bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e39 520 á bilauppbod.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=59516
Page 1 of 2

Author:  BjarkiHS [ Thu 10. Jan 2013 02:37 ]
Post subject:  e39 520 á bilauppbod.is

Veit einhver afhverju það er settur niðurrifslás á þennan ?

http://bilauppbod.is/auction/view/11445-bmw-5

Author:  íbbi_ [ Thu 10. Jan 2013 03:34 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

það virðist vera niðurrifslás á öllu frá sjóvá

Author:  Bartek [ Thu 10. Jan 2013 09:49 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

rugl!

Author:  Zed III [ Thu 10. Jan 2013 11:50 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

undarlegt að setja niðurrifslás fyrir svona smátjón.

Author:  bErio [ Thu 10. Jan 2013 12:32 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

Spes þarsem hann er ekki með neitt annað tjon skrað a sig.

Author:  BjarkiHS [ Thu 10. Jan 2013 12:47 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

íbbi_ wrote:
það virðist vera niðurrifslás á öllu frá sjóvá


http://bilauppbod.is/auction/view/11428-honda-civic
http://bilauppbod.is/auction/view/11429-toyota-corolla

Ekki tekið fram lás á þessa bíla

Author:  Einsii [ Thu 10. Jan 2013 13:19 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

Og svo má frændi einhvers hjá sjóvá sem á verkstæði með samning við þá kaupa bílinn og gera við hann?

Author:  íbbi_ [ Thu 10. Jan 2013 13:52 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

BjarkiHS wrote:
íbbi_ wrote:
það virðist vera niðurrifslás á öllu frá sjóvá


http://bilauppbod.is/auction/view/11428-honda-civic
http://bilauppbod.is/auction/view/11429-toyota-corolla

Ekki tekið fram lás á þessa bíla



engu síður alls ekki fyrsti mjög vægt skemmdi bíllinn með niðurrifslás frá þeim

Author:  Bartek [ Thu 10. Jan 2013 17:32 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

eg skilst þetta bara utaf þvi Airbag poppaði út og örygis dotið er skemt... samkvæt Sjova.

Author:  Danni [ Fri 11. Jan 2013 07:09 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

Þetta er bara sorglegt :( Ekkert að þessum bíl.

Author:  ///MR HUNG [ Wed 16. Jan 2013 09:48 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

Enn sjáið ruglið sem er í gangi hér :roll:

http://bilauppbod.is/auction/view/11485 ... ange-rover

Author:  Thrullerinn [ Wed 16. Jan 2013 10:45 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

///MR HUNG wrote:
Enn sjáið ruglið sem er í gangi hér :roll:

http://bilauppbod.is/auction/view/11485 ... ange-rover


Hvern er þetta að vernda? Hver hagnast á því að setja lása á nánast ekkert skemmda bíla?
Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þessu?

Author:  fart [ Wed 16. Jan 2013 10:48 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

Thrullerinn wrote:
///MR HUNG wrote:
Enn sjáið ruglið sem er í gangi hér :roll:

http://bilauppbod.is/auction/view/11485 ... ange-rover


Hvern er þetta að vernda? Hver hagnast á því að setja lása á nánast ekkert skemmda bíla?
Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þessu?

Það er pottþétt, menn gera ekki svona af einhverjum fantaskap. Reglurnar á Íslandi hafa í gegnum tíðina verið dálítið losaralegar, bifreið skráð tjónabifreið eða ekki. Stundum alveg henglaðir bílar sem rata á götuna aftur. Mig grunar að Ísland hafi tekið í notkun EU/EES reglugerðir varðandi þetta.

Ef litið er til Bretlands eru fjöldamargar skilgreiningar á tjónum.
Quote:
A - Not for resale. Fire damaged (burnt-out), flood damaged (contaminated or salt water), severely damaged with no serviceable parts, or heavily stripped (shell). Notification of Destruction required. (To be crushed). Recorded at DVLA & HPI.

B - Not for resale. Damaged beyond economical repair and/or severe structural damage. Notification of Destruction required. (Parts can be removed and sold). Recorded at DVLA & HPI.

C - Repairable salvage. Generally applies to older vehicles. Can be sold for repair but must now have VIC inspection. Recorded at DVLA & HPI.

D - Repairable salvage. Minimal damage sometimes stolen and found after claim has been paid, or cost of repair combined with difficulty obtaining new parts to enable a swift repair. Recorded with HPI.

X - Repairable salvage. Not recorded on any registers such as HPI. Limited or very light damage, or vehicle is new or less than 12 months old. Usually requires minimal repair work. NOT Recorded with HPI. An insurance company faced with a claim first estimates the financial cost of repairing the vehicle to its pre-accident condition. They may then say it is a 'write off' or a 'total loss'. This may give the wrong impression to people who are not familiar with the insurance or salvage industry. The cost of the repair will be based on new parts prices and garage labour charges, often making it uneconomical for the insurance company to carry out the repair. A person doing the work themselves and sourcing recycled spares can often make the repair viable. If the financial cost to the insurance company is the same or near to the market price, the insurance company would normally call this vehicle a write off which means that they will 'write off' the financial cost of the repair, not the vehicle itself. The term total loss is also often misused. It actually means the insurance company made a complete financial loss, i.e. they recovered no money from the sale of the salvage and therefore made a total financial loss on the claim. These terms have had quite a bit of bad press due to their common association with unscrupulous dealers and car thieves.



Alveg sama hversu færir menn telja sig vera í höndunum þá er mögulegt að ekki sé hægt að tryggja 100% að virkni öryggisbúnaðar eða burðarvirkis sé eins og það á að vera skv. þeim stöðlum sem framleiðandinn fékk þegar bíllinn var samþykktur frá verksmiðju.

Ef við skoðum BMWinn og RangeRoverinn giska ég á að þeir falli undir category B writeoff.
Quote:
B - Not for resale. Damaged beyond economical repair and/or severe structural damage. Notification of Destruction required. (Parts can be removed and sold). Recorded at DVLA & HPI.


Þið getið séð að aðal munurinn á milli B og C er að eldri bílar eru C-merktir en ekki nýrri, þar koma klárlega inn flóknari smíði á öryggisbúnaði, loftpúðar, skynjarar og oryggisskel

Author:  íbbi_ [ Wed 16. Jan 2013 12:17 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

ef það er ekki hægt að þennan bíl án þess að hafa efasemdir um virkni öryggisbúnaðar þá getum við alveg lagt niður kennslu í bifreiðasmíði og lokað réttingaverkstæðunum. það eru nú engin geimvísindi á bakvið virkni púðana eða ísetningu þeirra.

hin tryggingafélögin eru ennþá að selja meðaljóni mauktjónaða bíla

Author:  fart [ Wed 16. Jan 2013 12:21 ]
Post subject:  Re: e39 520 á bilauppbod.is

íbbi_ wrote:
ef það er ekki hægt að laga þennan bíl án þess að hafa efasemdir um virkni öryggisbúnaðar þá getum við alveg lagt niður kennslu í bifreiðasmíði og lokað réttingaverkstæðunum. það eru nú engin geimvísindi á bakvið virkni púðana eða ísetningu þeirra.

hin tryggingafélögin eru ennþá að selja meðaljóni mauktjónaða bíla

Kennsla í bifreiðasmíðum hefur ekkert endilega með þetta að gera, heldur frekar þann búnað og tækni sem er í bílum í dag. Sumt bara má ekki laga eða er ekki hægt að laga á þann veg sem að staðallinn segir til um. Þess vegna má nota partana af bílnum, en ekki skelina.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/