bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Reynslusaga..
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5713
Page 1 of 1

Author:  Stebbtronic [ Wed 28. Apr 2004 15:29 ]
Post subject:  Reynslusaga..

Ég ákvað að deila þessu með ykkur. Þannig var að ég og félagi minn vorum að keyra út í geldinganes, sáum að það var að flæða að og sýndist okkur vera bara grunnt vatn yfir veginum, Ég kíki út og sé að vatnið nær bara rétt upp á felguna, Svo við látum vaða, En það sem að við tókum ekki eftir er að það er varnargarður meðfram veginum, sem endar á miðri leið. þá byrjaði ballið :shock: , Félagi minn var með opna rúðuna farþegamegin og þegar varnargarðurinn endaði þá kom ein alda inn um gluggan hjá honum og vatnið var komið upp að gluggalistanum og flaut aðeins yfir húddið, Það var ekkert annað í stöðunni nema að gefa í og þegar 10 metrar ca voru eftir byrjaði kallinn (518i "88") að hiksta svakalega (vatn inni í lofsíukassanum) við rétt meikuðum það yfir og þá dó bíllinn og við vorum stuck yfir nóttina. svo við lögðum okkur bara í ísköldum bílnum því hann fór ekki í gang eftir þetta sama þó við værum búnir að hreinsa loftsíuna og boxið. svo kom fjara og við drógum hann yfir og á max1( uppá höfða) sem að settu á hann innspýtingarhreinsi og rauk hann í gang.

Author:  vallio [ Wed 28. Apr 2004 15:36 ]
Post subject: 

þar sem ég er nú ekki frá RVK þá verð ég að spurja... var þetta sjór (salt)??
þrusuðuð þið bara í gegnum sjóinn :?: :?: :?: (you see, i wouldn´t do that).

en samt svalt 8)

Author:  Stebbtronic [ Wed 28. Apr 2004 15:38 ]
Post subject: 

Við héldum að þetta væri bara rétt yfir veginum en svo þar sem verst var náði þetta upp á húdd, Svo við botnuðum bara græjuna til að komast yfir.

Author:  gunnar [ Wed 28. Apr 2004 15:51 ]
Post subject: 

hahaha snilld :)

Djöfulsins rugludallar :P :P :P

Author:  iar [ Wed 28. Apr 2004 16:04 ]
Post subject: 

:rofl: :rofl: :lol2: :lol2: #-o

Author:  arnib [ Wed 28. Apr 2004 16:13 ]
Post subject: 

Hhahahaahahah!!!1

Það er hart að vera harðfiskur! :) :)

Author:  Jss [ Wed 28. Apr 2004 16:24 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Hhahahaahahah!!!1

Það er hart að vera harðfiskur! :) :)


:lol:

Meira að segja blautur harðfiskur. ;) :D

Author:  benzboy [ Wed 28. Apr 2004 16:52 ]
Post subject: 

vallio wrote:
þar sem ég er nú ekki frá RVK þá verð ég að spurja... var þetta sjór (salt)??
þrusuðuð þið bara í gegnum sjóinn :?: :?: :?: (you see, i wouldn´t do that).

en samt svalt 8)


Ég er ekki sammála því að það sé svalt að keyra að ganni sínu út í saltvatn - hvort sem maður heldur að það sé grunnt eða djúpt

Author:  vallio [ Wed 28. Apr 2004 18:01 ]
Post subject: 

benzboy wrote:
vallio wrote:
þar sem ég er nú ekki frá RVK þá verð ég að spurja... var þetta sjór (salt)??
þrusuðuð þið bara í gegnum sjóinn :?: :?: :?: (you see, i wouldn´t do that).

en samt svalt 8)


Ég er ekki sammála því að það sé svalt að keyra að ganni sínu út í saltvatn - hvort sem maður heldur að það sé grunnt eða djúpt


ekki mér heldur, en fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað vatn (venjulegt vatn). og þá fannst mér þetta svalt (hans bíll og allt það).
svo fattaði ég að þetta væri náttlega sjór, but at the end of the day its his car :D
myndi aldrei láta mér detta þetta í hug....hehe

Author:  Thrullerinn [ Wed 28. Apr 2004 18:03 ]
Post subject: 

ÚBBS :cop:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/