bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=56654
Page 1 of 1

Author:  JOGA [ Fri 18. May 2012 22:01 ]
Post subject:  Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

Sælir,

Keypti mér Pajero 3.2 DID um daginn til að ferja börn og buru.
Langar að hljóðeinangra bílinn betur og hef verið að skoða valkosti.
Planið var að leggja yfir hjólaboga að aftan, í skott, inn í hurðar og í húddi undir orginal klæðninguna.

Dynamat Extreme og það dót er alveg herfilega dýrt.
Ebay er fullt af ódýrum eftirlíkingum en sýnist margt vera vel þunnt og hef svona temmilega mikla trú á þessu.

Hvað segið þið um þessa valkosti:
http://www.ebay.co.uk/itm/3-x-1m-Car-Insulation-Felt-Sound-Proofing-Deadening-Material-Heat-Sound-Noise-/120905576667?pt=UK_CarsParts_Vehicles_CarParts_SM&hash=item1c2688b0db
http://www.ebay.co.uk/itm/10-sq-ft-FATMAT-XTREME-Sound-Deadening-Proofing-UK-Dynamat-Roller-Avail-/300631437843?pt=UK_In_Car_Technology&hash=item45ff07b213
http://www.ebay.co.uk/itm/16-SHEETS-20sq-ft-Car-Vehicle-Sound-Deadening-Insulation-Proofing-Pads-Absorber-/280871732155?pt=LH_DefaultDomain_3&hash=item41654283bb
http://www.ebay.com/itm/CAR-VIBRATION-PROOF-SOUND-DEADENING-MATS-300mm-X-500mm-FREE-SHIPPING?item=280794008871&cmd=ViewItem&_trksid=p5197.m7&_trkparms=algo%3DLVI%26itu%3DUCI%26otn%3D5%26po%3DLVI%26ps%3D63%26clkid%3D8511626370678834898

Bílasmiðurinn virðist selja eitthvað. Megið endilega segja mér ef þið vitið um innlenda valkosti sem kosta ekki handleggi.

Author:  srr [ Fri 18. May 2012 22:07 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

Ég er einmitt áhugasamur um sömu pælingar. Þarf að leggja eitthvað í gólfið á E28 hjá mér þegar ég er búinn að mála það.

Author:  Twincam [ Fri 18. May 2012 23:11 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

Þegar að mér leiddist einu sinni, þá tók ég alla hljóðeinangrunina úr gólfinu á VW Polo hjá mér, svo
fór ég upp í Bílasmið og keypti einhverjar einangrunarmottur hjá kallinum. Minnir að þær hafi kostað
um 1800kr stk á sínum tíma. Svo bara hitaði maður þær með hitabyssu og rúllaði þær ofan í gólfið
með einhverju plasthjóli á skapti sem ég átti. Kom mjög flott út bara.

Image

Author:  bimmer [ Fri 18. May 2012 23:14 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

Þungt helvíti.

Author:  JOGA [ Sat 19. May 2012 14:27 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

Hef nú ekki stórkostlegar áhyggjur af þyngd í Pajero. Ekki nema það sé komið í einhverjar öfgar.

Er aðallega að velta því fyrir mér hvort þessar tjörumottur, eins og mér sýnist þetta vera í Bílasmiðnum, virki eitthvað.
Er líka að velta fyrir mér hvort þetta "Felt" eða hvað sem þetta kallast nú sé betra en þessar mottur. Þá sérstaklega undir klæðninguna aftur í.

Fleiri sem hafa reynslusögur?

Author:  Twincam [ Sun 20. May 2012 01:21 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

JOGA wrote:
Hef nú ekki stórkostlegar áhyggjur af þyngd í Pajero. Ekki nema það sé komið í einhverjar öfgar.

Er aðallega að velta því fyrir mér hvort þessar tjörumottur, eins og mér sýnist þetta vera í Bílasmiðnum, virki eitthvað.
Er líka að velta fyrir mér hvort þetta "Felt" eða hvað sem þetta kallast nú sé betra en þessar mottur. Þá sérstaklega undir klæðninguna aftur í.

Fleiri sem hafa reynslusögur?


Þegar ég sneið nýtt teppi í Corvettuna mína, þá seldi hann mér einhverja mjúka einangrun undir teppið.
Það virtist alveg gera sitt gagn... annars var maður ekkert að gráta þó vélarhljóðið kæmist inn. :mrgreen:

Author:  sopur [ Sun 20. May 2012 02:04 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

Ég einangraði jeppann minn með þessum tjörumottum frá bílasmiðinum, það kemur bara mjög vel út.. enginn hávaði undan 38" dekkjunum lengur :thup:

Ég lagði mottur á allt gólfið þannig það er ekki einn blettur af berum botni eftir...
en í rauninni er nóg að láta eina mottu á hvert aðskilt svæði í botninum til að dempa hljóðbylgjurnar
því að motturnar eru gerðar til þess að minnka hljóðleyslur í gegnum bodýið en ekki til þess að einangra svæðið undan hávaða.

þetta virkar nákvæmlega eins og ef þú slærð á sneril þá leikur hljóðið laust þangað til þú leggur hönd ofan á snerilinn þá stopparðu leiðsluna á hljóðinu..

Author:  srr [ Sun 20. May 2012 02:07 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

Eru tjörumotturnar í Bílasmiðnum til í mörgum þykktum eða er bara ein í boði?
En með stærðir á mottunum, er bara ein stærð og svo sker maður þær til ?

Author:  Stefan325i [ Sun 20. May 2012 02:29 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

Alpina er þetta ekki málið ??

Image

Author:  sopur [ Sun 20. May 2012 02:30 ]
Post subject:  Re: Hljóðeinangrun í bíl - Valkostir?

srr wrote:
Eru tjörumotturnar í Bílasmiðnum til í mörgum þykktum eða er bara ein í boði?
En með stærðir á mottunum, er bara ein stærð og svo sker maður þær til ?


Mig minnir að það sé bara ein þykkt í boði, hver motta er 50x50 minnir mig..

Mér fannst voðalega þæginlegt að leggja bara heila mottu strax á gólfið og hita svo vel yfir hvert svæði skipulega því að mottan fellur svo vel inn í alla króka og kima að sjálfum sér því hún verður eins og tyggjó þegar hún er hituð, ég skar síðan renningana af sem urðu eftir við hurðar og svoleiðis eftir á.

þar sem motturnar þöktu yfir skrúfganga og svoleiðis, þá hitaði ég svæðið þar sem skrúfgangarnir voru og tróð síðan skrúfjárni ofan í götin og síðan skrúfunum eftir á og skrúfaði þeim bara ofan í á meðan svæðið var sjóðandi heitt..
Það er algjör snilld að vinna með þetta efni, easy peasy..

Síðan er nátturulega lím undir mottunum sem maður verður svoldið að passa upp á að eyðileggja ekki..

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/