Ég fékk fyrir 1-2 árum síðan sektir fyrir að "aka" í gegnum tollahlið í Noregi... eða s.s. bíll sem ég hafði átt en var löngu búinn að selja.
Eftir nokkur skipti af bréfaskriftum til þeirra um að ég hefði bara alls ekkert átt bílinn á þessum tíma, án árangurs við að koma þeim í skilning um það. Þá fékk ég bréf frá erlendri lögmannsstofu um að þetta væri komið í innheimtu. Svo að þeir virðast ekki gefast svo glatt upp með þetta.
Svo var ég einu sinni stoppaður fyrir of hraðan akstur í Búlgaríu... borgaði löggunni bara 1000 íslenskar krónur á staðnum.. og sektin hvarf bara alveg óvænt...
