bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ein skrítla hér!!! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5810 |
Page 1 of 1 |
Author: | Jonni s [ Mon 03. May 2004 19:34 ] |
Post subject: | Ein skrítla hér!!! |
Baldur hafði nýlega krækt sér í nýja kærustu og eins og manna er siður þá hafði hann þáð heimboð til foreldra hennar í mat. Baldur mætir stundvíslega, nýþveginn og strokinn til tengdó og er vísað til borðs. Baldur tyllti sér við hlið tengdamömmu og ætlaði heldur betur að mýkja hana með skjalli og fögrum fyrirheitum. Forrétturinn var nýbúinn þegar Baldur tekur eftir því að heimilishundurinn hafði skriðið undir borðið og lá makindalega við borðfæturnar. Allt í einu þarf Baldur svona heiftarlega að reka við, og verandi kurteis maður með eindæmum gat hann ekki hugsað sér að láta það gossa, Baldur herpir saman þjóhnappana og reynir að kvelja fretinn inn aftur, það tókst ekki betur en svo að kvikindið sleppur út um samanherptar rasskinnarnar með tilheyrandi hvell. Baldur eldroðnar en tengdamamman hvæsir á hundinn " Snati, komdu þér undan borðinu" hrópaði hún. Það hlakkaði í Baldri sem taldi sig vel sloppinn frá þessum skandal. En um það leiti er aðalrétturinn var að klárast fann Baldur að þarmarnir voru eitthvað að ókyrrast, hann hugsar með sér að hann geti nú alveg leikið sama leikinn tvisvar og lætur smá slatta seiðast út um rassgatið, tengdamamma hvæsir nú öðru sinni á hundinn og segir "Snati!!! farðu undan borðinu" Baldur hugsar nú með sér að nú sé lag á að klára þarmavesinið bara alveg og rekur svona heiftarlega við að matborðið gjörsamlega nötraði. Tengdamömmu var nú nóg boðið og barði í borðið og hrópaði "SNATI VILTU KOMA ÞÉR UNDAN BORÐINU ÁÐUR EN BALDUR DRULLAR YFIR ÞIG" |
Author: | Heizzi [ Mon 03. May 2004 19:37 ] |
Post subject: | |
Vá, þessi var virkilega góður. Sprakk alveg við punch line-ið... ![]() |
Author: | Haffi [ Mon 03. May 2004 20:20 ] |
Post subject: | |
bwhahahahahahahahahahhahahahahahahahahahahahaahhaa ![]() |
Author: | gunnar [ Mon 03. May 2004 20:30 ] |
Post subject: | |
Same here, sprakk úr hlátri ![]() |
Author: | Jss [ Tue 04. May 2004 09:24 ] |
Post subject: | |
Snilld. ![]() |
Author: | Alpina [ Tue 04. May 2004 18:58 ] |
Post subject: | |
Því miður,,,,,,strákar mínir,,þessi er 30 ára gamall ![]() ![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |