bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 12:06

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: Asian Bride...
PostPosted: Tue 04. May 2004 07:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Jón bóndi í Útnára hafði aldrei verið giftur, en var í gær að fá til sín eina Tælenska úr póstlistanum "Einn með Öllu". Hann veit ekki alveg hvernig
hann á að umgangast dömuna og ákveður að hringja í póstlistann, en fyrir
slysni ruglast hann á símanúmerum og fær samband við tölvubúðina "Ein með Öllu".

Heyrum nú hvað þeim fór á milli.

Sölumaður (S)
Jón bóndi (J)

RING RING

S "Ein með öllu" góðan daginn,

J "Já, góðan daginn. Ég fékk hjá ykkkur "Eina" núna um daginn og ég er í helvítis brasi með hana. Ég kann bara ekkert á hana. Ég held að hún sé tælensk....."

S "Neiii.... Það getur ekki verið. Ef þú hefur fengið hana nýlega þá hlýtur hún að vera frá Kóreu. Hvað heitir hún annars?"

J "Hún heitir Híun Dæ, held ég. Hún var allavega með merki framan á sér sem á stóð Híun Dæ."

S "Já, Hyundai, það getur passað. En hvaða vandræði eru með hana?"

J "Ég er búin að vera að berjast við að reyna að koma henni af stað í allan dag en ekkert gengið."

S "Ertu búinn að taka hana úr umbúðunum?"

J "Já, já, hún stendur hérna alveg "nettó "fyrir framan mig og ég bara veit ekkert hvað ég á að gera næst."

S "Mér finnst nú alltaf best að hafa þær uppi á borði þegar ég nota þær annars þreytist maður svo fljótt í bakinu."

J "Jááá þú segir nokkuð. Ég skelli henni þá upp á borð!"

S "Gott, svo sestu framan við hana og athugar hvort hún sé orðin heit."

J "Ég er búin að þreifa aðeins á henni og hún er bara sæmilega volg víðast hvar..."

S "Hvernig týpa er þetta annars? 486?"

J "Tja- 6 og ekki 6...Það sem ég var með í huga var bara svona venjulegt sex allaveganna til að byrja með. Það er aldrei að vita hvað maður gerir svona seinna meir..."

J "Þú segir að hún sé orðin volg, já Þá skaltu grípa um músina, og færa hana rólega þangað til að "bendillinn" er kominn þangað sem þú vilt."

J "Grípa um músina? Er það nú ekki svolítið ruddalegt svona rétt á meðan við erum að kynnast?"

S "Nei, nei. Það er alveg nauðsynlegt að vera liðugur á músina þannig að þú fáir það sem þú vilt."

J "Jæja, það skal þá þannig vera, en heyrðu, það er allt fullt af hárum á músinni !"

S "Klikkaðu undir hana og blástu svo á hana. Það ætti að duga. Hvernig er annars minnið í henni?"

J "Tja, það hefur nú lítið reynt á það ennþá hún kom nú bara í gær"

S "Þú ert náttúrulega með harðan? Er það ekki?"

J "Harðan. Jú, og ég er búinn að vera með hann lengi. Loksins er ég búinn að fá eitthvað til að setja hann í! !"

S "Hvað er hann stór?"

J "Stór??? Hann er svona í góðu meðallagi!!!!"

S "O.K. gott, þeim mun stærri því meiru getur þú hlaðið á hann. Segðu mér annað, hvernig drif er á henni?"

J "Hvað meinar þú með drif??????"

S "Sérðu ekki rifu framan á henni? Það er drifið..."

J "Já, ég sé smá rifu en ég er vanur að kalla hana allt öðrum nöfnum."

S "Já, rifan er til þess að bæta í hana einu og öðru. Þú stingur bara floppinum inn og svo er það bara "run" og "enter"."


J "Run? Þarf það???? Ég er nú ekki með það stórt herbergi að ég geti verið að hlaupa mikið en ENTER það get ég!!!"

S "Svo veistu að þú getur tekið pásu hvenær sem er því að sá harði geymir allt saman eins lengi og þú vilt, nema náttúrulega að hún krassi á þig!"

J "Krassi á mig? Eiga þær það til líka? Ég get nú bara ekki hugsað þá hugsun til enda."

S "Ef hún krassar þá getur sá harði skemmst."

J "Það hlýtur að vera ósköp sárt!!!!"

S "Enn hvað ætlar þú að gera við hana? Í hvað ætlar þú að nota hana?"

J "Ég var nú aðallega að hugsa um að leika mér að henni meðan ég er að kynnast henni. Svo fer ég að nota hana í eitt og annað nytsamlegt."

S "Það er upplagt að láta hana sjá um bókhaldið. Það er um að gera að nýta möguleika hennar á öllum sviðum eins og maður getur."

J "Segðu mér eitt, er ekki óhætt að treysta þeim?"

S "Jú, jú, þær eru nokkuð öruggar."

J "Hvað finnst þér um hana? Heldur þú að hún sé ekki bara nokkuð góð? Hún Híun Dæ???"

S "Jú, ég er búinn að skoða þær margar, og þessi er örugglega þrælgóð.
Þú þarft náttúruleg að vita að þær úreldast fljótt. Þú kemur bara með hana niðureftir og uppfærir í eina nýja. Við tökum þá gömlu uppí!!"

J "Það er ekki að spyrja að því. Toppþjónusta sem þið veitið....."

S "Já, við leggjum okkur fram við að veita kúnnanum góða þjónustu. Margir skipta á svona tveggja ára fresti..."

J "Heyrðu, ég þakka þér bara kærlega fyrir hjálpina. Nú er ég tilbúinn til þess að hjóla í hana...."

S "Gott hjá þér, og ef þú lendir í frekari vandræðum þá skal ég koma á staðinn og hjálpa þér."

þessi stendur alltaf fyrir sínu ;) :lol:

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 04. May 2004 19:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Skemmtilega orðað :oops: :oops: :oops:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. May 2004 10:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
:lol: :rofl:

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. May 2004 13:06 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 03. May 2003 18:27
Posts: 834
Snilld, hrein snilld

_________________
XC 90 2005 V8 (frúarbíllinn)
Suzuki Hayabusa GSX1300R 1999
B3 biturbo 2008 #101 (on it's way)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. May 2004 13:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Þessi er alltaf jafn góður. :lol:

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. May 2004 14:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
looooooool :lol:

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 34 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group