bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

FÁVITASKAPUR Á GÖTUM BORGARINNAR.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5706
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Wed 28. Apr 2004 10:49 ]
Post subject:  FÁVITASKAPUR Á GÖTUM BORGARINNAR.

Ég var að keyra heim í gær á ónefndum stað í borginni og er stopp á rauðu ljósi.

Á meðan ég bíð á rauðu kemur dökkblár Camaro (sirka 1998 módel) á góðri siglingu og fer fram úr mér á ÖFUGRI akrein og yfir á RAUÐU ljósi og beygir til hægri, ég sá því miður ekki númerið á bílnum enda brá mér mikið... þegar Camaro bílinn er kominn smá áleiðis (10 metra sirka) að strætóskýli sem þar er þá kemur Grand Cherooke (svipað gamall og drapplitaður eða silfurgrár) en hann hafði stytt sér leið yfir bílaplan og keyrir inn á götuna við hliðina á strætóskýlinu og á eftir Camaro bílnum.

ÞVÍLÍK FÍFL! Svona fávitaskapur kemur óorði á klúbbana hér í bænum og svona menn eiga auðvitað ekki að hafa bílpróf.

þarna hefði getað orðið stórslys við það að fara yfir á rauðu ljósi, taka vinkil beygju, keyra á röngum vegarhelming og síðast en ekki síst að keyra yfir bílastæði (þvert) og fram fyrir strætóskýlið, þar hefði einhver getað verið að bíða og hefði sá ekki mátt hreyfa sig til að tékka á látunum því þá hefði hann verið straujaður.

Ef þessi fífl lesa þetta þá mega þeir vita að það að ég fyrirlít svona aumingjastæla og legg þetta að jöfnu við það að sveifla hlöðnum haglara inní Kringlu eða álíka :realmad:

Author:  Heizzi [ Wed 28. Apr 2004 10:55 ]
Post subject: 

það er til hugtak yfir svona framferði, þetta er ekkert nema OFBELDI

Author:  jens [ Wed 28. Apr 2004 11:04 ]
Post subject: 

Mér finst gott að þú skildir miðla þessu til okkar vegna þess að svona aksturslag á ekki að líðast. Svona aksturslag lýsir frekar barnaskap heldur en töffaraskap. Verst að númerið náðist ekki en ég hef lent i álíku rugli og þegar þetta gerist þá gleymir maður númerinu því miður.

Author:  bebecar [ Wed 28. Apr 2004 11:09 ]
Post subject: 

jens wrote:
Mér finst gott að þú skildir miðla þessu til okkar vegna þess að svona aksturslag á ekki að líðast. Svona aksturslag lýsir frekar barnaskap heldur en töffaraskap. Verst að númerið náðist ekki en ég hef lent i álíku rugli og þegar þetta gerist þá gleymir maður númerinu því miður.


Ég hefði líklegast ekki náð því hvort eð er, sá bara á plöturnar í augnablik.

Author:  gunnar [ Wed 28. Apr 2004 11:19 ]
Post subject: 

Óttarlega virðist fólk vera óþroskað í mörgum tilvikum.. Dæmi, þegar The Fast and the Furios var sýnd þá var hálfur bærinn í kappakstri í 2 vikur eftir frumsýningu á myndinni.. Ótrúlegt..

Vonandi hirti lögreglan þá... Ef ekki.. þá gerir hún það næst..

Author:  Austmannn [ Wed 28. Apr 2004 11:22 ]
Post subject: 

Verð að taka undir þetta. Verði menn að keyra svona endilega, gera það þá á lokuðum brautum eins og spyrnubrautinni eða eitthvað álíka, ekki þar sem börn geta jafnvel verið að leik. Gangandi vegfarandi á ekki sjens að koma sér undan hvað þá gamalmenni eða börn.

Það ætti að slá þessa gaura utanundir eins og kellingarnar sem þeir eru :evil:

Author:  rutur325i [ Wed 28. Apr 2004 18:06 ]
Post subject: 

líklegast var camaroinn að flýja undan þessum cherokee , maður hefur nú séð svona eltingaleiki áður en samt ekki gott mál

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/