði prufað að tala bara við háttsettan þarna og ekki þá með því að æsa sig og svonna?


7 mánaða bið og þú værir hel sáttur við vetrardekk og aukahlut á bílinn?

Bwahha.

Author:  bErio [ Tue 19. Mar 2013 10:35 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Þetta var bara hugmynd gamli

Author:  Thrullerinn [ Tue 19. Mar 2013 11:41 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Myndi allavega nöldra um góðan afslátt áður en bíllinn kemur, betri stöðu til að cancella öllu þá.

Author:  Zed III [ Wed 20. Mar 2013 09:31 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

hvað eru ársafföll af svona bíl ?

helmingurinn af því fyrir 6 mánaða töf og svo allan aukahlutapakkann fyrir að vera þolinmóður.

Author:  Angelic0- [ Wed 20. Mar 2013 13:56 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Aukahlutapakkinn er fittaður erlendis, myndi aldrei sætta mig við að láta e'h frauðplasthausa í Heklu á Íslandi retrofitta aukabúnaði...

Myndi kanna með endurgreiðslu á þeim forsendum að það sé búið að taka tæpt ár að fá bílinn afhentan og versla BMW...

Author:  DanielSkals [ Wed 20. Mar 2013 14:29 ]
Post subject:  Re: Hekla bílaumboð að skíta all hressilega upp á bak!

Ef afhendingartími átti að vera einn mánuður ætti ekki að vera neitt vandamál að rifta þessum samningi vegna vanefnda seljanda. Það kæmi mér eiginlega á óvart ef Hekla myndi mótmæla því. Á fyrsta póstinum fæst þó ekki séð að kaupandi hafi áhuga á því.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/