bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
VW polo 2011 reynsla ? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=58761 |
Page 1 of 1 |
Author: | Steinieini [ Tue 06. Nov 2012 10:30 ] |
Post subject: | VW polo 2011 reynsla ? |
Sælir Það er verið að skoða Polo 2011 á heimilið Prófuðum dísel og hann er grófur og trukkahljóð en togar skemmtilega náttúrulega. 1.4 bensín bíllinn er talsvert dýrari en 1.2 en þar fær maður 4 cyl bíl og skemmtilegri mótor held ég Hafa einhverjir heyrt af eða hafa sjálfir reynslu af bilunum og öðru sem tengist eign á þessum bílum? Sjálfum finnst mér finnst nýjasta boddýið flottara og allt annað en fyrrverarnir. Þeir lofa eyðslu upp á 5.4/100 hjá heklu en á netinu sér maður víða 4.6/100 TDI fyrir TDI bílinn og 4.7/100 fyrir 1.2 bensín, sem er svakalega lítill munur... |
Author: | JonFreyr [ Tue 06. Nov 2012 18:04 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
Myndi taka 1,6 TDi alveg hiklaust. Skemmtilegur mótor sem togar skemmtilega og eyðslan er mjög lítil. |
Author: | Lindemann [ Tue 06. Nov 2012 23:15 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
Myndi alls ekki fara í minnstu bensínvélina.... mín reynsla er sú allavega að svoleiðis vélar eyða mun meira en stærri vélarnar ef maður keyrir eðlilega og skila sér mun minna áfram |
Author: | Jónas [ Wed 07. Nov 2012 09:38 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
Systir kærustunnar var að kaupa einn svona (2011 held ég) og hún er afskaplega ánægð. |
Author: | Axel Jóhann [ Wed 07. Nov 2012 13:35 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
3cyl bensínvélin hefur líka verið til vandræða, heddin hafa verið að fara í þeim(brenna ventlar) og Stimpilhringir hafa verið að gefa sig. Hiklaust að taka dísel bílinn! |
Author: | Bartek [ Wed 07. Nov 2012 14:14 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
Rusll!!!! á svona i bilaleigu og hérna kom eg á þvi chevrolet er ekki það versta ![]() |
Author: | Eggert [ Wed 07. Nov 2012 17:08 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
Vinur minn á svona 1200 bíl sem er að eyða um 6.5... það er beinskiptur bíll. Myndi taka öllum tölum undir því með fyrirvara. |
Author: | Giz [ Wed 07. Nov 2012 20:15 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
Nú veit ég ekki hvort þú ert að spá í 1.6 tdi vélina, en ef svo er, er ég með þannig í Audi A3 Sportback, 2011, 5 gíra bíl. Hef átt síðan nýjann eða rúm 2 ár, ekinn um 15000 km. Hann er að eyða steddí um 5 lítrum, sama hvort um er að ræða innan- eða utanbæjar, vantar 6. gírinn utanbæjar. Ágætis vél, þannig, óttalegur traktor samt, en start-stop dótið sleppir manni við að hlusta á þetta á ljósum etc. Fínn bíll sem daily, spennandi er það hinsvegar ekki, Audi-inn það er. |
Author: | Steinieini [ Wed 07. Nov 2012 21:25 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
1.2 bensín varð fyrir valinu, 1.4 comfortline bílarnir hefðu verið ákjósanlegri en voru talsvert dýrari.. kemur í ljós hvernig þetta reynist, gott að keyra hann og 3 cyl mótorinn hljómar eins og hann gæti verið 350 hestöfl ![]() |
Author: | Wolf [ Thu 08. Nov 2012 21:23 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
"samhryggist"...... |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 10. Nov 2012 17:53 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
Polo-ar eru mjög fínir bílar Væri til í nýjasta Poloinn sem daily ![]() |
Author: | ömmudriver [ Sat 10. Nov 2012 18:01 ] |
Post subject: | Re: VW polo 2011 reynsla ? |
Jón Ragnar wrote: Polo-ar eru mjög fínir bílar Væri til í nýjasta Poloinn sem daily ![]() Nýji Poloinn er fyrsti Poloinn sem mér finnst flottur og ég var með svona Polo bílaleigubíl síðasta vetur á meðan Sjöan mín var á sprautuverkstæði. Hann þægilegur í akstri en eyddi alltof miklu bensíni og ef ég hefði hnerrað þá hefði bíllinn sprungið ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |