bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Model S
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=60076
Page 1 of 3

Author:  IceDev [ Thu 14. Feb 2013 23:33 ]
Post subject:  NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Model S

Þetta er búið að tröllríða netheimum í dag og er alveg suddalega skemmtilegt.

Hérna er greinin sem að gagngrýnandinn skrifar

http://www.nytimes.com/2013/02/10/automobiles/stalled-on-the-ev-highway.html?pagewanted=all

Elon Musk, eigandi Tesla Motors er ekki par sáttur við þetta og grefur upp datalogga úr bílnum og rýnir allsvakalega í þau með skrautlegum niðurstöðum

http://www.teslamotors.com/blog/most-peculiar-test-drive

Þetta er líklega með því skemmtilegra sem maður hefur séð frá Musk og sýnir hversu mikið nýjungafælni virðist enn loða við rafbílavæðingu, sérstaklega í Ameríku.

Ég er búinn að fylgjast mikið með Musk og Tesla frá því að hann byrjaði reksturinn og ég kemst einfaldlega ekki yfir hversu spenntur ég er fyrir að sjá rafbílavæðingu verða að veruleika. Það væri gaman að heyra hvað aðrir meðlimir þykja um þetta mál og einnig hvort að þeir séu eitthvað heitir fyrir nýrri kynslóð af orkugjöfum.

Author:  ppp [ Thu 14. Feb 2013 23:45 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Þetta væri algjör draumabíll ef hann væri ekki svona fokljótur að innan.

Image



Hérna er Jay Leno að spóla af stað í honum. Það er eitthvað ansi súrrealískt við að heyra í dekkjunum en ekki í neinni vél.

Author:  IceDev [ Thu 14. Feb 2013 23:49 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Image

Ég digga þetta

Author:  olinn [ Fri 15. Feb 2013 01:16 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Líklega stutt í að svona tesla komi til landsins..

Author:  Alpina [ Fri 15. Feb 2013 08:52 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

olinn wrote:
Líklega stutt í að svona tesla komi til landsins..


Hvít TESLA,, fór 1/4 13.3 eða 13.4 eða þar umbil .. man eftir því,,,

Fáránlegt :thup: :thup: :thup:

Author:  fart [ Fri 15. Feb 2013 09:52 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Flott svar hjá Tesla, you cant argue with facts..

Author:  Alpina [ Fri 15. Feb 2013 10:44 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

fart wrote:
Flott svar hjá Tesla, you cant argue with facts..


BINGO,,,,,,,,,,,,,,

hef mikla trú á þessum bílum 8)

Author:  olinn [ Fri 15. Feb 2013 11:07 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Alpina wrote:
olinn wrote:
Líklega stutt í að svona tesla komi til landsins..


Hvít TESLA,, fór 1/4 13.3 eða 13.4 eða þar umbil .. man eftir því,,,

Fáránlegt :thup: :thup: :thup:


Kemur líklega önnur svona model S

Author:  Alpina [ Fri 15. Feb 2013 12:32 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

olinn wrote:
Alpina wrote:
olinn wrote:
Líklega stutt í að svona tesla komi til landsins..


Hvít TESLA,, fór 1/4 13.3 eða 13.4 eða þar umbil .. man eftir því,,,

Fáránlegt :thup: :thup: :thup:


Kemur líklega önnur svona model S


þetta var á Kvartmílubrautinni.......... HÉRLENDIS

Author:  JOGA [ Fri 15. Feb 2013 12:33 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Geðveikir bílar. Langar mikið í svona.
Líka í Tesla Model x sem er væntanlegur á næsta ári.

Þessi bíll er þvílík framför frá horbjóðinum sem hingað til hefur einkennt rafmagnsbíla :thup:

Author:  Dóri- [ Fri 15. Feb 2013 12:59 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Rafmagnsbílar eru bara bull að mínu mati, aldrei myndi ég nenna að standa í að hlaða rafmagnsbíl á leiðinni til akureyrar í klukkutíma.

þetta er málið

http://en.wikipedia.org/wiki/Honda_FCX_Clarity

http://www.youtube.com/results?search_q ... QBKvGKNSnE

Sérstaklega þar sem það er ekki hálft tonn að rafgeymum eins og í teslunni, heldur svipað og er í hybrid enda er þetta hybrid vetni/rafmagn.

