bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bora út bolta
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=57470
Page 1 of 1

Author:  Jónas [ Wed 18. Jul 2012 18:43 ]
Post subject:  Bora út bolta

Er með einn bolta sem ég þyrfti að láta bora út / losa (hausinn datt af, gömul ryðgaður bolti)

Hvar get ég látið gera þetta? Sé "kit" á ebay til þess að gera þetta kosta undir 1000kr, þess virði?

Author:  BirkirB [ Wed 18. Jul 2012 18:56 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

Jónas wrote:
Er með einn bolta sem ég þyrfti að láta bora út / losa (hausinn datt af, gömul ryðgaður bolti)

Hvar get ég látið gera þetta? Sé "kit" á ebay til þess að gera þetta kosta undir 1000kr, þess virði?


Þú getur alveg gert þetta sjálfur ef þú kemst í borvél, bori og snitttappa. Þarft ekki að kaupa eitthvað kit á ebay. Getur líka farið á eitthvað verkstæði bara....

Author:  auðun [ Wed 18. Jul 2012 21:16 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

Eða bara nota öfuguggasett edabara torx bita

Author:  Axel Jóhann [ Thu 19. Jul 2012 00:54 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

mynd af þessu?

Author:  Johnson [ Thu 19. Jul 2012 08:11 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

ef það er vel hægt að komast að þessu er líklegast best að sjóða ró á boltann og hita vel

Author:  gardara [ Thu 19. Jul 2012 09:17 ]
Post subject: 

Eru þessi kit á ebay ekki bara öfuguggasett? Ég sá öfuguggasett í verkfærasölunni í síðumúla á 990kr

Author:  Svezel [ Thu 19. Jul 2012 09:36 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

EKKI kaupa öfuguggasett í verkfærasölunni eða álíka stöðum á eitthvað slikk, borgaðu aðeins meira og fáðu þetta úr Fossberg o.s.frv. Betra að borga aðeins meira og fá eitthvað eitthvað sem er hægt að nota aftur, já eða virkar til að byrja með, í stað þess að öskra á eitthvað drasl sem virkar ekki.

Author:  fart [ Thu 19. Jul 2012 09:48 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

Svezel wrote:
EKKI kaupa öfuguggasett í verkfærasölunni eða álíka stöðum á eitthvað slikk, borgaðu aðeins meira og fáðu þetta úr Fossberg o.s.frv. Betra að borga aðeins meira og fá eitthvað eitthvað sem er hægt að nota aftur, já eða virkar til að byrja með, í stað þess að öskra á eitthvað drasl sem virkar ekki.


Beint í mark, ég keypti Öfuguggasett sem átti reyndar að vera ágætis en samt ekki brand. Endaði á því að brjóta öfuguggann í bolta sem ég hafði borað, hann var í millheddinu á S50B30 (helvítis hexagondrasl).

Anyway,, að þurfa að bora út öfugugga er killer, enda vel hert í þessu.

Author:  Axel Jóhann [ Thu 19. Jul 2012 11:53 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

Ég hef OFT reynt að nota öfugugga og ég hef verið að vinna sem bifvélavirki síðan 2008 og það hefur EINU SINNI virkað. Þetta eru bara vond verkfæri.


Best er að hita hlutinn eða sjóða ró á hann. (Ef þa ðer kostur á því!)

Author:  Twincam [ Thu 19. Jul 2012 12:50 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

Axel Jóhann wrote:
Ég hef OFT reynt að nota öfugugga og ég hef verið að vinna sem bifvélavirki síðan 2008 og það hefur EINU SINNI virkað. Þetta eru bara vond verkfæri.


Best er að hita hlutinn eða sjóða ró á hann. (Ef þa ðer kostur á því!)


Virka fínt í Boeing.. :mrgreen:

Author:  Jónas [ Thu 19. Jul 2012 15:37 ]
Post subject:  Re: Bora út bolta

Þetta er s.s. einn bolti sem festir loftsíuboxið á throttle body á Yaris. Gríðarlega auðvelt að komast að þessu, bara taka boxið af.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/