Þetta er auðvitað allt á byrjunar- og draumórastigi eins og er.
bimmer wrote:
http://www.m5board.com/vbulletin/e39-m5-e52-z8-discussion/74532-my-european-trip-56k-warning.html
Ég held að það sé ekkert að því að lesa þennan pistil aftur í fjórða skiptið núna! Alltaf jafn áhugavert.
En Kristján, það segir á heimasíðu Norrænu að það sé 109.000 kr fyrir tvo með bíl til DK, fram og til baka, ef farið er fyrir 20 júní. Ég geri samt alveg ráð fyrir því að þetta verð sé hærra svo maður fái nú að sofa í einkaklefa. Flugið báðar leiðir fyrir tvo fer sennilegast seint undir 140þ, og svo þyrfti að leigja bíl ofan á það. Það er stór hluti af þessari ferð að keyra um á góðum bíl / blæjubíl og myndi t.d. kosta um 380þ

hjá Hertz að fá skemmtilega blæju. Örugglega hægt að gera betri díl, en trúi ekki að það fari vel undir 100þ. Þá er sparnaðurinn orðinn lítill sem enginn!
Ég á þennan fína bíl, og stefni á að eiga áfram. Held fyrir mitt leyti að það gæti verið endalaus snilld að fara í svona góða ferð á honum um Evrópu. Hér er ferð sem væri örugglega ekki leiðinleg:

Góður spölur í kringum alpana, frá Sviss yfir til Ítalíu með viðkomu í Lichtenstein. Leiðin til Sviss færi þá í gegnum Hamborg og Frankfurt, en leiðin frá Sviss í gegnum Munich, Nuremberg og Berlín. Þaðan yrði keyrt til Kaupmannahafnar, inn í Svíþjóð og skoða æskuslóðir, svo aftur til Hirthals. Áætluð vegalengd: 4.600 km. Sæll. M.v. gildandi bensínverð á þessum slóðum væri það um 150.000 kr bara í bensín (5000 km @ 12.5L/100km - bensínlíterinn úti á €1.5).
Þá myndi dæmið so far hljóma svona:
Ferja til og frá DK: 200þ (109þ skv síðu, en ég tek ekki alveg fullkomið mark á því)
Bensín: 150þ
350.000 krónur, sem er sambærilegt USA ferð sem ég er að fara í nú eftir nokkra daga. Held að alpaferð toppi USA anytime! Nú á auðvitað eftir að reikna mat og gistingu, en ég hef ekki hugmynd hvaða möguleikar og verðflokkar eru í boði þar.