bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá pæling varðandi dekk og drift
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=60496
Page 1 of 1

Author:  Omar_ingi [ Thu 14. Mar 2013 17:54 ]
Post subject:  Smá pæling varðandi dekk og drift

Var að pæla í því hvort það sé einhvert sérstök dekkjategund sem menn eru að mæla með í drifti?
Hvort sem það er hérna eða úti og jafnvel ef menn þekkja einhvað inná þessa driftskóla sem eru í útilöndunum :)

*Tegund
*Stærð

Fékk þessa hugmynd uppí hausin á mér og datt í hug að henda bara inn spurningu um það, Endilega deilið visku ykkar um það

Kv. Ómar I

Author:  siggir [ Thu 14. Mar 2013 18:38 ]
Post subject:  Re: Smá pæling varðandi dekk og drift

Mér skilst að ódýr dekk séu best í drifti...

Author:  Omar_ingi [ Thu 14. Mar 2013 19:06 ]
Post subject:  Re: Smá pæling varðandi dekk og drift

siggir wrote:
Mér skilst að ódýr dekk séu best í drifti...

Kína dekkin? eða ertu bara að tala um ódýr dekk yfir höfuð? as in að það sé vittleisa að vera kaupa einhver dýr/semí dýr dekk í drift?

Author:  burger [ Thu 14. Mar 2013 20:02 ]
Post subject:  Re: Smá pæling varðandi dekk og drift

úti eru þeir farnir að fara svo hratt og með öfluga bíla að þeir vilja hafa mikið grip í dekkjunum hjá sér og láta þá í rauninni tracka meira að aftan til þess að getað driftað á þessum hraða og setja camberinn upp þannig að framan að dekkið sé flatt á malbikinu þegar bíllinn er í fullri beygju .

hérna uppá braut held ég að þú sért ekkert að fara mikið meira en 100 þótt ég hafi aldrei keyrt hana :thup:

Author:  siggir [ Thu 14. Mar 2013 20:26 ]
Post subject:  Re: Smá pæling varðandi dekk og drift

Omar_ingi wrote:
siggir wrote:
Mér skilst að ódýr dekk séu best í drifti...

Kína dekkin? eða ertu bara að tala um ódýr dekk yfir höfuð? as in að það sé vittleisa að vera kaupa einhver dýr/semí dýr dekk í drift?


Þegar menn eru að reykja grimmt þá er munstrið ansi fljótt að hverfa.

Annars er það rétt sem burgerinn segir, því meira grip, því betra, þar sem menn komast þá hraðar í beygjurnar.

Author:  Jón Ragnar [ Thu 14. Mar 2013 21:26 ]
Post subject:  Re: Smá pæling varðandi dekk og drift

burger wrote:
úti eru þeir farnir að fara svo hratt og með öfluga bíla að þeir vilja hafa mikið grip í dekkjunum hjá sér og láta þá í rauninni tracka meira að aftan til þess að getað driftað á þessum hraða og setja camberinn upp þannig að framan að dekkið sé flatt á malbikinu þegar bíllinn er í fullri beygju .

hérna uppá braut held ég að þú sért ekkert að fara mikið meira en 100 þótt ég hafi aldrei keyrt hana :thup:



Ef ég man rétt frá því í fyrra voru Mustanganir hjá Falken á 295/30/19 dekkjum að aftan, Breidd dekkjana fer eftir þyngd og krafti bílsins.

Author:  Stefan325i [ Fri 15. Mar 2013 00:03 ]
Post subject:  Re: Smá pæling varðandi dekk og drift

Bestu dekkin sem ég hef verið að nota í dirftinu eru þessi sem eru ókeypis, en af þessu rusli sem ég hef verið að klára þá hef ég verið mjög ánægður með endinguna á Good Year Ultragrip 500. :burnout: :burnout: :burnout:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/