JonFreyr wrote:
Búinn að skrifa undir og deila.
Ólst upp við ferðalög og hef alltaf ferðast með fólki sem notast við vegina og slóðana á hálendinu. Hef enga virðingu fyrir þeim sem valda skemmdum en þessi hópur mun alltaf finnast, síðasti bjáninn er ekki enn fæddur.
Flestir eru á móti utanvegaakstri þegar það er raunverulegur utanvega akstur , EN ef nýju náttúruverndarlögin fara í gegn óbreytt gætir þú fengið sekt fyrir
utanvegaakstur þótt þú akir á vegslóða, þ.e. ef viðkomandi leið hefur ekki ratað inn í
vegagagnagrunn ríkisins sem mun gerast fyrir 45 - 50% vegaslóða á hálendi landsins því ekki verður nægur tími til stefnu til að gera þennan vega gagnagrunn nægilega nákvæman á þeim tíma sem til stefnu er.
Við skulum ekki leyfa þessu illa ígrundaða og hroðvirknislega frumvarpi að ná í gegn óbreyttu. Þó, að sjálfsögðu ýmislegt gott sé í frumvarpinu.