Ég eignaðist svona bíl í byrjun sumars. V6 2003 ekinn 110 þús.
Ég var drullusmeykur við að eignast svona bíl einmitt vegna afar misgóðra sagna af þeim. Það eru þó menn til sem bera þeim góða söguna

Um var að ræða umboðsbíl, sem var alger forsenda hjá mér, og gat ég því tekið gott background check á bílnum hjá félaga mínum sem vinnur hjá Heklu. Hann gaf grænt ljós á bílinn - þ.e. ekkert ,,óvanalegt" sem hafði komið upp á fyrir utan einn ABS heila sem skipt hafði verið um. Annars var bíllinn með góða þjónustusögu og allt það. Hekla hafði einnig átt bílinn fyrir ekki svo löngu og því tekin í allsherjartékk, sem hann slapp í gegnum.
Nú er ég búinn að keyra bílinn um 5.000 km. og hann hefur ekki slegið feilpúst. Ótrúlega þéttur og góður og fer virkilega vel með mann út á vegi. Það er reyndar alveg rétt að þetta er ekkert kraftmikið miðað við eyðslu, en hann stendur í 15,4 hjá mér í nánast pjúra innanbæjarakstri (svosem ekki mikið meira en ssk. Rav4). Svo finnst mér þessir bílar reffilegir í útliti, sérstaklega ef þeir eru á 18 tommunni o.s.frv. Ég hafði mikið varann á varðandi bílinn, spyrjandi út í einmitt tímakeðju, ventlabox í sjálfskiptingu o.s.frv. sem virðist hafa verið að fara í þessum bílum, en fróðari menn svarað um hæl að þetta eigi ekki að fara og ef bíllinn hafi fengið gott viðhald, smur o.s.frv. þá eigi þetta ekkert að klikka - það haldist oftar en ekki í hendur á þessum bílum.
Það er alveg ótrúlega mikið af þessum bílum til - voru gríðarlega vinsælir þegar þeir komu + mikið búið að flytja inn af US búðingum. Held að menn láti hátt í sér heyra þegar e-ð bilar og klikkar, en þeir sem eiga bíla sem eru alveg til friðs, þeir eru kannski ekki að blása út um ágæti bílanna.
Aaaallavega. Ef maður lendir á góðu eintaki, þá held ég að þetta séu hellings bílar fyrir peninginn. Flottir ,,lúxus" jepplingar 2003/2004, eknir rétt yfir 100, á ekki meira en 1,5 milljón. Menn fá ekki betri díl í sambærilegum bílum, ekki nema menn vilji fara í Rav4 gelding

Annars er minn bíll til sölu á góðu verði
