bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
MÓTMÆLUM / skrifið undir ! ferðafrelsi á Íslandi Í HÚFI https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=59757 |
Page 1 of 1 |
Author: | -Hjalti- [ Thu 24. Jan 2013 10:22 ] |
Post subject: | MÓTMÆLUM / skrifið undir ! ferðafrelsi á Íslandi Í HÚFI |
Skrá sig á listann ef þú vilt geta ferðast áfram um hálendisvegina og skoðað landið þitt í frammtíðini og sé þér annt um frelsi til ferðalaga á Íslandi... Látum ekki Vinstri Græna ná þessu í gegn í dauðateygjunum. Lesið þetta http://www.visir.is/ny-natturuverndarolog/article/2011712029963 Skrifið undir hér það tekur 30sec að kvitta http://www.ferdafrelsi.is Quote: Jón Garðar Snæland Sæl öll. Nú er búið að setja í gang undirskriftarlista á vefnum, þar sem frumvarpi um Náttúruverndarlög er mótmælt, og þingmenn hvattir til þess að hleypa ekki lögunum í gegn óbreyttum. Við gerð frumvarpsins var ekkert tillit tekið til allra þeirr athugasemda sem fjölmörg félög gerðu við Náttúruverndarlögin. Hvet þá sem unna útivist og ferðalögum á íslandi til þess að skrifa undir á.http://www.ferdafrelsi.is/ Quote: Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er.
l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? |
Author: | -Hjalti- [ Fri 25. Jan 2013 09:04 ] |
Post subject: | Re: MÓTMÆLUM / skrifið undir ! ferðafrelsi á Íslandi Í HÚF |
Fjölmiðlar að taka við sér http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/01 ... d-obreytt/ |
Author: | JonFreyr [ Tue 29. Jan 2013 20:47 ] |
Post subject: | Re: MÓTMÆLUM / skrifið undir ! ferðafrelsi á Íslandi Í HÚF |
Búinn að skrifa undir og deila. Ólst upp við ferðalög og hef alltaf ferðast með fólki sem notast við vegina og slóðana á hálendinu. Hef enga virðingu fyrir þeim sem valda skemmdum en þessi hópur mun alltaf finnast, síðasti bjáninn er ekki enn fæddur. |
Author: | -Hjalti- [ Tue 29. Jan 2013 21:50 ] |
Post subject: | Re: MÓTMÆLUM / skrifið undir ! ferðafrelsi á Íslandi Í HÚF |
JonFreyr wrote: Búinn að skrifa undir og deila. Ólst upp við ferðalög og hef alltaf ferðast með fólki sem notast við vegina og slóðana á hálendinu. Hef enga virðingu fyrir þeim sem valda skemmdum en þessi hópur mun alltaf finnast, síðasti bjáninn er ekki enn fæddur. Flestir eru á móti utanvegaakstri þegar það er raunverulegur utanvega akstur , EN ef nýju náttúruverndarlögin fara í gegn óbreytt gætir þú fengið sekt fyrir utanvegaakstur þótt þú akir á vegslóða, þ.e. ef viðkomandi leið hefur ekki ratað inn í vegagagnagrunn ríkisins sem mun gerast fyrir 45 - 50% vegaslóða á hálendi landsins því ekki verður nægur tími til stefnu til að gera þennan vega gagnagrunn nægilega nákvæman á þeim tíma sem til stefnu er. Við skulum ekki leyfa þessu illa ígrundaða og hroðvirknislega frumvarpi að ná í gegn óbreyttu. Þó, að sjálfsögðu ýmislegt gott sé í frumvarpinu. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |