bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig er best að veiða mús
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=57081
Page 1 of 1

Author:  gunnar [ Tue 19. Jun 2012 11:18 ]
Post subject:  Hvernig er best að veiða mús

Sælir piltar. þarf að leita til ykkar með smá vandamál.

Það eru tvær mýs sem að finnst rosalega skemmtilegt að reita og tæta ullina fyrir aftan harðviðsklæðninguna mína á svölunum hjá mér,,, á 3 hæð!

Þær ná að skríða undir klæðninguna neðst niðri á byggingunni og klifra svo upp eftir ullinni.

Núna er ég með músahótel úti á svölum, svona sem er með einhverri lykt innst inni sem þær eiga að laðast að og skríða inn.. Gengur ekkert alltof vel.

Er einhver hér með skothelt ráð til að veiða svona mýs í gildrur? Ég íhugaði að fá mér límborða á planka úti og setja svo ost á hann. Sjá hvort þær festist ekki í borðanum :lol:

Author:  Aron [ Tue 19. Jun 2012 11:26 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

hnetusmjör á músagildru.

Author:  siggir [ Tue 19. Jun 2012 12:01 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Súkkulaði virkar mjög vel í músagildrur. Því sætara, því betra.

Author:  BjarkiHS [ Tue 19. Jun 2012 12:46 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Sama og hinir segja.. hnetusmjör og súkkulaði.

Best finnst mér að nota fötu með nægu vatni til að drekkja þeim, leggja braut uppá hana og hafa svo flösku eða rör á priki þvert yfir fötuna. Bara passa að rör/flaska rúlli nokkuð létt, og smyrja hnetusmjöri á hana/það miðja.

Author:  gunnar [ Tue 19. Jun 2012 15:10 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Ég var einmitt í einhverjum svona hugleiðingum orðið.

Image

Author:  SteiniDJ [ Tue 19. Jun 2012 17:36 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Mér finnst reyndar svolítið nasty að drepa þessi kvikindi með því að drekkja þeim eða festa þau við límborða. Best að gera þetta clean, mannúðlega eða bara sleppa því.

Hippaaðferðin sem þú vitnar í, myndræn:

Image

Annars höfum við alltaf notað mysing. Þær leita ótrúlega í hann og enginn séns að ná honum af. Ég varð vitni af 3 - 4 fara með mjög skömmu millibili. Virkar örugglega eins og hnetusmjör eða súkkulaði. :)

Gangi þér vel.

Author:  bErio [ Tue 19. Jun 2012 17:45 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

handsprengja

Author:  gunnar [ Tue 19. Jun 2012 20:17 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Já Sævar, ég ætla að sprengja svalirnar hja mér!!!

Gallinn við ruslafötu trikkið er að papparúllan helst illa kyrr a islenskum svölum.

Var að prufa þetta áðan og hún fýkur alltaf burt.

Author:  gunnar [ Tue 19. Jun 2012 20:17 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Já Sævar, ég ætla að sprengja svalirnar hja mér!!!

Gallinn við ruslafötu trikkið er að papparúllan helst illa kyrr a islenskum svölum.

Var að prufa þetta áðan og hún fýkur alltaf burt.

Author:  iar [ Tue 19. Jun 2012 21:00 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Gamla góða smellugildran og bitar af epli hafa reynst mér mjög vel í músafaraldrinum í vetur. Hef líka heyrt þetta með hnetusmjörið en á eftir að prófa.

Ekki kaupa samt smellugildrurnar með einhverju stóru gulu plastspjaldi fyrir agnið. Þær virðast þurfa miklu meiri hreyfingu til að smella og voru eiginlega bara að virka sem fínasti matarbakki fyrir þær.. agnið (eplið) hvarf bara úr þeim. :-)

Author:  siggir [ Tue 19. Jun 2012 21:47 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

gunnar wrote:
Já Sævar, ég ætla að sprengja svalirnar hja mér!!!

Gallinn við ruslafötu trikkið er að papparúllan helst illa kyrr a islenskum svölum.

Var að prufa þetta áðan og hún fýkur alltaf burt.


Kill'em all... Nóg til af þessu.

Author:  Aron Andrew [ Tue 19. Jun 2012 21:57 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Við tókum 12 stk í sólskálanum heima í svona hótel
Image

Hnetusmjör og þær hrúguðust inn

Author:  Bjarkih [ Wed 20. Jun 2012 22:17 ]
Post subject:  Re: Hvernig er best að veiða mús

Ef þú þarft að loka holum til að koma í veg fyrir að þær skríði inn þá er fínt að hnoða saman álpappír og troða í gatið. Þær geta víst ekki nagað sig í gegnum hann.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/