Thrullerinn wrote:
Myndi nú halda að "heima-málun" færi svolítið klaufalega við hliðina á sprautulökkuðu.
Þú gætir etv. farið í IKEA og verslað hliðareiningar og sökkla í stíl við sprautulökkunina.
Ég skoðaði þetta talsvert um daginn, að sprautulakka sæmilega stóra innréttingu hangir í 100þ plús mínus 30 þús var mér sagt.
Já ég geri mér grein fyrir því að ef hurðirnar verða sérstaklega sprautulakkaðar, þá þarf að vanda vel til verka með hliðar, sökkla o.fl. svo það komi sómasamlega út. Er einfaldlega að velta fyrir mér hvernig best sé að gera með sem ,,minnstu" tilstangi, þ.e. án þess að rífa innréttinguna algerlega niður. Ef ég fer út í það að kaupa nýjar hliðar og sökkla, þá get ég alveg eins rifið þetta niður og látið sprauta með hurðunum

Endilega látið mig vita ef þið vitið um einhverja snillinga sem ég geta tekið þetta að sér.
Kv.
JKH