bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=56219
Page 1 of 2

Author:  íbbi_ [ Sat 21. Apr 2012 22:03 ]
Post subject:  hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

afsakið að ég geri sér þráð í enn eitt skiptið,

ég hugsa að það sé nú raunverulega stærra bros á smettinu á mér þegar ég geri þennan þráð en ansi marga aðra um þetta bras mitt.

en í gær má nú eiginlega segja að það hafi orðið smá þáttaskil í þessu hjá mér þegar að það kom að þeim áfanga í gær að bíllinn er í fyrsta skiptið orðinn algjörlega functional. og eftir að verða bráðum 6 ár þá keyrði ég í fyrsta skipti bílin, með breytingunum sem heild, og öllum komnum í bílin,
ég keyrði hann sumarið 2006 alveg bone stock, 2007 reyndar setti ég einhverja örfáa tugi km á hann með nýja mótornum, en ómappaðan, hikstandi og fretandi. vökvastýrislausan og allan í þá áttina

ég er vægast sagt ánægður með útkomuna, breytingin á bílnum í akstri er gríðarleg, og ég held hreinlega að ef ég vissi ekki betur þá myndi ég aldrei tengja að þetta sé sami bíll og ég keypti 2006, hann er mjög brútal allur.. en samt alveg usable. ég prufai hann með pústið "dumped" fyrir framan hásingu, sem hljómar afar vel, en þegar hann fer á plöturnar þá verður hann kominn aftur með kerfi alveg aftur úr. er bara að gera smá breytingar á því svo ég eigi einhevrja mögulega á að fá skoðun,

mundurinn á handling og fjöðrun er unreal, maður finnur vel hversu lægri hann er orðinn, hann er alveg grjótstífur og ekkert boddyroll, samt ekki hastur.
það var líka öllu skipt út sem kom að fjöðrun, gormar demparar, ballancestangir,endar, pólýfóðringar í öllu,
afturfjöðrunin sem svo adjustable og búið að færa spyrnur 3" neðar en þær komu orginal,brace-a saman subframeinn í honum, strut bar, og allt úr stál og chromoly rörum, spyrnunar einnig og því hefur bíllinn alveg sama fjöðrunarsvið og hann hafði þótt han sé orðinn svona lágur.
þetta á náttúrulega allt eftir að sanna sig eða ekki ef svo fer, en þetta lofar góðu, munum samt að við erum að tala um hlunk sem er jafnstór og 7 línu bíll, á hásingu, og miða væntingarnar við það ;P

bíllinn var 4 manna, með gráum plusstólum, en núna orðinn 2seater, og með hálfleðraða körfustóla. og það eitt og sér er eflaust einhver mesta breytingin sem hægt að gera á bílnum.. enda ekki erfitt að toppa sætin sem koma í þessu orginal.

og svo var náttúrulega jú.. mótorinn, hann hefur nú verið prufaðu áður., en þá metra sem hann hefur keyrt með nýju ECU+map þá var vesen með villukóða. falskt loft og flr og því var og er enn ekki komið í ljós hvað þetta getur. en hann gékk algjörlega villu-free í gær og ég get nú eiginlega ekki sagt annað en að mér hálf brá hvað þetta pullar svakalega. botngjöf er ekki option fyrr en í 3ja gír. og voða lítið traction að fá fyrr en eftir 100, allavega á köldu undirlagi eins og var í gær.
tek það nú samt fram að það var engin heimska eða fíflagangur í gangi. og valin öruggur staður til að prufa bílin, sem náði nú varla 5 mín hvort sem er.

bíllin er nú samt ekki tilbúinn, ég á eftir að fá eitt stk í fjöðrunina, mig vantar rafmagnsrúðumótora, ætla setja catch can, þarf að fara aðeins í gegnum nitrokerfið, og klára að festa kútinn. henda wideband tölvuni minni í. og svo er ég að breyta aðeins SLP pústinu, fyrir utan jú að ég á til aðra innrettingu í hann, sem ég ætla sameina svona til helminga við orginal innrétinguna, og fá bílin einlitan dökkan að innan, fæst af þessu eru samt skoðunartengd atriði, en ég vill nú klára þetta fyrst. og keyra svo :)


nýjar myndir
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

og smá soundclip af honum á ferðini. þrátt fyrir að hitt kerfið sé komið undan þá er nú ekki hægt að segja að þetta hljómi eitthvað mildara

Author:  gstuning [ Sat 21. Apr 2012 22:21 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Til hamingju með þetta.

