bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 15:21

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 05. Aug 2012 15:29 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
Sælir félagar.

Var að kaupa íbúð sem er með ,,ljótri" en ,,nýlegri" (2005) eikarinnréttingu í eldhúsi og á baði. Langar að láta sprautulakka hvítt. Hef reyndar verið að velta því fyrir mér hvernig sé best að gera þetta. Lítið mál að taka hurðir og skúffur af, sem covera 90% af frontinum, en meira en að segja það að rífa hliðarnar o.fl. af. Þannig að eflaust væri best að sprautulakka hurðir og skúffur en svo lakka/mála rest hér á staðnum.

Getið þið mælt með einhverjum í verkið?

Kv.
Jóhann Karl
868-7326

_________________
Jóhann Karl Hermannsson

BMW 520D F10 ´13
Kawasaki KX450f ´07
8 Ball Lowrider 20"


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 05. Aug 2012 16:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Myndi nú halda að "heima-málun" færi svolítið klaufalega við hliðina á sprautulökkuðu.
Þú gætir etv. farið í IKEA og verslað hliðareiningar og sökkla í stíl við sprautulökkunina.
Ég skoðaði þetta talsvert um daginn, að sprautulakka sæmilega stóra innréttingu hangir í 100þ plús mínus 30 þús var mér sagt.

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Aug 2012 03:00 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
Thrullerinn wrote:
Myndi nú halda að "heima-málun" færi svolítið klaufalega við hliðina á sprautulökkuðu.
Þú gætir etv. farið í IKEA og verslað hliðareiningar og sökkla í stíl við sprautulökkunina.
Ég skoðaði þetta talsvert um daginn, að sprautulakka sæmilega stóra innréttingu hangir í 100þ plús mínus 30 þús var mér sagt.


Já ég geri mér grein fyrir því að ef hurðirnar verða sérstaklega sprautulakkaðar, þá þarf að vanda vel til verka með hliðar, sökkla o.fl. svo það komi sómasamlega út. Er einfaldlega að velta fyrir mér hvernig best sé að gera með sem ,,minnstu" tilstangi, þ.e. án þess að rífa innréttinguna algerlega niður. Ef ég fer út í það að kaupa nýjar hliðar og sökkla, þá get ég alveg eins rifið þetta niður og látið sprauta með hurðunum ;)

Endilega látið mig vita ef þið vitið um einhverja snillinga sem ég geta tekið þetta að sér.

Kv.
JKH

_________________
Jóhann Karl Hermannsson

BMW 520D F10 ´13
Kawasaki KX450f ´07
8 Ball Lowrider 20"


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Aug 2012 03:28 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
Eða spurning hvernig það kæmi út að sprautulakka það sem hægt er að rífa af og mála hitt aðeins mattara, svo það sé auðveldara viðureignar. Hmmm...

_________________
Jóhann Karl Hermannsson

BMW 520D F10 ´13
Kawasaki KX450f ´07
8 Ball Lowrider 20"


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Aug 2012 22:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Þar sem er um að ræða íbúðina þína þá myndi ég ekkert hika við það að fá smið til að kíkja á innréttinguna og athuga hvað þarf að gera til að ná þessum hlutum af til að láta lakka. Þarf ekki að vera stórmál og ætti ekki að kosta svo mikið. Þetta er eitt af þessum verkum sem ég held að borgi sig ekki að spara 50 þús og smá vesen :) en ég veit að sjálfsögðu ekki hvernig þetta lítur út


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 07. Aug 2012 23:01 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 19. Aug 2007 20:22
Posts: 178
Location: kópavogur
sem smiður veit ég að oftast er ekkert mál að taka fronta af skúffum og hurðar af hjörum. eins og þú segir.

sökkullinn er oftast smelltur á fæturna, eða skrúfaður alveg í kverkina, í versta falli er hann límdur. og með hliðarnar að þá er plast efni í sama lit alveg tilvalið. og það er ekki mikið mál að koma því á þannig að það líti vel út. reyndar er það kannski bara smá spurning með glansinn.

_________________
Pétur Freyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 08. Aug 2012 09:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
Mr. P wrote:

og með hliðarnar að þá er plast efni í sama lit alveg tilvalið. og það er ekki mikið mál að koma því á þannig að það líti vel út. reyndar er það kannski bara smá spurning með glansinn.


Er þetta plast efni einhver filma ?

Ég er í svipuðum sporum með eldhúsinnréttingu sem ég hata. Í topp standi en afar ljót og kallar á sprautun.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 08. Aug 2012 14:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Það er líka einn plús sem gott er að hafa bakvið eyrað þegar innrétting er sprautulökkuð, það er hægt til að skipta út höldunum.

Bauhaus er í ágætri samkeppni við IKEA hvað borðplötur varðar, miklu meira úrval að auki.

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 08. Aug 2012 15:03 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
Zed III wrote:
Mr. P wrote:

og með hliðarnar að þá er plast efni í sama lit alveg tilvalið. og það er ekki mikið mál að koma því á þannig að það líti vel út. reyndar er það kannski bara smá spurning með glansinn.


Er þetta plast efni einhver filma ?

Ég er í svipuðum sporum með eldhúsinnréttingu sem ég hata. Í topp standi en afar ljót og kallar á sprautun.


Eftir smá skoðun á þessu, þá virðast þessi tvö fyrirtæki vera hvað fremst í þessu: www.innsmidi.is og www.sprautun.is.

_________________
Jóhann Karl Hermannsson

BMW 520D F10 ´13
Kawasaki KX450f ´07
8 Ball Lowrider 20"


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 09. Aug 2012 21:55 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 11. Mar 2004 15:51
Posts: 300
ég þekki einn sem sérhæfir sig í að sprauta húsgögn, innréttingar og aðra innanstokksmuni, er eingöngu í því, getið sent mér pm fyrir nánar info !!

_________________
Kristján


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group