bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Golf GTI...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5867
Page 1 of 2

Author:  Chrome [ Thu 06. May 2004 18:22 ]
Post subject:  Golf GTI...

sælir...ég var að heyra af Golf Gti turbo í dag sem ég get fengið á 60. þús út og svo er það bara 23. þús á mánuði...bíllin er sumsé þessi basic golf 1800 turb0 Gti og er árg 2000 ekinn 88. þús...er eitthvað vit í þessu dæmi?

Author:  Benzari [ Thu 06. May 2004 18:54 ]
Post subject: 

Ekki ef það er þessi fjólublái :twisted: :twisted:

Author:  Chrome [ Thu 06. May 2004 18:56 ]
Post subject: 

ekki séns þetta er stock og viti menn hann er sennilega ekki Turbo...

Author:  Jón Þór [ Thu 06. May 2004 19:14 ]
Post subject: 

Þá er þetta varla GTI. :D

Author:  Chrome [ Thu 06. May 2004 20:37 ]
Post subject: 

jújú þetta er Gti en mér var sagt það um daginn að sumir þeirra hefðu ekki komið turbo :) veit ekkert hvað er til í því en þetta er allavega Gti e-bíll hvernig sem turbo eða ekki líður ;) hehe en hvað segiði einhver hér sem hefur einhverja reynslu af þessum bílum og getur gefið smá "info"? :D

Author:  Kristjan [ Thu 06. May 2004 20:51 ]
Post subject: 

Golf GTI IV var einungis fáanlegur með túrbó hér á landi.

Author:  Chrome [ Thu 06. May 2004 20:58 ]
Post subject: 

Töff :D en er eitthvað varið í þessi tæki?

Author:  Kristjan [ Thu 06. May 2004 21:01 ]
Post subject: 

150 hestöfl en svolítil hlussa... ég spyrnti nokkrum sinnum við IV GTI á mínum 115 hestafla III N/A GTI og það var nú enginn svakalegur munur á okkur en hann tók mig samt alltaf.

Author:  gstuning [ Thu 06. May 2004 22:22 ]
Post subject: 

Mótorinn er bara skömm í raun

150hö og 2lítrar er mjög skiljanlegt en svo kemur túrbo líka hvar er powerið???
VW eru núna í því að smíða eilífðar vélar,,

Svo mótor getur léttilega smellt út 250hö
þarf bara að skipta um túrbínu,, T3 stærð væri flott

Author:  moog [ Thu 06. May 2004 22:58 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Mótorinn er bara skömm í raun

150hö og 2lítrar er mjög skiljanlegt en svo kemur túrbo líka hvar er powerið???
VW eru núna í því að smíða eilífðar vélar,,

Svo mótor getur léttilega smellt út 250hö
þarf bara að skipta um túrbínu,, T3 stærð væri flott


Er Golf IV Gti ekki með 1800 turbo vél sem skilar 150 hö.???

Author:  Chrome [ Thu 06. May 2004 23:00 ]
Post subject: 

jú það passar betur ;) en þeir eru til 2 lítra líka, voru ekki fluttir inn eru samt til einn eða tveir að ég held :D svo er líka til að ég held reyndar bara einn sem er 2,8 en ekkert turbo... :D

Author:  Kull [ Thu 06. May 2004 23:39 ]
Post subject: 

Eftir því sem ég best veit voru MK3 Golf GTi með 2.0L 8v vél sem var 115 hestöfl, einnig voru til 2.0L 16v bílar sem voru 150 hestöfl. Síðan var til VR6 sem var með 2.8L vél og var 175 hestöfl.

MK4 Golf GTi var með 1.8L turbo vél sem var 150 hestöfl en var síðan hækkað uppí 180 hestöfl held ég. Það voru líka til V6 og R32.

Author:  Leikmaður [ Fri 07. May 2004 00:25 ]
Post subject: 

...félagi minn á svona GTI (túrbó) Golf og hann kemur mér eiginlega bara skemmtilega á óvart...
...Jájá hann er enginn þota en skilar sínu mjög vel, síðan er hann mjög rúmgóður, geggjuð sæti, fínasta fjöðrun, skemmtilegt hljóð í honum og vel einangraður :)

Author:  jonthor [ Fri 07. May 2004 07:25 ]
Post subject: 

180 og 150 helstafla vélarnar eru sama vélin með mism kubb frá framleiðanda. Allir Golf IV GTI innfluttir af umboði eru Turbo. Meira að segja er til 220 hestafla útgáfa af þessari sömu vél, en þá er reyndar eitthvað búið að styrkja í vélarrýminu.

Ég átti 1600 highline bílinn í 3 ár og var mjög ánægður. Í alla staði mjög góður bíll, nema að hann var með 1600 vél. Hef heyrt og lesið að GTI bíllinn sé mjög skemmtilegur og auðvelt að næla sér í smá auka kraft með kubb.

Myndi hiklaust mæla með svona bíl. Það eina sem ég var ósáttur við var eyðslan. Hann stóð í um 11-11,5 hjá mér á sumrin og 12-12,5 á veturna í innanbæjarakstri og ég er ekki með þungan fót. Hef reyndar heyrt mismunandi sögur af eyðslunni. En ég ók þessum bíl í 3 ár og þetta var eyðslan sem aksturstölvan gaf upp! Veit ekki hvernig eyðslan er í GTI.

Author:  íbbi_ [ Sat 08. May 2004 15:51 ]
Post subject: 

ég hef keyrt sona gti bíl, fínt að keyra hann. og þéttur og skemmtilegur alveg en mér finnst þeir alveg grútmáttlausir..

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/