bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
pfúff.. Slösuð Toyota.. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5634 |
Page 1 of 2 |
Author: | ValliFudd [ Sat 24. Apr 2004 03:33 ] |
Post subject: | pfúff.. Slösuð Toyota.. |
Enn fækkar hrísgrjónadollunum... Ég ók niður Laugarveginn núna í kvöld, föstudag og á undan mér var þessi ljómandi fallega Toyota Celica/Subra.. eða það var reyndar einn bíll á milli svo ég sá ekki alveg hvort það var.. en svo skutlaði ég félaga mínum heim.. þegar ég var að keyra til baka á Miklubrautinni yfir gatnamótin hjá Háaleitisbrautinni.. sá ég bíla negla niður og fólk stökkva út.. þá var þessi Toyota komin eitthvað lengst útaf inní runna og ofan á girðingu í spaði að mér sýndist... einhverjar leifar af bílnum hér og þar.. gat ekki séð almennilega hvað hafði gerst.. ljósastaurarnir í kring virtust vera heilir og ég sá hvergi annan skemmdan bíl.. svo fljótlega seinna komu einir 7-8 löggubílar á milljón, 2 sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins.. Ég er ekki nógu forvitinn því ég nennti ekki að fara og athuga hvur fjandinn hafði gerst.. veit einhver hér eitthvað meira um þetta? adios Valli Djöfull |
Author: | Svezel [ Sat 24. Apr 2004 11:23 ] |
Post subject: | |
Á l2c er svipaður póstur og þar vilja menn meina að bíllinn sé mjög skemmdur ef ekki ónýtur en ökumaður í lagi. Annars veit ég ekkert um málið og var ekki á staðnum. |
Author: | ValliFudd [ Sat 24. Apr 2004 16:23 ] |
Post subject: | |
svo ég haldi nú áfram að tjá mig um þetta mál.. þá var ég að frétta að bíllinn hefði verið á leiðinni frá höfðanum og var á leið upp brekkuna þar sem háaleitisbrautin kemur þvert yfir.. einhvernvegin misst bílinn... í gegnum girðinguna á milli akreinanna... yfir hina akreinina... stútað öllu sem hét drifbúnaður á næstu gangstéttabrún... og endað einhversstaðar lengst inní runna hinumegin við götuna... með stóran hluta af girðingunni með sér.. og hún var víst nánast komin inní bílinn... hressandi.. og svo las ég á l2c að bróðir eigandans hefði verið á bílnum og sloppið án teljandi meiðsla... svo var ég að frétta að þessi sami bíll hafi nú verið á ofsakeyrslu undanfarið.. erum að tala um yfir 250... en ég hef það nú ekki staðfest.. sel það ekki dýrara en ég keypti það... signing out... Valli Djöfull |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 24. Apr 2004 16:23 ] |
Post subject: | |
synd að svona tæki skemmist..... aftur ![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Sat 24. Apr 2004 19:13 ] |
Post subject: | |
Það er reyndar pabbi þeirra sem á bílinn ![]() |
Author: | Svezel [ Sat 24. Apr 2004 19:32 ] |
Post subject: | |
MR HUNG wrote: Það er reyndar pabbi þeirra sem á bílinn
![]() Nákvæmlega, hann hefur bara verið að leyfa strákunum að taka í undanfarið. Ég þekki kallinn ágætlega og hann var búinn að lofa mér bíltúr, verður víst lítið af því.... ![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Sat 24. Apr 2004 20:13 ] |
Post subject: | |
Og hann var að reyna að selja hann. ![]() |
Author: | Kristjan [ Sat 24. Apr 2004 21:05 ] |
Post subject: | |
Hung: Haffi var oftar en einusinni búinn að segjast eiga hann á móti Pabba sínum, ekkert til í því? |
Author: | gunnar [ Sun 25. Apr 2004 22:52 ] |
Post subject: | |
úff nazty, ![]() |
Author: | oskard [ Sun 25. Apr 2004 23:15 ] |
Post subject: | |
ég mundi nú ekki kalla toyotu supru hrísgrjónadollu .... |
Author: | bjahja [ Sun 25. Apr 2004 23:20 ] |
Post subject: | |
oskard wrote: ég mundi nú ekki kalla toyotu supru hrísgrjónadollu ....
Nokkuð sammála því, þessi bíll er/var geggjaður ![]() |
Author: | Jss [ Mon 26. Apr 2004 09:41 ] |
Post subject: | |
bjahja wrote: oskard wrote: ég mundi nú ekki kalla toyotu supru hrísgrjónadollu .... Nokkuð sammála því, þessi bíll er/var geggjaður ![]() Bíllinn var geggjaður, er líklegast alveg ónýtur. ![]() |
Author: | Bjarkih [ Mon 26. Apr 2004 14:17 ] |
Post subject: | |
Það er þráður á L2C með nánari uppýsingum http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?t=5423&start=30 Og miðað við lýsingarnar þá hefur ökumaður sloppið ótrúlega vel ![]() ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Tue 27. Apr 2004 00:06 ] |
Post subject: | |
Bjarkih wrote: Það er þráður á L2C með nánari uppýsingum http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?t=5423&start=30 Og miðað við lýsingarnar þá hefur ökumaður sloppið ótrúlega vel
![]() ![]() Ef þetta er sá bíll sem ég held að þetta sé (Binni bakari... ![]() þetta öflugasti bíll sem ég hef allavega keyrt, eða á bilinu 400-500 hö. Það "var" fáranlegt að keyra þennan bíl, frekar súrt að hann sé í stöppu ! Þvílík mynd þarna á L2C.... |
Author: | iar [ Tue 27. Apr 2004 00:30 ] |
Post subject: | |
Á 100km hraða á 60km vegi innanbæjar á ónýtum dekkjum á 400-500hö bíl. ![]() En það er greinilegt að þessi girðing er alveg stórhættuleg í svona tilfellum. Girðingin er auðvitað bara sett til að letja fólk í að arka yfir Miklubrautina en miðað við það að það eru alltaf bílar að öðru hvoru að þruma yfir á hinn helming brautarinnar þá ætti auðvitað að vera vegrið líka. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |