bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Mála bílskúrsgólf
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=57009
Page 1 of 2

Author:  iar [ Tue 12. Jun 2012 20:38 ]
Post subject:  Mála bílskúrsgólf

Sælir meistarar

Er búinn að vera að taka til í skúrnum og farinn að sjá svo mikið í gólfið að ég verð eiginlega að mála það áður en allt fyllist aftur af drasli. :lol:

Hafa menn hér einhverja reynslu af því að mála bílskúrsgólf?

Öll góð ráð vel þegin.. t.d. hvaða málning er góð og endist vel, grunnur ef þarf, hreinsun á gólfinu fyrir málningu (það er gamalt skipalakk á gólfinu og að mestu búið að flagna burt).

Author:  gardara [ Tue 12. Jun 2012 20:46 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

Skipalakkið er málið, getur fengið það bæði akrýl blandað og ekki.

Mig minnir að akrýl blandaða lakkið sé fljótara að þorna og ekki með jafn sterkri lykt en það er aftur á móti dýrara en hitt.

Ég málaði skúrinn með svona í fyrra og það er búið að þola ýmislegt í vetur.

Author:  Thrullerinn [ Tue 12. Jun 2012 23:31 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

Flísalegðu skúrinn, lakk er dýrt og fermetraverð á flísum er ekkert stórskostlegt.
Varanleg lausn og miklu betra að ganga um rýmið, þrífa og þessháttar.

Author:  odinn88 [ Tue 12. Jun 2012 23:38 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

þegar ég málaði gólfið hjá mér notaði ég fyrst háþrístidælu og svo krúbbaði alveg helling með olíuhreynsi annar háþrístiþvottur svo rúllaði ég yfir með hempel skipalakki og það er ennþá alveg mjög flott mæli með því að það sé smá glans í málingunni því þá er mun auðveldara að þrífa það... en þú ert ekki búinn að kaupa þér málingu þá á ég allavega 10-15 lítra af svona ennþá sem þú mátt fá fyrir lítið hehh hún er sammt svona mórauð á litin

Author:  bimmer [ Wed 13. Jun 2012 09:08 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

Thrullerinn wrote:
Flísalegðu skúrinn, lakk er dýrt og fermetraverð á flísum er ekkert stórskostlegt.
Varanleg lausn og miklu betra að ganga um rýmið, þrífa og þessháttar.


+1

Author:  HAMAR [ Wed 13. Jun 2012 16:38 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

bimmer wrote:
Thrullerinn wrote:
Flísalegðu skúrinn, lakk er dýrt og fermetraverð á flísum er ekkert stórskostlegt.
Varanleg lausn og miklu betra að ganga um rýmið, þrífa og þessháttar.


+1


+2

Image

Author:  Haffi [ Wed 13. Jun 2012 16:47 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

HAMAR wrote:
bimmer wrote:
Thrullerinn wrote:
Flísalegðu skúrinn, lakk er dýrt og fermetraverð á flísum er ekkert stórskostlegt.
Varanleg lausn og miklu betra að ganga um rýmið, þrífa og þessháttar.


+1


+2



+3

Image


Let's do this!

Author:  iar [ Wed 13. Jun 2012 18:17 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

Þetta er held ég ekki nógu mikill spariskúr til að ég meiki flísar.. yrði örugglega brjálaður af stressi að brjóta flísarnar með einhverju þjösni eða slysum. Þola flísar t.d. að missa þung verkfæri eins og járnkarl í gólfið? Og verður fúgan ekki líka ljót með tímanum ef eitthvað er að sullast niður, olía, málning eða eitthvað þaðan af verra? Vil ekki þurfa að verja bílskúrsgólfið sérstaklega ef hann er t.d. notaður til að mála eitthvað..

Ætla að kanna betur skipalakkið og epoxý gólflakkið..

Óðinn, takk fyrir boðið :-) en ég hallast frekar að ljósu gólfi.. líklega bara ljósgrátt.

Author:  Aron Andrew [ Wed 13. Jun 2012 21:24 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

Flísar eru ekki málið ef það á að gera annað en að bóna í skúrnum, svo er líka leiðinlegra að skafa gólfið eftir þrif, slettist alltaf vatn þegar skafan fer yfir fúuna.

Epoxy málning er málið

Author:  bimmer [ Wed 13. Jun 2012 21:25 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

Hef reyndar ekki misst járnkarl en kúbein og allskonar verkfæri
og annað dót hefur dottið á flísarnar í skúrnum hjá mér án þess
að þær brotni.

Author:  Aron Andrew [ Wed 13. Jun 2012 21:32 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

bimmer wrote:
Hef reyndar ekki misst járnkarl en kúbein og allskonar verkfæri
og annað dót hefur dottið á flísarnar í skúrnum hjá mér án þess
að þær brotni.


Við erum með svaka fancy iðnaðarflísar í vinnunni og þær springa ef maður missir eitthvað þungt

Author:  gardara [ Wed 13. Jun 2012 21:41 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

Þarf gólfið ekki líka að vera alveg flatt fyrir flísar? Sum bílskúrsgólf eru alveg allt annað en flöt :lol:

Author:  bimmer [ Wed 13. Jun 2012 21:44 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

gardara wrote:
Þarf gólfið ekki líka að vera alveg flatt fyrir flísar? Sum bílskúrsgólf eru alveg allt annað en flöt :lol:


Alls ekki.

Author:  Twincam [ Wed 13. Jun 2012 21:51 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

Flísar eru fyrir bónskúra... málað gólf er fyrir viðgerðaskúra! 8)

Author:  maxel [ Wed 13. Jun 2012 21:59 ]
Post subject:  Re: Mála bílskúrsgólf

En dúkur?
Það endist og er mjög auðvelt að þrífa.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/