bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=59902
Page 1 of 2

Author:  Axel Jóhann [ Sat 02. Feb 2013 19:24 ]
Post subject:  Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð og er það hægt? Semsagt að draga cat5 kapla inn í öll herbergi uppá internet og sjónvarp að gera.

Author:  Alpina [ Sat 02. Feb 2013 20:49 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Án þess að gera eitt eða neitt lítið úr spurningunni,, en heldurðu að þetta sé rétti staðurinn til að spyrja,, einnig tel ég líklegt að menn þurfi að skoða aðstæður til að meta stöðuna, hvort eða hversu gerlegt þetta er :arrow:

gangi þér annars vel með þetta

Author:  gardara [ Sat 02. Feb 2013 21:02 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Fer allt eftir því hvaða rör eru í veggjunum, ef þetta er gamalt hús með engum rörum þá þarf að fræsa allt í spað eða leggja utan á liggjandi kapla.

Ég get kíkt á þetta hjá þér ef þú vilt.

Author:  Jón Bjarni [ Sun 03. Feb 2013 03:33 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

hvað er þetta gamalt hús?

Author:  Twincam [ Sun 03. Feb 2013 10:46 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Blessaður vertu, þetta er hörkufjör... ég bý í húsi byggt 1965 og er nýbúinn að steypa yfir eftir að ég fræsti út um allt gólf fyrir svona lögnum.... ef þig vantar cat-kapal, þá á ég svona 60metra sem ég vill selja 8)

Author:  Bjarkih [ Sun 03. Feb 2013 15:45 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Ég notaði einmitt tækifærið þegar ég skipti um parket í gömlu íbúðinni minni og fræsti fyrir cat5 lögn í öll herbergi (4-5 herbergja íbúð) eitthvað um 10 ár síðan, eina sem ég lenti í brasi með var að græjan sem ég leigði fyrst var biluð. Getur borgað sig að fá bara steypusögunarfyrirtæki í þetta, ef þú ferð í fræsingu þ.e.a.s.

Author:  crashed [ Sun 03. Feb 2013 15:57 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

ég myndi miklufrekar fara í þráðlaust í þínum sporum ef þú ert ekki með síma tengla fyrir í hverju herbergi, ekki nema þú sért að skyfta um gólfefni í allri íbúðini, að fræsa fyrir cat5 er viðbjóðslegt rik sem fylgir því, enn ef þú gerir það leigðu þá frekar vél enn að fá aðra í það, því það verður svo margfalt dírara

Author:  fart [ Sun 03. Feb 2013 16:22 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

hvað með net yfir rafmagn? Ég nota svoleiðis og er í þokkalegustu málum

Author:  gardara [ Sun 03. Feb 2013 16:24 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

fart wrote:
hvað með net yfir rafmagn? Ég nota svoleiðis og er í þokkalegustu málum



Veðkvæmt fyrir truflunum, pakkatap, ekki fýsilegt fyrir IPTV

Author:  fart [ Sun 03. Feb 2013 16:25 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

gardara wrote:
fart wrote:
hvað með net yfir rafmagn? Ég nota svoleiðis og er í þokkalegustu málum



Ekki fýsilegt fyrir IPTV


Ok, well ég spila games á þessu, og streymi dóti, annars er AppleTV hjá mér á þráðlausu og virkar án hnökra

Author:  gardara [ Sun 03. Feb 2013 16:34 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Þetta fer annars mikið eftir aðstæðum, hvernig raflagnirnar eru, hversu mikið af oðrum raftækjum eru á somu grein osfrv. Sumstaðar virkar þetta fínt en í flestum tilfellum virkar þetta ekki nógu vel fyrir iptv.

Author:  Axel Jóhann [ Sun 03. Feb 2013 19:56 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Blokkin er byggð um 1970, og það er ljósleiðari í henni! :)

Author:  Jss [ Sun 03. Feb 2013 20:22 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Ertu kominn með ljósleiðaratengingu?

Ef ekki, er komið netaðgangstæki frá Gagnaveitu Reykjavíkur í íbúðina?

Author:  Axel Jóhann [ Sun 03. Feb 2013 22:45 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

Jss wrote:
Ertu kominn með ljósleiðaratengingu?

Ef ekki, er komið netaðgangstæki frá Gagnaveitu Reykjavíkur í íbúðina?




Ég er með ljósleiðaratengingu.

Author:  Jón Bjarni [ Sun 03. Feb 2013 22:47 ]
Post subject:  Re: Kostnaður við að draga CAT5 kapla í íbúð

síðan geturu líka sett þetta á bakvið lista ef það er parket á íbúðinni...

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/