bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Reynsla af Land Cruiser 120 ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=56506
Page 1 of 1

Author:  Wolf [ Wed 09. May 2012 21:15 ]
Post subject:  Reynsla af Land Cruiser 120 ?

Sælir,,,

Ég er svona tommu frá því að fá mér "05 120 Cruiser 3.0D Ég er með tvo efst í huga, búið að taka spíssa og tímareim í báðum.

Þetta eru óbreyttir bílar , og ég er bara að hugsa þetta sem rúmgóðan ferðabíl/daily fyrir fjölskylduna, og hafa möguleikann á að fara

aðeins út fyrir malbikið. (búinn að fara í gegnum X5 flóruna, og Cruiserinn er bara ódýrari)


Veit af þessu laus-rassa vandamáli í möl, en er að fiska eftir reynslu ykkar af þessum bílum ?

Eru einhverjir veikir hlekkir? Eitthvað að varast?

Kv.Maggi

Author:  Johnson [ Wed 09. May 2012 21:35 ]
Post subject:  Re: Reynsla af Land Cruiser 120 ?

Eru þetta LX, GX eða VX bílar? Myndi allan daginn taka GX bíl frekar en VX.
Skemmtilegri fjöðrun og ekkert skynjara og loftdæluvesen sem er oft í VX bílnum.
Bremsudælunar að framan eru viðkvæmar og myndi athuga hjólalegunar að framan líka.
Hef unnið mikið við þessa bíla og þeir koma þokkalega út þessir bílar.
Annars er þetta bara eðlilegt viðhald á þessum jeppum m.v. aðra jeppa

Author:  Wolf [ Wed 09. May 2012 21:52 ]
Post subject:  Re: Reynsla af Land Cruiser 120 ?

Báðir eru GX sjálfskiptir, fannst GX vera besti millivegurinn í þessu...

Author:  Bjarkih [ Wed 09. May 2012 22:39 ]
Post subject:  Re: Reynsla af Land Cruiser 120 ?

Rassakasts vandinn kom upp í öðrum þræði hérna og þar var ráðlagt að læsa millikassanum.

Author:  Sezar [ Wed 09. May 2012 22:42 ]
Post subject:  Re: Reynsla af Land Cruiser 120 ?

Átti svona GX bíl..Dísel. Algjör snilldarjepplingur :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/