bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Rauði viperinn seldur á 2milljónir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5899
Page 1 of 2

Author:  Spiderman [ Sat 08. May 2004 14:45 ]
Post subject:  Rauði viperinn seldur á 2milljónir

Rauði Viperinn(BEG4IT) var á Vökuuppboðinu í dag og fór á 2 milljónir :shock: Reyndar var búið að hirða fullt af hlutum af bílnum, en það var einhver nánungi sem stóð hjá bílnum og var að reyna að selja þá.

Image

Author:  ses [ Sat 08. May 2004 15:18 ]
Post subject: 

hirða hluti af bílnum?

Eins og hvað? :(

Author:  Spiderman [ Sat 08. May 2004 15:24 ]
Post subject: 

Það var bara búið að taka bodyhluti, gaurinn hefur vitað að hann myndi missa bílinn og hefur ætlað að reyna að fá meira út úr honum. Það vantaði húdd, skottlok, blæju og ljós og ef til vill líka tölvukubb. Gaurinn sem á hlutina var þarna og var að reyna að selja þá með bílnum. Að öðru leyti virtist bíllinn í góðu standi. Ég held að maðurinn sem keypti bílinn hafi gert reyfarakaup, hann kemur bílnum örugglega á götuna fyrir 2,5-3 sem er svolítið annað en ásetta verðið á bílnum sem er 7,2(reyndar gömul skráning)

Author:  Thrullerinn [ Sat 08. May 2004 15:41 ]
Post subject: 

Kíkti á gripinn, frekar illa farinn, búinn að standa lengi (úti) mikið ryð í
boltum og skrúfum. Dapurlegt að sjá svona græju rykfalla í drullu..
Ekki tjónaður, (reyndar kom til landsins tjónaður eins og allir hini) bara
vantaði allskonar dót á hann.

Sá sem keypti hann tók mikla áhættu, vægast sagt..

Author:  Djofullinn [ Sat 08. May 2004 15:48 ]
Post subject: 

Og gaurinn GAF dóttur sinni bílinn á Vöku uppboðinu!!!!!!!! Mig langar í svona pabba!

Author:  Spiderman [ Sat 08. May 2004 15:53 ]
Post subject: 

Ég held að þetta hafi verið plott, það hefur verið í fínu lagi með þennan bíl. Ég sá einu sinni nánunga kaupa hjól þarna á 200 þúsund kall, engin hafði áhuga á þessu enda var hjólið bara varahlutahaugur, gaurinn hafði bara komið um morgunin og skrúfað hjólið í sundur, svo það liti verr út, eftir hálftíma bras, keyrði hann hjólið út í perfect ástandi, hlutina hafði hann bara troðið bak við eitthvað drasl í salnum.

Author:  Leikmaður [ Sat 08. May 2004 16:38 ]
Post subject: 

...Fjandinn!!! Maður gleymir alltaf þessum uppboðum....
...aðeins off topic, en voru einhverjir fleiri ,,skemmtilegir bílar" ???

Author:  Spiderman [ Sat 08. May 2004 16:41 ]
Post subject: 

Leikmaður wrote:
...Fjandinn!!! Maður gleymir alltaf þessum uppboðum....
...aðeins off topic, en voru einhverjir fleiri ,,skemmtilegir bílar" ???


Nei bara rusl, einn GTI Golf 2002 módel og Túrbó Passat sem reyndist svo eitthvað bilaður.

Author:  jens [ Sat 08. May 2004 16:44 ]
Post subject: 

Félagi minn sem var á uppboðinu og keypti Hilux DC sagði að Viperinn hefði staðið inni i gripahúsi og að gaurinn sem var að selja boddy hlutina væri að tala um svimandi tölur fyrir draslið, einhverjar millur... :wink: en sel það ekki dýrara en ég keypti það svo þið megið eiga það..

Author:  Spiderman [ Sat 08. May 2004 16:53 ]
Post subject: 

jens wrote:
Félagi minn sem var á uppboðinu og keypti Hilux DC sagði að Viperinn hefði staðið inni i gripahúsi og að gaurinn sem var að selja boddy hlutina væri að tala um svimandi tölur fyrir draslið, einhverjar millur... :wink: en sel það ekki dýrara en ég keypti það svo þið megið eiga það..


Eigandinn af bílnum var sonur eiganda kjúklingabúsins Móa, þannig bíllinn var allur út í hænsnaskít 8) En þessi náungi getur gleymt þessum tölum ef hann vill ekki sitja uppi með þessa hluti inní skúr hjá sér. Þetta kemur svo sem ekkert á óvart, hann hringir vælandi eftir nokkra mánuði og bíður þetta á réttu verði, annars er ekkert annað í stöðunni en kaupa þetta bara notað frá USA.

Author:  jens [ Sat 08. May 2004 17:10 ]
Post subject: 

Rétt, ég kunni ekki við að segja að Viperinn hefði verið í kjúklingabúinu, og það er líka rétt að það kaupir enginn þessa hluti á einhverju rugl verði.

Author:  Thrullerinn [ Sat 08. May 2004 19:18 ]
Post subject: 

Spiderman wrote:
Leikmaður wrote:
...Fjandinn!!! Maður gleymir alltaf þessum uppboðum....
...aðeins off topic, en voru einhverjir fleiri ,,skemmtilegir bílar" ???


Nei bara rusl, einn GTI Golf 2002 módel og Túrbó Passat sem reyndist svo eitthvað bilaður.


Það var nýlegur Bens með öllu þarna í horninu... Síðan var nottlega haugur
af rusli eins og venjan er á þessum uppboðum.

Author:  Djofullinn [ Sat 08. May 2004 19:20 ]
Post subject: 

Einn 525ix Touring líka

Author:  gunnar [ Sat 08. May 2004 19:53 ]
Post subject: 

Gaurinn sem átti rauða bílinn ók einu sinni á mig.. Ég vann við að reisa kjúklingabúið upp í mosó, og var að taka til á planinu, labbaði fram fyrir vegg og bommm.. keyrði á mig, ekkert hratt en samt kom smá beygla í húddið :roll:

Author:  flamatron [ Sat 08. May 2004 21:04 ]
Post subject: 

Er þetta ekki gaur úr mosó sem á þetta, búinn að vera í felum LENGI, vegna þess að hann færi á vöku uppoð..(sem er þá búið að gerast), maður sá hann mjög sjaldan.!! En flottur. :) :!:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/