bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ræðum aðeins VW Touareg
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=58913
Page 1 of 3

Author:  Einsii [ Sun 18. Nov 2012 13:27 ]
Post subject:  Ræðum aðeins VW Touareg

Þegar þessir bílar komu á sínum tíma fóru þeir strax ofarlega á langar í listann minn, alls ekki svo ljótir, flott úrval af mótorum, stillanleg hæð á fjöðrun, praktískir og virtust haga sér þokkalega á veginum.
En svo hef ég varla heyrt eina góða sögu af því að eiga og reka svona bíl.
Ég man eftir að fyrverandi eigendur Greifanns á Akureyri fengu sér allir svona bíla þegar þeir fyrstu (bókstaflega fyrstu #1) komu af færibandinu og voru svo meira og minna með þá í einhverskonar viðgerðum þangað til þeir gáfust upp og skiptu í annarsskonar jeppa.

Hafa kraftsmenn einhverja reynslu af þessum bílum? Þeir eru á það flottum verðum í dag að maður getur ekki annað en velt þessu fyrir sér.

Og svo hinn, einhverjar pælingar um Porsche Cayenne?

Author:  Einsii [ Sun 18. Nov 2012 13:39 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Og annað svona Side-topic.
Meðalakstur notaðra bíla á sölum. Hefur hann ekki hækkað alveg svakalega síðustu ár?
Eru þetta afleiðingar "kreppunar" eða eru bílar einfaldlega betri og farnir að duga lengur?

Author:  Jökull [ Sun 18. Nov 2012 14:15 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Ég var með svona Touareg í nokkra mánuði, alveg klettþungur í sölu :| þetta var 2004 V6 bíll sem ég náði aldrei niður fyrir 15.5L á 100 hérna í bænum, hann var ekinn 108 þús og var komið að því að skipta um tímakeðju og allt sem fylgir :? sem er btw aftan á vélinni og kostar um 400-500 þús að gera á verkstæði.
mjög gott að keyra þetta og allt það, virkaði allt í honum og svona reyndar eftir að ég skipti um alla rúðuupphalarana..... en reksturinn á þessu er ekki þess virði miðað við bílinn, kostar einhvern 120.000 kall að skipta um vökva á skiptingunni t.d
Lenti líka í því sem er algengt á þeim að drainið fyrir regvatnið sem rennur niður úr hvalbak stíflaðist og lak alltaf ef það fylltist inní bíll og undir teppið, var lengi að finna þetta og endalaust að berjast við raka í bílnum...

var með bílinn á sölu frá því í des 2011 ásett 2.590.000 en endaði á því til að losna við bílinn með því að skipta honum á fellihýsi í júní og fékk á endanum c.a 1.500.000kall fyrir hann sem er btw sanngjarnt miðað við að það átti en eftir að skipta um keðjuna.

Held að eina vitið af maður vill eiga svona bíl er að fá sér Dísel Touareg, en þá er hann líka að kosta svona 3.500.000kr

Porsche Cayenne eru allveg fínir ef maður finnur góðann bíl sem er vel með farinn, en alls ekki kaupa V6 Cayenne hann notar sömu vél og minn en er aflmeiri og bilar meira ótrulegt en satt.

Author:  Thrullerinn [ Sun 18. Nov 2012 17:55 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Góður póstur Jökull.

Author:  Wolf [ Sun 18. Nov 2012 21:09 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Tengdó keyptu svona R5 2.5d nýjan 2004 og við höfum verið þónokkuð á honum.

Þetta er ekkert mikið meira en svona rétt ok,,, mér fynnst allavega mjög boring að keyra hann.
alveg grút máttlaus, þunglamalegur, allt of létt stýri og bara mjög boring handling.

Þetta étur dekk fyrir allan peninginn og svo er auðvitað endalaust vw pillerí, fer ekki í gang af því að spjaldloku húsið stíflast (oft) og þar fram eftir götunum.