Author:  JOGA [ Fri 15. Feb 2013 12:59 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Quote:
The above helps explain a unique peculiarity at the end of the second leg of Broder’s trip. When he first reached our Milford, Connecticut Supercharger, having driven the car hard and after taking an unplanned detour through downtown Manhattan to give his brother a ride, the display said "0 miles remaining." Instead of plugging in the car, he drove in circles for over half a mile in a tiny, 100-space parking lot. When the Model S valiantly refused to die, he eventually plugged it in. On the later legs, it is clear Broder was determined not to be foiled again.


:rofl: #-o

Author:  Alpina [ Fri 15. Feb 2013 13:05 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Dóri- wrote:
Rafmagnsbílar eru bara bull að mínu mati, aldrei myndi ég nenna að standa í að hlaða rafmagnsbíl á leiðinni til akureyrar í klukkutíma.

þetta er málið

http://en.wikipedia.org/wiki/Honda_FCX_Clarity

http://www.youtube.com/results?search_q ... QBKvGKNSnE

Sérstaklega þar sem það er ekki hálft tonn að rafgeymum eins og í teslunni, heldur svipað og er í hybrid enda er þetta hybrid vetni/rafmagn.


Veistu hvað fer mikið rafmagn í að búa til vetnið,,,,,,,,,,,,,

áður en þú lofsamar þetta,, kynntu þér förgunina,, Ooooooooooog hversu mikil mengun verður áður en einn HYBRID bíll er búinn til

það er ekki allt sem sýnist

Author:  Danni [ Fri 15. Feb 2013 13:09 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Dóri- wrote:
Rafmagnsbílar eru bara bull að mínu mati, aldrei myndi ég nenna að standa í að hlaða rafmagnsbíl á leiðinni til akureyrar í klukkutíma.


Miðað við range sem er gefið upp sem actual range á Tesla Model S þá ætti maður að ná frá Reykjavík til Akureyrar á einni hleðslu.

En ef ekki þá væri flott að sjá t.d. svona supercharge stöð á Staðarskála. Það er eflaust algengasta stoppustöðin á þessari leið og það er nóg að hlaða í hálftíma til að ná hálfri hleðslu til baka og komast pottþétt alla leið.

Ég er mjög spenntur fyrir rafmagnsbílum, var mikið á móti en eftir að sjá hvað Tesla eru að gera með sína bíla þá finnst mér þeir vera komnir vel á leið með góðar lausnir á öllum helstu göllum rafmagnsbíla.

Ég væri vel til í að eignast svona bíl, verst að þetta er alveg langt frá mínu price range og það eru örugglega ekki að koma neinar Supercharge stöðir á Íslandi á næstunni.

Author:  siggir [ Mon 18. Feb 2013 19:43 ]
Post subject:  Re: NYTimes gagngrýnandi skítur upp á bak varðandi Tesla Mod

Alpina wrote:
Dóri- wrote:
Rafmagnsbílar eru bara bull að mínu mati, aldrei myndi ég nenna að standa í að hlaða rafmagnsbíl á leiðinni til akureyrar í klukkutíma.

þetta er málið

http://en.wikipedia.org/wiki/Honda_FCX_Clarity

http://www.youtube.com/results?search_q ... QBKvGKNSnE

Sérstaklega þar sem það er ekki hálft tonn að rafgeymum eins og í teslunni, heldur svipað og er í hybrid enda er þetta hybrid vetni/rafmagn.


Veistu hvað fer mikið rafmagn í að búa til vetnið,,,,,,,,,,,,,

áður en þú lofsamar þetta,, kynntu þér förgunina,, Ooooooooooog hversu mikil mengun verður áður en einn HYBRID bíll er búinn til

það er ekki allt sem sýnist


Flutningur og geymsla á vetni eru líka ennþá meiriháttar mál, kostnaðarlega séð.

Danni wrote:

Ég væri vel til í að eignast svona bíl, verst að þetta er alveg langt frá mínu price range og það eru örugglega ekki að koma neinar Supercharge stöðir á Íslandi á næstunni.


Það er í raun ekkert super við þessar stöðvar.. þær keyra bara á þriggja fasa 400V í staðinn fyrir 1x110V sem er standardinn í ameríkuhrepp.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/