bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Dót í bíl til innflutnings - hvernig bera sig að? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55967 |
Page 1 of 1 |
Author: | Giz [ Sat 07. Apr 2012 14:13 ] |
Post subject: | Dót í bíl til innflutnings - hvernig bera sig að? |
Sæl veri samkundan, Ég skal hætta að vera í fýla og koma í stað með eins og eina spurningu: Ég mun flytja inn bíl á næstunni og mun hafa í honum nokkra hluti, ekkert stórt eða merkilegt, bara nokkra minni hluti beint tengda bílnum. Fer tollur&co eitthvað að böggast útí slíkt? Hefur einhver reynslu af því? Bíllinn fer með skipi til hafnar í Rvk. Ætti þetta nokkuð að vera eitthvað mál? Þarf ég að taka þetta sérstaklega fram á aðflutningsskýrslu eða álíka? Öll svör vel þegin. Kv, G |
Author: | Kjallin [ Sat 07. Apr 2012 14:47 ] |
Post subject: | Re: Dót í bíl til innflutnings - hvernig bera sig að? |
Ég var með fullt skott og fullt aftursæti af bíladóti í bíl sem ég flutti inn, tollurinn sagði ekki orð. En það var að vísu fyrir kreppu og tollurinn var ekki með jafn mikil peningamerki í augunum þá. |
Author: | Kristjan PGT [ Sat 07. Apr 2012 16:37 ] |
Post subject: | Re: Dót í bíl til innflutnings - hvernig bera sig að? |
Það er í raun ekki hægt að svara þessu ![]() ![]() |
Author: | gtturbo [ Sat 07. Apr 2012 18:14 ] |
Post subject: | Re: Dót í bíl til innflutnings - hvernig bera sig að? |
Ef það er eitthvað laust dót í bílnum sem kemur ekki fram á tollskýrslu og tollurinn sér það þá er það gert upptækt og þú færð það ekki aftur. Lenti sjálfur í þessu fyrir nokkrum árum með Nitro kerfi sem ég flutti heim í bíl sem ég keypti í USA. Keypti það svo bara aftur á uppboði hjá tollinum. |
Author: | gardara [ Sat 07. Apr 2012 20:39 ] |
Post subject: | Re: Dót í bíl til innflutnings - hvernig bera sig að? |
Búðu bara til einhverja fallega nótu fyrir dótið ![]() |
Author: | Zed III [ Sat 07. Apr 2012 21:17 ] |
Post subject: | Re: Dót í bíl til innflutnings - hvernig bera sig að? |
gardara wrote: Búðu bara til einhverja fallega nótu fyrir dótið ![]() kannski er hægt að fá seljanda til að kvitta upp á að þetta dót fylgi með bílnum ? Þá er dótið orðið hluti af kaupverðinu á bílnum og verður tollað með honum. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |