bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fornbílar !
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=59249
Page 1 of 2

Author:  olinn [ Mon 17. Dec 2012 20:48 ]
Post subject:  Fornbílar !

Var að velta fyrir mér, nú er corollan 25 ára á næsta ári.
Ég þarf að fara með hana í skoðun núna í janúar.
Get ég ekki fyllt út eyðublað hjá umferðastofu áður en ég fer með hann í skoðun og fengið hann skráðann sem fornbíl ?
Svo var ég að velta fyrir mér með tryggingar, ég er með bmw tryggðann en hann er ekki á númerum eins og er,
er ekki alveg hægt að fá lægri tryggingar þótt bmw sé ekki á númerum yfir vetrartímann ?

Author:  srr [ Mon 17. Dec 2012 20:53 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Fer eftir hvenær Toyotan verður 25 ára. Ekki nóg að það sé á árinu. Verður að vera fullra 25 ára.

Author:  olinn [ Mon 17. Dec 2012 21:03 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Já okei, las þá einhverjar vitlausar uppl. á netinu.

Dem! var að gá, hann er skráður fyrst 3.11.88

Author:  Viggóhelgi [ Tue 18. Dec 2012 14:18 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Eg er nokkuð viss að bílarnir verða fornbílar à 25 àrinu semsagt 1 januar

Author:  BjarkiHS [ Tue 18. Dec 2012 14:23 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Það er árið sem gildir samkvæmt eyðublaðinu frá umferðarstofu.

http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swdocument/8/US.115+Ums%C3%B3kn+um+skr%C3%A1ningu+%C3%A1+notkunarflokk.pdf

Author:  olinn [ Tue 18. Dec 2012 15:03 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Okei, samkvæmt þessu get ég skráð hann eftir áramót bara, á almanaksárinu.
Hvað má keyra mikið? búinn að heyra mjög misjafnar tölur.

Author:  JBV [ Tue 18. Dec 2012 15:50 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

BjarkiHS wrote:

Á Umferðastofu er það árið, en hjá tryggingafélögunum er það "fæðingardagur" bílsins. Miðað er við 1000 - 3000 km notkun á ári, fer eftir tryggingafélögum. Til að fá fornbílatryggingu, þá þarf að vera annar bíll á sama nafni sem er á venjulegum bílatryggingum. TM og Vörður gera oftast nær kröfu um að fornbílaeigendur séu í fornbílaklúbbnum til að fá fornbílatryggingu. Enda eru þessi tvö fyrirtæki með samning við FBÍ.

Author:  maggib [ Tue 18. Dec 2012 21:46 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

hjá sjóvá þarf maður að tryggja einn bíl venjulega og þá máttu fá fornbílatryggingu á ótakmarkað
af fornbílum, sögðu þeir mér.

varðandi aldurinn fékk ég þau svör hjá frumherja að fyrsti skráningardagur bílsins gildir til
að skrá hann sem fornbíl! ekki fyrsti janúar.
sem þýðir scirocco í janúar 2013 og 325ix í júlí 2013 hjá mér.

Author:  Twincam [ Tue 18. Dec 2012 22:34 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Eg lenti í því að vera neitað um Fornbílaskráningu hjá Umferðastofu vegna þess að bíllinn var ekki orðinn fullra 25 ára samkvæmt skráningardegi hans.

Author:  ///M [ Tue 18. Dec 2012 23:02 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Mér var einu sinni neitað um fornbílatryggingu hjá Verði útaf því að bíllinn var ekki nógu spes og ekki amerískur :lol: :lol: :lol:

Author:  Viggóhelgi [ Tue 18. Dec 2012 23:56 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Ég hef fengið neitun á þeim forsendum að bifreiðin gæti verið notuð sem ferðabíll.

Mér þykir það einkennilegt að það sé ekki bara ein gegnumgangandi regla fyrir þetta... en ekki bara það að allir ákveða einhverja ákveðna leið og hafa þær jafnvel mismunandi milli manna og bifreiða.

Author:  olinn [ Wed 19. Dec 2012 00:18 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Viggóhelgi wrote:
Ég hef fengið neitun á þeim forsendum að bifreiðin gæti verið notuð sem ferðabíll.

Mér þykir það einkennilegt að það sé ekki bara ein gegnumgangandi regla fyrir þetta... en ekki bara það að allir ákveða einhverja ákveðna leið og hafa þær jafnvel mismunandi milli manna og bifreiða.


Einmitt, ætti ekki að vera erfitt að vinna mál þar sem mönnum er mismunað svona.
Hvort sem bíllinn er corolla eða einhver ford drusla þá eru þeir báðir fornbílar.

Author:  maggib [ Wed 19. Dec 2012 08:07 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

ég fékk synjun á breyttum jeppa sem var orðinn 25 ára.
sem er náttúrulega bull.

síðan má vera með einhvern muscle car þar sem ekkert er original nema
yfirbygging og innrétting skráðan sem fornbíl... ætti það þá ekki líka
að teljast breytt bifreið og fá synjun...?

Author:  srr [ Wed 19. Dec 2012 08:14 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

Mér finnst þetta hafa verið meira svona geðþóttarákvörðun hvers og eins starfsmanns hjá Umferðarstofu frekar en einhverjum reglum sem er verið að fylgja :D

Author:  JBV [ Wed 19. Dec 2012 23:33 ]
Post subject:  Re: Fornbílar !

http://www.fornbill.is/starf/vordur.html

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/