Fyrir utan þetta fynnst mér drif getan varla til staðar, en það er kanski bara af því að þetta er svo fljótt að éta dekkinn.

Frændfólk okkar keypti á sama tíma US 3.6 bensín bíl, það var ennþá meira FAIL en þessi bíll, endust á honum í ár eða svo og fengu sér svo krúser....

Author:  Grétar G. [ Sun 18. Nov 2012 21:55 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Haha aldrei heyrt margt jákvætt um þessa bíla...

Author:  Jökull [ Sun 18. Nov 2012 22:09 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Ég tók áhættu og keypti minn af VÍS eftir að hafa blotnað aðeins, fann svo seinna nokkrar myndir af honum útí vatninu á usb lykli sem voru á bíllyklunum :)

Image

Og rétt áður en ég seldi hann leit hann svona út.
Setti undir hann 19tommu sem breytti öllu við bílinn, fyndið samt að það var aldrei neitt að honum sem tengdist tjóninu nema það að þurrka hann :roll:

Image

"OK" bíll en ég mæli ekki með þeim við nokkurn mann eða konu :wink:

Author:  gunnar [ Sun 18. Nov 2012 22:12 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Hahahaha

Author:  ömmudriver [ Sun 18. Nov 2012 22:13 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Ég leyfi mér að segja að þetta sé ástæðan fyrir þungri sölu :)

Author:  ///M [ Sun 18. Nov 2012 22:20 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Kannski ástæðan fyrir rakanum :lol2:

Author:  Jökull [ Sun 18. Nov 2012 22:33 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Jájá hlægið bara eins og þið viljið.... :lol:

Author:  Leikmaður [ Sun 18. Nov 2012 22:56 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Ég eignaðist svona bíl í byrjun sumars. V6 2003 ekinn 110 þús.

Ég var drullusmeykur við að eignast svona bíl einmitt vegna afar misgóðra sagna af þeim. Það eru þó menn til sem bera þeim góða söguna :)

Um var að ræða umboðsbíl, sem var alger forsenda hjá mér, og gat ég því tekið gott background check á bílnum hjá félaga mínum sem vinnur hjá Heklu. Hann gaf grænt ljós á bílinn - þ.e. ekkert ,,óvanalegt" sem hafði komið upp á fyrir utan einn ABS heila sem skipt hafði verið um. Annars var bíllinn með góða þjónustusögu og allt það. Hekla hafði einnig átt bílinn fyrir ekki svo löngu og því tekin í allsherjartékk, sem hann slapp í gegnum.

Nú er ég búinn að keyra bílinn um 5.000 km. og hann hefur ekki slegið feilpúst. Ótrúlega þéttur og góður og fer virkilega vel með mann út á vegi. Það er reyndar alveg rétt að þetta er ekkert kraftmikið miðað við eyðslu, en hann stendur í 15,4 hjá mér í nánast pjúra innanbæjarakstri (svosem ekki mikið meira en ssk. Rav4). Svo finnst mér þessir bílar reffilegir í útliti, sérstaklega ef þeir eru á 18 tommunni o.s.frv. Ég hafði mikið varann á varðandi bílinn, spyrjandi út í einmitt tímakeðju, ventlabox í sjálfskiptingu o.s.frv. sem virðist hafa verið að fara í þessum bílum, en fróðari menn svarað um hæl að þetta eigi ekki að fara og ef bíllinn hafi fengið gott viðhald, smur o.s.frv. þá eigi þetta ekkert að klikka - það haldist oftar en ekki í hendur á þessum bílum.

Það er alveg ótrúlega mikið af þessum bílum til - voru gríðarlega vinsælir þegar þeir komu + mikið búið að flytja inn af US búðingum. Held að menn láti hátt í sér heyra þegar e-ð bilar og klikkar, en þeir sem eiga bíla sem eru alveg til friðs, þeir eru kannski ekki að blása út um ágæti bílanna.

Aaaallavega. Ef maður lendir á góðu eintaki, þá held ég að þetta séu hellings bílar fyrir peninginn. Flottir ,,lúxus" jepplingar 2003/2004, eknir rétt yfir 100, á ekki meira en 1,5 milljón. Menn fá ekki betri díl í sambærilegum bílum, ekki nema menn vilji fara í Rav4 gelding :)

Annars er minn bíll til sölu á góðu verði :D

Author:  Jökull [ Sun 18. Nov 2012 23:14 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Leikmaður wrote:
Ég eignaðist svona bíl í byrjun sumars. V6 2003 ekinn 110 þús.

Ég var drullusmeykur við að eignast svona bíl einmitt vegna afar misgóðra sagna af þeim. Það eru þó menn til sem bera þeim góða söguna :)

Um var að ræða umboðsbíl, sem var alger forsenda hjá mér, og gat ég því tekið gott background check á bílnum hjá félaga mínum sem vinnur hjá Heklu. Hann gaf grænt ljós á bílinn - þ.e. ekkert ,,óvanalegt" sem hafði komið upp á fyrir utan einn ABS heila sem skipt hafði verið um. Annars var bíllinn með góða þjónustusögu og allt það. Hekla hafði einnig átt bílinn fyrir ekki svo löngu og því tekin í allsherjartékk, sem hann slapp í gegnum.

Nú er ég búinn að keyra bílinn um 5.000 km. og hann hefur ekki slegið feilpúst. Ótrúlega þéttur og góður og fer virkilega vel með mann út á vegi. Það er reyndar alveg rétt að þetta er ekkert kraftmikið miðað við eyðslu, en hann stendur í 15,4 hjá mér í nánast pjúra innanbæjarakstri (svosem ekki mikið meira en ssk. Rav4). Svo finnst mér þessir bílar reffilegir í útliti, sérstaklega ef þeir eru á 18 tommunni o.s.frv. Ég hafði mikið varann á varðandi bílinn, spyrjandi út í einmitt tímakeðju, ventlabox í sjálfskiptingu o.s.frv. sem virðist hafa verið að fara í þessum bílum, en fróðari menn svarað um hæl að þetta eigi ekki að fara og ef bíllinn hafi fengið gott viðhald, smur o.s.frv. þá eigi þetta ekkert að klikka - það haldist oftar en ekki í hendur á þessum bílum.

Það er alveg ótrúlega mikið af þessum bílum til - voru gríðarlega vinsælir þegar þeir komu + mikið búið að flytja inn af US búðingum. Held að menn láti hátt í sér heyra þegar e-ð bilar og klikkar, en þeir sem eiga bíla sem eru alveg til friðs, þeir eru kannski ekki að blása út um ágæti bílanna.

Aaaallavega. Ef maður lendir á góðu eintaki, þá held ég að þetta séu hellings bílar fyrir peninginn. Flottir ,,lúxus" jepplingar 2003/2004, eknir rétt yfir 100, á ekki meira en 1,5 milljón. Menn fá ekki betri díl í sambærilegum bílum, ekki nema menn vilji fara í Rav4 gelding :)

Annars er minn bíll til sölu á góðu verði :D


:thup:

Author:  . [ Sun 18. Nov 2012 23:17 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

fínir bílar enn það er svosem ekkert ókeypis að reka þá, dýrir varahlutir og ýmsir fæðingargallar sem þarf að laga t.d drifskaft og rafmagspillerí tengt fjórhjóladrifinu og einhverrahluta vegna eru rafgeymar eitthvað sem þarf að endurnýja árlega.

Author:  Einsii [ Mon 19. Nov 2012 15:28 ]
Post subject:  Re: Ræðum aðeins VW Touareg

Einhvernvegin langar mig ekkert meira í svona bíl eftir sögurnar hér inni. :)

Þetta er sennilega einfaldlega þannig að ef maður hefur ekki efni á 2007-8 eða nýrri þá hefur maður ekki efni á að eiga þetta.

En hafa menn enga skoðun á hinu, með mikinn akstur á notuðum bílum.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/