bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sprauta felgur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=59773
Page 1 of 1

Author:  Páll Ágúst [ Fri 25. Jan 2013 03:04 ]
Post subject:  Sprauta felgur

Sælir félagar, hvernig er það ef að mig langar ótrúlega mikið að sprauta felgur í öðrum lit enn þær eru nú þegar, er það eitthvað sérstakt fyrirtæki sem gerir það eða er einhver kraftari sem gerir svoleiðis fyrir nokkra aura?

Eða er polyhudun.is algjörlega málið? hefur einhver haft viðskipti við þá?

Author:  Raggi M5 [ Fri 25. Jan 2013 14:20 ]
Post subject:  Re: Sprauta felgur

ég fór með felgur í duft.is var mjög ánægður með útkomuna. Yfirleitt ódýrara og endist mun betur

Author:  Henbjon [ Fri 25. Jan 2013 15:22 ]
Post subject:  Re: Sprauta felgur

Ég hef einmitt áhuga á þessu líka, ég bara veit ekki alveg hvað ég á að gera með bílinn svona meðan það er verið að mála felgurnar :lol: sitja á búkkum?

Author:  DanielSkals [ Fri 25. Jan 2013 15:42 ]
Post subject:  Re: Sprauta felgur

Minn situr einmitt á búkkum í innkeyrslunni. Felgurnar í viðgerð og málun.

Author:  Páll Ágúst [ Fri 25. Jan 2013 21:12 ]
Post subject:  Re: Sprauta felgur

DanielSkals wrote:
Minn situr einmitt á búkkum í innkeyrslunni. Felgurnar í viðgerð og málun.


Hvar ertu með þær í viðgerð og málun?

Author:  DanielSkals [ Sat 26. Jan 2013 15:19 ]
Post subject:  Re: Sprauta felgur

Eru í viðgerð í Áliðjunni, eftir smá leit á spjallvefjum sýndist mér flestir mæla með þeim.
Fara svo í Hagstál í húðun. Þeir gáfu mér upp 40kall í það, 7þúskalli ódýrari en polyhudun.is

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/