bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

F1 Austin
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=58919
Page 1 of 2

Author:  Alpina [ Sun 18. Nov 2012 20:54 ]
Post subject:  F1 Austin

Jæja,, hvernig fannst mönnum þetta?
Að mínu mati ein skemmtilegasta braut EVER,,,
þvílíkt af framúrakstri 8) :thup:

Author:  Grétar G. [ Sun 18. Nov 2012 21:57 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Rosalega skemmtileg keppni !

Skemmtilegt fannst mér líka hve sleip brautin var og sjá ökumenn aðeins þurfa hafa fyrir því að fara í gegnum margar beygjurnar.

Mikið af frammúrakstri og þvílíkt hvað opnun á vængnum skaut mörgum frammúr og líka í fyrstu beygjunni þegar menn voru að taka sitthvora línuna með misgóðum árangri

Author:  Einarsss [ Sun 18. Nov 2012 23:06 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Virkilega góð keppni og skemmtileg braut :)

Author:  Alpina [ Sun 18. Nov 2012 23:12 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Grétar G. wrote:
Rosalega skemmtileg keppni !

Skemmtilegt fannst mér líka hve sleip brautin var og sjá ökumenn aðeins þurfa hafa fyrir því að fara í gegnum margar beygjurnar.

Mikið af frammúrakstri og þvílíkt hvað opnun á vængnum skaut mörgum frammúr og líka í fyrstu beygjunni þegar menn voru að taka sitthvora línuna með misgóðum árangri


ÞOKKALEGA :shock: :shock:

Author:  Giz [ Mon 19. Nov 2012 10:56 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Sammála, meiriháttar alveg. Og að þetta sé Tilke hönnuð braut gerir þetta enn magnaðara... Breið og skemmtileg, samansafn af flestum frægu beygjum í sögunni á einum stað sýndist manni.

Fannst þó framúraksturinn hjá Button bestur, man ekki á móti hverjum, ekki Skósmiðnum þó, í einhverri krappri vinstri beygju.

Author:  fart [ Mon 19. Nov 2012 12:03 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Skósmiðurinn var aaaaaalveg lost í þessari keppni..

En góð keppni samt, þrátt fyrir að hún Hamliton hafi unnið.

Author:  Alpina [ Mon 19. Nov 2012 19:40 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

BARA sáttur að L.H. vann

Author:  Giz [ Mon 19. Nov 2012 21:14 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Alpina wrote:
BARA sáttur að L.H. vann


Alveg, amk fremur en "finger boy" Vettel :) svona fyrst Raggi var varla á skrifstofunni...

Author:  bimmer [ Mon 19. Nov 2012 22:20 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Hvað fannst mönnum um ráslínuendurröðun Ferrari????

Author:  HK RACING [ Mon 19. Nov 2012 22:28 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

bimmer wrote:
Hvað fannst mönnum um ráslínuendurröðun Ferrari????


Reglurnar leyfa þetta svo mér fannst þetta í lagi þó ég sé ekki hliðhollur Ferrari að neinu leyti,ég er og hef alltaf verið Button maður frá því hann byrjaði og var mjög sáttur að sjá hann vinna sig uppúr 16 sæti og uppí það fimmta með flottri keyrslu og fullt af framúrökstrum,flott keppni og gaman að sjá menn aðeins þurfa að berjast við bílana vegna þess hversu sleip brautin var...

Author:  fart [ Tue 20. Nov 2012 08:26 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Reglurnar leyfa þetta svosem,, samt sucker punch.

Ferrari er vel þekkt fyrir súrar team-orders.

Massa sagði líka að það væri erfitt að finna replacement ökumann fyrir hann hjá Ferrari.. líklega meinar hann að það væru ekki jafn margir sem myntu láta taka sig jafn oft í rassgatið og hann.

það var greinilegt að Kimi og Vettel voru ekkert sérstaklega friendly við Alonzo strax eftir keppni. Mig grunar að svona lagað valdi mega spennu milli ökumanna, enda aldrei gaman þegar einhver er í súkkulaðikleinuleik.

Author:  Ívarbj [ Tue 20. Nov 2012 14:32 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Hvernig virkar þetta með vænginn.

Hvenær má opna hann og hvenær ekki?

Author:  fart [ Tue 20. Nov 2012 15:25 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Ívarbj wrote:
Hvernig virkar þetta með vænginn.

Hvenær má opna hann og hvenær ekki?

á þartilgerðum DRS-Enabled svæðum ef þú ert innan við 1sek frá bílnum á undan þegar farið er yfir DRS Detection Zone (strik á brautinni). Þessi svæði eru 1 til 2, fer eftir keppninni.

DRS er leyft af keppnisstjóra eftir 2. heila hringi í keppninni nema þegar það er mikið um gul flögg eða öryggisbíll er úti.

Author:  Grétar G. [ Tue 20. Nov 2012 18:24 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Algjör snilld, svekkjandi oft fyrir fremri ökumanninn :D Þeir ná yfir 10+ km/klst hraðar með þessu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Drag_reduction_system

Image

Hvernig er samt reglurnar um að verja sig gegn frammúrakstri ?
Er þær ekki eitthvað á þá leið að t.d mátt verja þig til vinstri og ef hinn fer þá til hægri máttu ekki loka og verður að halda þinni línu ? Er ég í bullinu ?

Author:  HK RACING [ Tue 20. Nov 2012 18:43 ]
Post subject:  Re: F1 Austin

Grétar G. wrote:
Algjör snilld, svekkjandi oft fyrir fremri ökumanninn :D Þeir ná yfir 10+ km/klst hraðar með þessu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Drag_reduction_system

Image

Hvernig er samt reglurnar um að verja sig gegn frammúrakstri ?
Er þær ekki eitthvað á þá leið að t.d mátt verja þig til vinstri og ef hinn fer þá til hægri máttu ekki loka og verður að halda þinni línu ? Er ég í bullinu ?

Nei það er þannig,Vettel virti það ekki þegar Hamilton fór framúr en vældi svo í talstöðina yfir Hamilton....

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/