bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tekið á hraðbraut í frakklandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5699
Page 1 of 1

Author:  jonthor [ Wed 28. Apr 2004 07:27 ]
Post subject:  Tekið á hraðbraut í frakklandi

Ég var á leiðinni í vinnuna í gær og fannst umferðin eitthvað óvenjulega þung miðað við þennan tíma. Svo kemur í ljós hvað málið er. Það þarf ekki orð með myndinn sem er hér að neðan. Þessi mynd er tekin á miðri hraðbraut btw.

Image

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig bílstjóranum hefur tekist að snúa bílnum í rúman hálfhring og slöngva afturenda bílsins upp um hálfan metra og á kantinn? Hugmyndir? Það er ekki alveg hlaupið að þessu, ekki einu sinni með dyggri aðstoð annars fransks ökumanns.

Author:  Haffi [ Wed 28. Apr 2004 08:05 ]
Post subject: 

hehehe ... skrítið :roll: :lol:

Author:  bebecar [ Wed 28. Apr 2004 08:10 ]
Post subject: 

Nei - en það er margt skrítið í kýrhausnum, en gott að sjá að ekki hafi orðið alvarlegt slys úr þessu (svo virðist ekki vera).

Author:  Chrome [ Wed 28. Apr 2004 09:05 ]
Post subject: 

Jæja... ýmislegt er nú hægt... :-k

Author:  gunnar [ Wed 28. Apr 2004 12:27 ]
Post subject: 

Frakkarnir hafa nú ekki verið þekktir nema að geta það ómögulega.. :lol:

Author:  Jss [ Wed 28. Apr 2004 16:22 ]
Post subject: 

Stórfurðulegt, en bíllinn virðist nú ekki vera mikið laskaður, allavega ekki við fyrstu sýn, en undirvagninn væntanlega "svolítið" laskaður.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/