bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Leigubíll með leiðindi. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=57485 |
Page 1 of 1 |
Author: | Vlad [ Thu 19. Jul 2012 18:16 ] |
Post subject: | Leigubíll með leiðindi. |
Þannig er mál með vexti að ég og félagi minn vorum á benzanum hans (w124 e230) og hann tekur upp á því bara að drepast. Það sem gerist er það að fyrst deyr útvarpið, síðan kviknar abs ljósið í mælaborðinu og að lokum missir hann allt afl og deyr á honum. Við náum að starta aftur eftir korter og komast á áfangastað. En þegar við ætlum að setja aftur í gang þá gerist ekkert og hann hegðar sér eins og hann sé rafmagnslaus. Við fáum start en ekkert gerist. Rafgeymirinn er svona sirka 4. mánaða gamall. Bílinn gaf hinsvegar stórum chevrolet van start fyrir um viku og er spurning hvort það hafi bara klárað hann. En mín spurning er sú hvort einhverjir hérna viti hvað þetta gæti verið? Rök kveikja? Öryggi? Kerti? Þetta er allavega það sem mér datt í hug. |
Author: | Axel Jóhann [ Thu 19. Jul 2012 18:44 ] |
Post subject: | Re: Leigubíll með leiðindi. |
Alternator? Eða yfirspennuöryggi/relay |
Author: | Vlad [ Thu 19. Jul 2012 19:26 ] |
Post subject: | Re: Leigubíll með leiðindi. |
Já mig grunaði alternatorinn líka en útilokaði það nokkurnveginn þar sem bílinn fór aftur í gang. En það verður farið yfir þetta eitthvað af viti á morgun og þá kemur það vonandi í ljós. Hitt á eftir að skoða. |
Author: | íbbi_ [ Thu 19. Jul 2012 22:45 ] |
Post subject: | Re: Leigubíll með leiðindi. |
athugið yfirspennurelay-ið |
Author: | eiddz [ Sun 22. Jul 2012 21:15 ] |
Post subject: | Re: Leigubíll með leiðindi. |
Jarðtenging frá boddíi yfir á mótor? |
Author: | johann735 [ Sat 04. Aug 2012 21:31 ] |
Post subject: | Re: Leigubíll með leiðindi. |
er það ekki oft sem að svona bílar sem eru með miklum tölvum eins og benz ef maður hefur ekki daut á honum þegar maður éfur start þá brenur einhvað í tölvuni :S og þeir verða asnalegir ![]() |
Author: | Vlad [ Sat 04. Aug 2012 21:40 ] |
Post subject: | Re: Leigubíll með leiðindi. |
Þetta er komið í lag, þurfti að lappa upp á alternator og þurrka kveikjuna þar sem hun hafði blotnað. |
Author: | Hreiðar [ Sun 05. Aug 2012 20:15 ] |
Post subject: | Re: Leigubíll með leiðindi. |
johann735 wrote: er það ekki oft sem að svona bílar sem eru með miklum tölvum eins og benz ef maður hefur ekki daut á honum þegar maður éfur start þá brenur einhvað í tölvuni :S og þeir verða asnalegir ![]() Held að það sé akkurat öfugt. Það er að segja ef að bíllinn sem þú ert að gefa start er með miklum tölvubúnaði þá getur það fokkað honum smá upp. Hef heyrt það, en það er ekki daglegt brauð. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |