bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 13:56

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 30 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 15:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Sælir,

Það eru pottþétt einhverjir hér sem hafa farið í alvöru Euro-road trip. Er einhver með léttar ferðasögur eða punkta sem gætu hjálpað þeim sem eru í svona pælingum?

Draumurinn hér er að keyra frá DK suður í gegnum Þýskaland og taka nokkra daga til að keyra alpana. Held að þetta væri nú ekkert leiðinlegt á réttum bíl, í góðu veðri og í góðum félagsskap:

Image

Svo þarf auðvitað að skoða kostnað. Maður má alveg búast við 150 - 250þ í Norrænu (2 með 1 bíl) skv. þeim tölum sem upp eru gefin á heimasíðu þeirra, en hvaða kostnað á maður næst að gera ráð fyrir? Bensín og mat, augljóslega, en hvað með gistingu og annan ferðakostnað (vegatolla o.s.frv)? Eru bændagistingar í boði á þessum svæðum og kosta þær mikið? Er stórmál að fara á milli landamæra?

Væri til í að heyra frá þeim sem hafa skoðað þetta eða jafnvel farið í svona! :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 16:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
http://www.m5board.com/vbulletin/e39-m5 ... rning.html

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 16:42 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
200 þúsund+ að fara með bílinn í norrænu? Kostar undir 200 þús að fljúga báðar leiðir fyrir tvo og leigja bíl í þrjár vikur (4 dyra mondeo eða svipaðan, ódýrar ef þú ferð í t.d. Golf) Og þar ertu ekki að slíta eigin bíl.....


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 17:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Kristjan PGT wrote:
200 þúsund+ að fara með bílinn í norrænu? Kostar undir 200 þús að fljúga báðar leiðir fyrir tvo og leigja bíl í þrjár vikur (4 dyra mondeo eða svipaðan, ódýrar ef þú ferð í t.d. Golf) Og þar ertu ekki að slíta eigin bíl.....



Í alvörunni Kristján? Ertu að mæla með því að menn leigi sér vísitölubrak til þess að rúnta um þrusugóða akstursvegi í stað BMW?

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 17:37 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
ömmudriver wrote:
Kristjan PGT wrote:
200 þúsund+ að fara með bílinn í norrænu? Kostar undir 200 þús að fljúga báðar leiðir fyrir tvo og leigja bíl í þrjár vikur (4 dyra mondeo eða svipaðan, ódýrar ef þú ferð í t.d. Golf) Og þar ertu ekki að slíta eigin bíl.....



Í alvörunni Kristján? Ertu að mæla með því að menn leigi sér vísitölubrak til þess að rúnta um þrusugóða akstursvegi í stað BMW?


Þetta hefur allt sína kosti og galla. Ég skil að sjálfsögðu þau sjónarmið að vilja fara með sinn eigin bíl, tala nú ekki um Z4, út og rúnta um. En nei ég var nú ekki að tala um eitthvað vísitölubrak endilega. Það er víst hægt að fá leigða BMW-a og Benz-a líka ef menn vilja það endilega.

Mér finnst þetta bara svolítið mikill peningur fyrir flutninginn á bílnum. :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 18:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Annar möguleiki er að senda bílinn til Hamborgar með Eimskip
(800 evrur síðast þegar ég tékkaði) og fljúga út. Kosturinn við
þetta er tíma og bensínsparnaður við að keyra austur og
hanga í dallinum.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 18:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Þetta er auðvitað allt á byrjunar- og draumórastigi eins og er.

bimmer wrote:
http://www.m5board.com/vbulletin/e39-m5-e52-z8-discussion/74532-my-european-trip-56k-warning.html


Ég held að það sé ekkert að því að lesa þennan pistil aftur í fjórða skiptið núna! Alltaf jafn áhugavert.

En Kristján, það segir á heimasíðu Norrænu að það sé 109.000 kr fyrir tvo með bíl til DK, fram og til baka, ef farið er fyrir 20 júní. Ég geri samt alveg ráð fyrir því að þetta verð sé hærra svo maður fái nú að sofa í einkaklefa. Flugið báðar leiðir fyrir tvo fer sennilegast seint undir 140þ, og svo þyrfti að leigja bíl ofan á það. Það er stór hluti af þessari ferð að keyra um á góðum bíl / blæjubíl og myndi t.d. kosta um 380þ :lol: :lol: hjá Hertz að fá skemmtilega blæju. Örugglega hægt að gera betri díl, en trúi ekki að það fari vel undir 100þ. Þá er sparnaðurinn orðinn lítill sem enginn!