Getur varla annað enn verið góð tilfinning.

Author:  jens [ Sat 21. Apr 2012 22:29 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Tek undir það til hamingju :thup:

Þessi bíll er svo endalaust svalur.

Author:  gardara [ Sat 21. Apr 2012 22:49 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Ég man eftir að hafa séð einhverjar myndir af fjöðrunarsetupinu fyrir einhverju síðan... Er hægt að sjá þær aftur einhverstaðar? :)

Author:  Thrullerinn [ Sat 21. Apr 2012 23:10 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Hljómar alvöru

Author:  gunnar [ Sat 21. Apr 2012 23:17 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Damn þetta lúkkar svo brútal!

Til hamingju með áfangan ;)

Author:  smamar [ Sat 21. Apr 2012 23:40 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Ekkert smá clean. Flottar breytingar sem þú gerðir með smooth berger panel og front grillið
Get ekki ýmindað mér brosið sem kemur þegar maður klárar svona verkefni og í hvert skipti sem maður startar kerrunni
Ekkert sem jafnast á við svona leiktæki :thup:

Author:  Kristjan [ Sun 22. Apr 2012 00:40 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Þokkalega satanískt sánd í þessu, mjög töff.

Author:  Raggi M5 [ Sun 22. Apr 2012 01:11 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Hrikalega flottur, og þessar felgur eru fullkomnar undir þessu!!! :thup:

Author:  -Hjalti- [ Sun 22. Apr 2012 05:40 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

fýla hann í botn 8)

Author:  Stefan325i [ Sun 22. Apr 2012 09:05 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Bara flott hjá þér. Nú er bara málið að þú njótir þessarar vinnu þinnar sem er nú búin að vera ófára klukkustundir með en ekki selja bílin og láta einhvern annan gera það.

Hann er ótrúlega clean og smekklegur bíllinn og mjög vel valin mod hjá þér 8)

Author:  iar [ Sun 22. Apr 2012 09:31 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Alveg magnað project! :clap:

Fann "nokkra" fleiri þræði um þetta verkefni sem ná aftur til 2006:

viewtopic.php?f=16&t=17208
viewtopic.php?f=16&t=17445
viewtopic.php?f=16&t=18369
viewtopic.php?f=16&t=21200
viewtopic.php?f=16&t=22043
viewtopic.php?f=16&t=23650
viewtopic.php?f=16&t=24156
viewtopic.php?f=16&t=34855
viewtopic.php?f=16&t=40702
viewtopic.php?f=16&t=41474
viewtopic.php?f=16&t=55279
viewtopic.php?f=16&t=56219

Gaman að fylgjast með þessu. :thup:

Author:  Logi [ Sun 22. Apr 2012 09:47 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Þetta er virkilega flott allt saman og virðist virka "aðeins"

Til hamingju með áfangann!

Hvað er þessi mótor að snúast? Virðist fara frekar hátt á myndbandinu allavegana...

Author:  Geysir [ Sun 22. Apr 2012 17:43 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

Til hamingju með þetta!

Mjög flott hljóðið í honum og eflaust svaka fílingur að keyra þetta.


Talar um að botngjöf sé varla til umræðu nema í 3 gír að þá hlýtur aflið að vera þokkalegt, allavega góð breidd á afturdekkjunum. :shock:

Author:  íbbi_ [ Sun 22. Apr 2012 20:46 ]
Post subject:  Re: hið óendanlega langdregna camaro project senn að ljúka!

ég þakka kærlega góð comment. já djöfull var hrkalega gaman að taka loksins í gripinn. og eins og planað var þá er ég alveg að drepast úr spenningi yfir að komast með hann á götuna til að keyra meira :lol:

ég er að snúa honum í 7k, eitthvað lægra í video-inu var bara að hræða pabba gamla aðeins :P

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/