bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hömlur á innflutningsverð bifreiða
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=57039
Page 1 of 1

Author:  Geirinn [ Fri 15. Jun 2012 18:57 ]
Post subject:  Hömlur á innflutningsverð bifreiða

Hvað finnst mönnum um þetta ?

http://www.vb.is//frettir/73695/

Author:  ///M [ Fri 15. Jun 2012 19:03 ]
Post subject:  Re: Hömlur á innflutningsverð bifreiða

Geirinn wrote:
Hvað finnst mönnum um þetta ?

http://www.vb.is//frettir/73695/


Fíl'edda. Next up: banna litsjónvarp og bjór. Spurning með að banna líka internetið og utanlandsferðir.

Author:  Kristjan PGT [ Fri 15. Jun 2012 20:10 ]
Post subject:  Re: Hömlur á innflutningsverð bifreiða

Sko...samkvæmt sem ég les úr þessu þá er hann í raun að rýmka heimildir fyrir innflutning. Í núverandi lögum segir eftirfarandi:

"Þrátt fyrir bann 1. málsl. eru gjaldeyriskaup og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna kaupa á vélknúnu ökutæki heimil í eitt skipti, séu kaupin í tengslum við búferlaflutninga kaupandans úr landi, enda nemi fjárhæðin eigi meira en jafnvirði 10.000.000 kr."

Því sýnist mér, svona í fljótu bragði, að Steingrímur sé að rýmka heimildina til innflutnings :O Nei það getur ekki verið!

Author:  Zed III [ Fri 15. Jun 2012 21:14 ]
Post subject:  Re: Hömlur á innflutningsverð bifreiða

Kristjan PGT wrote:
Sko...samkvæmt sem ég les úr þessu þá er hann í raun að rýmka heimildir fyrir innflutning. Í núverandi lögum segir eftirfarandi:

"Þrátt fyrir bann 1. málsl. eru gjaldeyriskaup og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna kaupa á vélknúnu ökutæki heimil í eitt skipti, séu kaupin í tengslum við búferlaflutninga kaupandans úr landi, enda nemi fjárhæðin eigi meira en jafnvirði 10.000.000 kr."

Því sýnist mér, svona í fljótu bragði, að Steingrímur sé að rýmka heimildina til innflutnings :O Nei það getur ekki verið!


rangt, þetta er heimilt í dag en það er verið að takmarka þetta við 10m.

Er þetta þá 20m fyrir hjón ?

Author:  gardara [ Fri 15. Jun 2012 21:17 ]
Post subject:  Re: Hömlur á innflutningsverð bifreiða

Quote:
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. skal einstaklingum sem teljast til innlendra aðila heimilt að kaupa og flytja inn eitt farartæki erlendis frá á almanaksári fyrir allt að jafnvirði 10.000.000 kr. enda sé farartækið ætlað til eigin nota innan lands


Þetta ætti ekki að hafa áhrif á braskara þar sem þeir eru ekki að flytja inn bíla til eigin nota :)
Auk þess sem mér sýnist þetta bara eiga við einstaklinga svo að lítið mál væri að stofna kompaní utan um brask batteríið ef menn eru á þeim buxunum.

Þetta ætti því ekki að hafa áhrif á nokkurn mann, enda veit ég ekki um marga sem eru að flytja inn bíla fyrir tugi milljóna á ári til einkanota.

Author:  Kristjan PGT [ Sat 16. Jun 2012 03:28 ]
Post subject:  Re: Hömlur á innflutningsverð bifreiða

Zed III wrote:
Kristjan PGT wrote:
Sko...samkvæmt sem ég les úr þessu þá er hann í raun að rýmka heimildir fyrir innflutning. Í núverandi lögum segir eftirfarandi:

"Þrátt fyrir bann 1. málsl. eru gjaldeyriskaup og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna kaupa á vélknúnu ökutæki heimil í eitt skipti, séu kaupin í tengslum við búferlaflutninga kaupandans úr landi, enda nemi fjárhæðin eigi meira en jafnvirði 10.000.000 kr."

Því sýnist mér, svona í fljótu bragði, að Steingrímur sé að rýmka heimildina til innflutnings :O Nei það getur ekki verið!


rangt, þetta er heimilt í dag en það er verið að takmarka þetta við 10m.

Er þetta þá 20m fyrir hjón ?


Er hvað heimilt í dag? Að einstaklingar flytji inn bíla fyrir ótakmarkaðar upphæðir? (eins og það á að vera, að sjálfsögðu) Ég þekki þetta ekki í framkvæmd, enda ekki að flytja inn bíla, en eins og þetta stendur fyrir framan mig hérna þá finnst mér þetta hljóma eins og aðili megi kaupa vélknúið ökutæki í eitt skipti ef þau kaup séu tengd því að hann sé að flytja aftur til landsins. Túlkun, túlkun, túlkun :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/