Ég á þennan fína bíl, og stefni á að eiga áfram. Held fyrir mitt leyti að það gæti verið endalaus snilld að fara í svona góða ferð á honum um Evrópu. Hér er ferð sem væri örugglega ekki leiðinleg:

Image

Góður spölur í kringum alpana, frá Sviss yfir til Ítalíu með viðkomu í Lichtenstein. Leiðin til Sviss færi þá í gegnum Hamborg og Frankfurt, en leiðin frá Sviss í gegnum Munich, Nuremberg og Berlín. Þaðan yrði keyrt til Kaupmannahafnar, inn í Svíþjóð og skoða æskuslóðir, svo aftur til Hirthals. Áætluð vegalengd: 4.600 km. Sæll. M.v. gildandi bensínverð á þessum slóðum væri það um 150.000 kr bara í bensín (5000 km @ 12.5L/100km - bensínlíterinn úti á €1.5).

Þá myndi dæmið so far hljóma svona:

Ferja til og frá DK: 200þ (109þ skv síðu, en ég tek ekki alveg fullkomið mark á því)
Bensín: 150þ

350.000 krónur, sem er sambærilegt USA ferð sem ég er að fara í nú eftir nokkra daga. Held að alpaferð toppi USA anytime! Nú á auðvitað eftir að reikna mat og gistingu, en ég hef ekki hugmynd hvaða möguleikar og verðflokkar eru í boði þar.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 18:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Maður leigir ekkert skemmtilegt fyrir minna en 150-200 euro pr dag.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 18:47 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Flug kostar 60.984 ISK með sköttum hjá WOW fyrir tvo báðar leiðir til köben. Út 4. júní og heim 24. júní.

En það er rétt hjá þér að það er dýrt að fá eitthvað skemmtilegt á leigu úti... Því verður ekki neitað :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 18:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Kristjan PGT wrote:
Flug kostar 60.984 ISK með sköttum hjá WOW fyrir tvo báðar leiðir til köben. Út 4. júní og heim 24. júní.

En það er rétt hjá þér að það er dýrt að fá eitthvað skemmtilegt á leigu úti... Því verður ekki neitað :)

Partur af sjarmanum er að vera á eigin bíl finnst mér.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 19:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Bara til að menn geri sér grein fyrir fjarlægðum,,

þá eru 2500 km frá Reykjavík til Hamburg og til baka,, fyrir utan ferjuna,,

frá Hamburg og niður í Alpana eru 900-1000 km LÁGMARK

HH- Füssen beint niður A7 sem er við Landamæri De-A eru 900 km

gisting er frá 30€ á mann og upp úr,, þetta er lúmskt,,,

Mæli með að þú farir þarna,, og akir romantische strasse 8)
og skoðir KOENIGSCHLOSS ,, ,,Wieskirche osfrv

geðveikt að vera þarna


ps.......... 5500 km ferðalag hjá mér og frúnni í fyrra voru 200.000 í bensín.. ca undir 13 meðaltals-eyðsla

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 21:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
Kristjan PGT wrote:
Flug kostar 60.984 ISK með sköttum hjá WOW fyrir tvo báðar leiðir til köben. Út 4. júní og heim 24. júní.

En það er rétt hjá þér að það er dýrt að fá eitthvað skemmtilegt á leigu úti... Því verður ekki neitað :)

Partur af sjarmanum er að vera á eigin bíl finnst mér.


Hef prufað bæði og það er algerlega málið að vera þarna á eigin bíl
frekar en á leigðu vísitöluboxi.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 21:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Tek undir að það er skemmtilegra að vera á eigin bíl, hvað þá bara að fara á Z4..

Hér er ferðasaga frá 2005 eða álíka, myndirnar eru horfnar en engu að síður hellings texti :)
http://bmwkraftur.is/greinar/skoda.php?id=7

Þetta er náttúrulega alveg mega gaman, en það ofmetið að keyra sem mest og skoða sem mest.
Frekar bara taka eitt svæði og krúsa þar í rólegheitunum..

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 23:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Ég man eftir að hafa lesið þessa grein fyrir löngu, væri mjög gaman að komast í hana með myndum og réttu encoding! Held að svona trip yrði eitthvað sem maður gerir bara einusinni og svo mjööög ósennilega aftur, svo góður bíll yrði auðvitað skilyrði! Z4 uppfyllir þau skilyrði ansi vel.

Taka þetta í rólegheitunum, eitthvað sem ég væri alveg til í að gera.

En Sveinbjörn, ertu með frekari upplýsingar um þessa staði og jafnvel ferðasögu? :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Ferðalag um evrópu
PostPosted: Sun 03. Mar 2013 23:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Fór þetta 1999:

http://en.wikipedia.org/wiki/Romantic_Road

Mjög skemmtileg leið.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 30 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 21 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group