bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hraðasektir frá útlöndum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=57820
Page 1 of 1

Author:  jeppakall [ Wed 22. Aug 2012 17:03 ]
Post subject:  Hraðasektir frá útlöndum

Sælir,

Var að fá skemmtilegt bréf um lúguna, það var tekin mynd af mér í Hollandi fyrir nokkrum vikum.

Er þetta eitthvað sem maður á að borga til að lenda ekki í veseni eða get ég sleppt þessu og þetta fyrnist eftir 2 ár eða?

kv, Ásgeir

Author:  Twincam [ Wed 22. Aug 2012 18:10 ]
Post subject:  Re: Hraðasektir frá útlöndum

Ég fékk fyrir 1-2 árum síðan sektir fyrir að "aka" í gegnum tollahlið í Noregi... eða s.s. bíll sem ég hafði átt en var löngu búinn að selja.
Eftir nokkur skipti af bréfaskriftum til þeirra um að ég hefði bara alls ekkert átt bílinn á þessum tíma, án árangurs við að koma þeim í skilning um það. Þá fékk ég bréf frá erlendri lögmannsstofu um að þetta væri komið í innheimtu. Svo að þeir virðast ekki gefast svo glatt upp með þetta.


Svo var ég einu sinni stoppaður fyrir of hraðan akstur í Búlgaríu... borgaði löggunni bara 1000 íslenskar krónur á staðnum.. og sektin hvarf bara alveg óvænt... :lol:

Author:  JonFreyr [ Thu 23. Aug 2012 18:29 ]
Post subject:  Re: Hraðasektir frá útlöndum

Sektin hverfur ekki :) ákveðnar íslenskar bankastofnanir hafa stundum "keypt" erlendar sektir og sett þær í innheimtu heima á klakanum. Hef lent í því og sektin tvöfaldaðist vegna innheimtukostnaðs.

Borga :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/