bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Að filma rúður
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=57199
Page 1 of 2

Author:  sopur [ Tue 26. Jun 2012 20:34 ]
Post subject:  Að filma rúður

Sælir, er að fara að filma hjá mér nokkrar bílrúður, vitið þið um eitthvað gott DIY um hvernig maður eigi að filma rúður?

Author:  sopur [ Tue 26. Jun 2012 20:45 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Filmar maður afturrúðuna að utan?

Author:  Raggi M5 [ Tue 26. Jun 2012 22:27 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

ég held að það séu engar rúður filmaðar að utan, kannski fínt samt að sníða filmuna til að utan...

www.youtube.com :wink:

Author:  Haukur.RACER [ Mon 02. Jul 2012 16:17 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Hvernig bíll er þetta ?

Ef þú hefur aldrei séð þetta gert eða prófað að gera þetta áður, þá skaltu ekkert vera búast við neinu masterpísi :)

Filman er aldrei sett utaná.. hún er mótuð þar , en fer alltaf í að innan..

Author:  Energy [ Mon 02. Jul 2012 16:49 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Postaðu síðan myndum þegar þú ert búinn :D

Author:  sopur [ Mon 02. Jul 2012 19:28 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Haukur.RACER wrote:
Hvernig bíll er þetta ?

Ef þú hefur aldrei séð þetta gert eða prófað að gera þetta áður, þá skaltu ekkert vera búast við neinu masterpísi :)

Filman er aldrei sett utaná.. hún er mótuð þar , en fer alltaf í að innan..



þetta er í Hilux, ég sá nefnilega myndband á youtube þar sem einn maður lét filmur bæði að utan og inn í afturúðu..

þetta var enginn höfuðverkur verð ég að segja, ég náði þessu bara mjög vel, alveg bólulaust :)

Image

Image

Author:  Haukur.RACER [ Tue 03. Jul 2012 12:36 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Vel gert :)

Maður sér þetta svosem ekki vel á svona mynd.. ryk og skítur myndast illa :)

Þetta virðist samt vera bara þokkalegasta filmun hjá þér, hægt að læra ýmislegt af Youtube..

Author:  Energy [ Wed 04. Jul 2012 09:10 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Verð nú að segja að ég bjóst við verra :) en lýtur bara vel út ef það kom ekkert ryk, loft og brot hehe

Author:  Misdo [ Thu 05. Jul 2012 14:49 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Hvar fáiði efni í þetta n1 bílanaust ?

Author:  Joibs [ Thu 05. Jul 2012 15:08 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

minnir að þeir heita enso

Author:  sopur [ Fri 06. Jul 2012 01:17 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Joibs wrote:
minnir að þeir heita enso


Ég keypti efnið mitt hjá N1, en strákarnir tala ekki vel til vörurnar þeirra
td með tímanum eigi þær til með að upplitast innan við 3 ár osfr.

Ég myndi tala við Enso og spurja þá út í hvaða áhöld þú þarft osfr.

Author:  agustingig [ Fri 06. Jul 2012 10:16 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Enso er pleisið í að kaupa filmur,, n1 filmurnar eiga það til að rispast gg mikið þegar þú ert að skafa undan þeim vatnið..

Author:  sopur [ Sat 07. Jul 2012 03:23 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

agustingig wrote:
Enso er pleisið í að kaupa filmur,, n1 filmurnar eiga það til að rispast gg mikið þegar þú ert að skafa undan þeim vatnið..


Filmurnar rispast ef maður úðar ekki sápuvatninu á þær áður en maður skefur sápuvatninu undan þeim :wink:
það eru tvær tegundir af filmum hjá N1, ég tók dýrari týpuna, vonandi er hún betri.

Author:  Misdo [ Sat 07. Jul 2012 11:32 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

og hvað er rúllan að kosta af þessu ?

kom nefnilega rispa í filmuna í afturrúðunni hjá mér er að velta því fyrir mér að prófa filma þetta sjálfur.

Author:  sopur [ Sat 07. Jul 2012 13:16 ]
Post subject:  Re: Að filma rúður

Misdo wrote:
og hvað er rúllan að kosta af þessu ?

kom nefnilega rispa í filmuna í afturrúðunni hjá mér er að velta því fyrir mér að prófa filma þetta sjálfur.


Rúllan er frá 3 til 7 þús, fer eftir því hversu dökka þú þarft.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/