bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=59495
Page 1 of 1

Author:  Axel Jóhann [ Mon 07. Jan 2013 22:24 ]
Post subject:  NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Góða kvöldið ég er í tómu basli með neti hérna hjá mér, er uppi í ásbrú KEF og það er net í íbúðinni hjá mér gegnum svona Cable Modem Thomson TCM 420 Image


Þetta semsagt býður uppá einn útgang gegnum Ethernet og einn gegnum usb. Ég keypti svona Planet Access Point, Repeater og Bridge
150Mbps 802.11n með 1 loftneti, (WNAP-1110)Image

Þessi gæji er með DHCP server og mér tókst að fá það til að virka þannig að tölvur sem tengjast þessu þráðlausa neti fái úthlutað sjálfvirkt ip tölum enn þá kom upp annað vandamál, netið varð mjöööög hægt og datt út strax og virkaði ekki, hingað til hef ég notað þetta þannig að ég set inn manual ip tölur í tölvurnar sem tengjast þessu boxi og hef ekki fengið dhcp til að virka aftur, enn svo þrátt fyrir það að ég setji manual inn ip tölurnar þá eru sumar tölvur sem neita bara alfarið að tengjast sama hvað ég geri, þannig þetta gengur ekki lengur. Ég vill hafa þráðlausa netiið mitt þannig að ég slái inn password í hvaða wifi tæki sem er og búmm, ég er tengdur og með automatiskt uthlutaða IP tölu og ready to go.


Þarf ég að kaupa nýjann Þráðlausann Router eða er einhver snillingur sem getur leiðbeint mér með þetta helvítis drasl, er að verða gráhærður hérna....


Kv. Axel Jóhann

Author:  BjarkiHS [ Mon 07. Jan 2013 23:41 ]
Post subject:  Re: NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Netið í námsmannaíbúðunum hérna er MJÖG óstabílt. Samkvæmt öllum speedtestum hefur tengingin hjá mér 5mb/500kb max og dettur reglulega á álagspunktum í 100kb/0 ásamt því hreinlega að detta alveg út reglulega.

Author:  Bjarkih [ Tue 08. Jan 2013 02:20 ]
Post subject:  Re: NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Kannski heimskulegt, en hvernig er hraðinn ef þú tengir tölvuna við routerinn með cat5 kapli? Er bara að vellta því fyrir mér hvort það sé einhver truflun á þráðlausa sambandinu.

Author:  Danni [ Tue 08. Jan 2013 03:07 ]
Post subject:  Re: NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Ég lenti í bölvuðu veseni með þetta þarna. Endaði með að ég gat ekkert notað þráðlausan búnað með þessu. Ég prófaði að kaupa access point, prófaði routera og eitthvað meira. Ekkert virkaði. Endaði með að kaupa bara netið í íbúðina frá Símanum og fá þannig router með þráðlausu.

En það er samt hægt að setja upp þráðlaust. Það er hægt að leigja þannig búnað frá þeim og þá setja þeir hann upp. Það er spurning hvort þú hringir ekki í þá og athugir hvernig þú eigir að setja þetta upp með þínum búnaði? Kannski eru einhverjar leyndó stillingar sem þarf með þessu.... Það er allavega einn vinur minn sem er í 1200 hverfinu sem er með þráðlaust frá þeim.

Author:  gardara [ Tue 08. Jan 2013 10:25 ]
Post subject:  Re: NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Eru nokkuð bæði módemið og AP að úthluta DHCP?

Author:  Axel Jóhann [ Tue 08. Jan 2013 22:07 ]
Post subject:  Re: NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Garðar..

Ég er með DHCP server disabled í AP gæjanum núna og þá ætti modemið að úthluta ip, enn það gerir það ekki, reyndar þegar ég er með þetta svona þá kemst yfirleitt fyrsta tölvan trouble free á netið og fær úthlutaða ip tölu sjálfvirkt enn allt umfram þessa einu þá þarf að setja inn stillingar, enn það er mjög random hvort að fyrsta tölvan fái úthlutað ip sjálfvirkt, stundum virkar það þannig í marga daga og stundum virkar það bara alls ekki.


Enn annars er netið hérna alveg ágætt bara þannig séð hraðinn á því.

Author:  gstuning [ Tue 08. Jan 2013 22:21 ]
Post subject:  Re: NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Hvernig er DCHP í cable boxinu? Er það kannski stillt til að bara gefa eina IP tölu :)

Author:  Axel Jóhann [ Thu 10. Jan 2013 00:49 ]
Post subject:  Re: NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Ekki hugmynd, ég kemst ekki inn á modem boxið!

Author:  gardara [ Thu 10. Jan 2013 10:48 ]
Post subject:  Re: NETVESEN Vantar virkilega aðstoð!!

Ég held að vandamálið liggi modem-megin ef það er slokkt á dhcp í AP.
Ég hef ótal sinnum sett upp svona AP frá Planet án þess að lenda í vandamáli sem þessu.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/