bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 14:25

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 10:49 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég var að keyra heim í gær á ónefndum stað í borginni og er stopp á rauðu ljósi.

Á meðan ég bíð á rauðu kemur dökkblár Camaro (sirka 1998 módel) á góðri siglingu og fer fram úr mér á ÖFUGRI akrein og yfir á RAUÐU ljósi og beygir til hægri, ég sá því miður ekki númerið á bílnum enda brá mér mikið... þegar Camaro bílinn er kominn smá áleiðis (10 metra sirka) að strætóskýli sem þar er þá kemur Grand Cherooke (svipað gamall og drapplitaður eða silfurgrár) en hann hafði stytt sér leið yfir bílaplan og keyrir inn á götuna við hliðina á strætóskýlinu og á eftir Camaro bílnum.

ÞVÍLÍK FÍFL! Svona fávitaskapur kemur óorði á klúbbana hér í bænum og svona menn eiga auðvitað ekki að hafa bílpróf.

þarna hefði getað orðið stórslys við það að fara yfir á rauðu ljósi, taka vinkil beygju, keyra á röngum vegarhelming og síðast en ekki síst að keyra yfir bílastæði (þvert) og fram fyrir strætóskýlið, þar hefði einhver getað verið að bíða og hefði sá ekki mátt hreyfa sig til að tékka á látunum því þá hefði hann verið straujaður.

Ef þessi fífl lesa þetta þá mega þeir vita að það að ég fyrirlít svona aumingjastæla og legg þetta að jöfnu við það að sveifla hlöðnum haglara inní Kringlu eða álíka :realmad:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 10:55 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 10. Apr 2003 18:11
Posts: 425
Location: Kópavogur
það er til hugtak yfir svona framferði, þetta er ekkert nema OFBELDI

_________________
Heiðar
BMW 320i E36
Nissan Sunny 1,4LX - Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 11:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Mér finst gott að þú skildir miðla þessu til okkar vegna þess að svona aksturslag á ekki að líðast. Svona aksturslag lýsir frekar barnaskap heldur en töffaraskap. Verst að númerið náðist ekki en ég hef lent i álíku rugli og þegar þetta gerist þá gleymir maður númerinu því miður.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 11:09 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
jens wrote:
Mér finst gott að þú skildir miðla þessu til okkar vegna þess að svona aksturslag á ekki að líðast. Svona aksturslag lýsir frekar barnaskap heldur en töffaraskap. Verst að númerið náðist ekki en ég hef lent i álíku rugli og þegar þetta gerist þá gleymir maður númerinu því miður.


Ég hefði líklegast ekki náð því hvort eð er, sá bara á plöturnar í augnablik.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 11:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Óttarlega virðist fólk vera óþroskað í mörgum tilvikum.. Dæmi, þegar The Fast and the Furios var sýnd þá var hálfur bærinn í kappakstri í 2 vikur eftir frumsýningu á myndinni.. Ótrúlegt..

Vonandi hirti lögreglan þá... Ef ekki.. þá gerir hún það næst..

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 11:22 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 18. Mar 2004 09:42
Posts: 573
Location: 700 Egilsstaðir
Verð að taka undir þetta. Verði menn að keyra svona endilega, gera það þá á lokuðum brautum eins og spyrnubrautinni eða eitthvað álíka, ekki þar sem börn geta jafnvel verið að leik. Gangandi vegfarandi á ekki sjens að koma sér undan hvað þá gamalmenni eða börn.

Það ætti að slá þessa gaura utanundir eins og kellingarnar sem þeir eru :evil:

_________________
Gsm 841-1460 :naughty:
In the beginning the universe was created. This has made a lot of people angry and been widely regarded as a bad move."

Eina ástæðan fyrir því að Merc eru betri en Bmw er þetta dæmi með helvítis kasettuna hjá Bmw....wtf


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 18:06 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 15. Oct 2002 14:44
Posts: 589
Location: Grafarvogur
líklegast var camaroinn að flýja undan þessum cherokee , maður hefur nú séð svona eltingaleiki áður en samt ekki gott mál

_________________
Renault 19 '95 - bráðabirgða
BMW E-30 325i; IM-870, Farinn
BMW E-30 320i; IR-406, Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 17 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group