bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
2 góðar gamlingja skrýtlur :) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5832 |
Page 1 of 1 |
Author: | Chrome [ Tue 04. May 2004 23:03 ] |
Post subject: | 2 góðar gamlingja skrýtlur :) |
Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan BMW til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin. Hmrmff... þeir ná mér aldrei á BMW og hann gaf í... og gaf aftur í .. Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að mér?" ...hægði á og keyrði út í vegarkantinn. Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn: "Þetta hefur verið langur vinnudagur" sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn" Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks: "Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var skal ég segja þér svo hræddur um að þú værir að skila henni" "Góða helgi" sagði löggan .................................................................................................................................. Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt. Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla. Hún segir: " Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina á mér þegar við fórum að sofa" Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný. Nokkru seinna segir konan; "Svo varstu vanur að kyssa mig" Svoldið pirraður beygði hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina konu sinni sneri svo bakinu í hana og reyndi enn á ný að sofna. Mínútu seinna segir hún; "...og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann..." Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og æddi fram á bað. "Hvert ertu að fara?" spyr hún. " Nú, að ná í tennurnar!!!" |
Author: | Alpina [ Tue 04. May 2004 23:23 ] |
Post subject: | |
Virkilega gott ![]() ![]() |
Author: | Jss [ Tue 04. May 2004 23:48 ] |
Post subject: | |
Alpina wrote: Virkilega gott
![]() ![]() Tek undir það, sá efri að vísu ![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |