bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

[Aftur] Bíll óskast í myndatöku - eMilk
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=57497
Page 1 of 1

Author:  Emil Örn [ Fri 20. Jul 2012 18:48 ]
Post subject:  [Aftur] Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Er ekki einhver hérna sem á flottan BMW, Porsche, Benz eða Audi og langar í töffaramyndir í kvöld?


Langar að tilrauna aðeins með vinnslu og fílíng í myndunum.

Bíllinn þarf að vera:
Með gott heilt lakk.
Low.
Á flottum classy felgum.

Hagnaður eiganda bílsins væri flottar myndir af bílnum sínum frítt og minn hagnaður væri æfingin.

Bjallið í mig í EP eða SMS í síma 844-6373.

Author:  Hinrikp [ Fri 20. Jul 2012 19:44 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

ég á hvítann e30 (:

Author:  Emil Örn [ Fri 20. Jul 2012 20:04 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Þetta reddaðist, myndir koma í kvöld líklega.



Hinrikp wrote:
ég á hvítann e30 (:


Þú mátt bjalla í mig fljótlega fyrir myndir. :mrgreen:



Sama gildir um aðra, ég er líka að taka að mér myndatökur hvenær sem er, hafið samband við mig ef þið hafið áhuga.

3000 kall og u.þ.b. 15-20 flottar myndir.

Author:  Atli93 [ Fri 20. Jul 2012 22:13 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

mátt fá minn ef þú vilt. :)

Author:  Emil Örn [ Sat 21. Jul 2012 09:53 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Veðrið varð síðan allt öðruvísi en það virtist ætla að vera í gærkvöldi. Öðruvísi myndir en ég hafði ætlað mér en samt fínar.

Fleiri koma seinna í dag;

Image

Image

Author:  IceDev [ Sat 21. Jul 2012 17:51 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Ghostrider :O

Author:  Emil Örn [ Sat 21. Jul 2012 18:30 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  SteiniDJ [ Sun 22. Jul 2012 11:46 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Flottar myndir eins og alltaf! Er ekki alveg sold á vingette effectinum, en myndatakan og vinnslan er alveg solid og eitthvað sem taka mætti til fyrirmyndar.

Author:  Emil Örn [ Sun 22. Jul 2012 13:46 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Takk fyrir það.

Vignettið kemur úr linsunni, ekki í eftirvinnslu. Reyni stundum að laga það en það kemur sjaldan vel út.

Author:  Geysir [ Sun 22. Jul 2012 15:10 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Mjög flottar!

Virkilega gaman að sjá myndirnar eftir þig.

Author:  Emil Örn [ Tue 31. Jul 2012 17:56 ]
Post subject:  Re: Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Auglýsi þetta aftur, langar að taka myndir í kvöld.

Author:  ppp [ Tue 31. Jul 2012 19:05 ]
Post subject:  Re: [Aftur] Bíll óskast í myndatöku - eMilk

Jæja, ég held ég hafi sagt það áður, en þú ert besti bílaljósmyndari landsins, sveimérþá.

Ég amk man ekki eftir að hafa séð jafn solid eftirvinnslu frá neinum. Myndirnar þínar eru allar með feykigóðum contrast en samt silkimjúkar. :drool:


Á að fá sér sveinspróf í þessu? Það er eiginlega alveg grátlega hlægilegt að þú megir ekki auglýsa þig sem ljósmyndara, og selja vinnuna þína sem slíka samkvæmt einhverjum fokúreldum lögum nema þú takir sveinspróf í þessu. Jafnvel þó að þú sért kannski margfalt færari en sumar risaeðlurnar hérna sem státa sig af því að hafa það.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/