bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tryggingar á Enduro hjól
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=56054
Page 1 of 1

Author:  Jónas [ Wed 11. Apr 2012 13:16 ]
Post subject:  Tryggingar á Enduro hjól

Hvað er eðlilegt að borga fyrir tryggingar á Enduro hjól? Hvernig virka þær yfir höfuð á svona hjól?

Hjól sem er ekki á númerum eru væntanlega öll ótryggð? Hvernig er munurinn á tryggingum á rauðum vs hvítum númerum?

:thup:

Author:  Raggi M5 [ Wed 11. Apr 2012 13:39 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

ég er með Supermoto hjól á hvítum númerum, það er í sama flokki og enduro. Ég er að borga tæplega 35k án kaskó, enginn tilgangur að vera með svona hjól í kaskó.
Og þetta með rauðu númerin, það er náttúrlega afskaplega takmarkað hvar þú mátt vera á slíkum númerum. En einsog með öll svona torfærutæki, þá eru þessar tryggingar að megninu til ökuamannstryggingin...... og það borgar sig :thup:

Author:  Jónas [ Wed 11. Apr 2012 13:52 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

Takk,
Er 35k svona c.a. verð sem búast má við að borga? Eða er þetta einhver sér túrbó díll? Hélt að þetta væri töluvert verra.

Author:  Raggi M5 [ Wed 11. Apr 2012 14:23 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

ég er reyndar með ágætis díl.... ekkert óalgengt samt svona í kringum 50k

Author:  Jónas [ Thu 12. Apr 2012 11:09 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

Hringdi í TM, er með fínan díl í gangi þar, og bað um gróflegt verðdæmi á fjórgengis enduro hjól, sem yrði á hvítum númerum.

.... 120.000kr takk fyrir.

Væri til í að heyra í fleirum með þetta!

Author:  Hinrikp [ Thu 12. Apr 2012 11:58 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

Er reyndar með krossara, semsagt rauð númer og það er einhver 5x kall á ári. Ættir að geta fengið mun betri díl en 120 kall :shock:

Author:  Kristjan PGT [ Thu 12. Apr 2012 14:14 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

Já það er bara bull! Ég er 25 ára eignarlaus námsmaður með einn bíl í tryggingu og ég er með 1800cc hjól tryggt fyrir 105þúsund á ári með kaskó

Author:  Jónas [ Thu 12. Apr 2012 14:18 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

Var einmitt með racer tryggðan hjá þeim á einhver 79 eða 89k fyrir 3 árum, þetta er frekar skondið.

Author:  ///M [ Thu 12. Apr 2012 14:24 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

Er þetta ekki bara eðlilegt "fyrsta boð" tryggingafélags?

Maður röflar svo í þeim og nær yfirleitt að lækka þetta um 50%-80%..

Þegar ég tryggði fyrsta hjólið mitt þá var fyrsta boð að mig minnir 380 þúsund á ári, ekki kaskó. Ég borgaði svo á endanum á milli 50 og 60.


Ógeðslega leiðinlegt að standa í svona trygginga röfli á hverju ári.

Author:  Jónas [ Thu 12. Apr 2012 14:29 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

Núna er þetta dottið niður í 79k :lol:

Author:  Raggi M5 [ Fri 13. Apr 2012 00:30 ]
Post subject:  Re: Tryggingar á Enduro hjól

það er samt dáldið hátt miðað við svona hjól.... 60-70k með kaskó (ef þú ætlar í það) er ásættanlegt :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/