bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55850 |
Page 1 of 2 |
Author: | Steini B [ Thu 29. Mar 2012 23:39 ] |
Post subject: | Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Nú er ég að stefna á að kaupa mér mína fyrstu íbúð, en aðal hausverkurinn er að velja lánið S.s. Verðtryggt vs Óverðtryggt Það væri gaman að fá sögur frá þeim sem eru með íbúðalán, hvaða tegund og afhverju eða þeim sem pæla mikið í þessum hlutum og hafa eitthvað meira vit en ég... Ég er búinn að reikna það út að ég mun taka 8,8m.kr lán í 20-25ár og reyna að borga inná það aukalega til að eignamyndun yrði fljótari... Gallinn við verðtryggða er verðbólgan, en ég fann grein þar sem þeir í ASÍ eru hræddir við óverðtryggðu lánin hjá bönkunum |
Author: | BjarkiHS [ Thu 29. Mar 2012 23:52 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Það sem ég er hræddur við með óverðtryggðu lánin er þessi fimm ára regla.. Það er að vextir verði endurreiknaðir eftir fimm ár. Annað er stærðfræði. Vextir + 6,3% verðbólga eins og hún er nú = er 10.5% vextir á ári. Þú greiðir 4.2% vexti ( m.v. verðtryggt lán með uppgreiðsluáhvæði hjá ÍLS) og verðbólgan 6,3% leggst á höfuðstól. ( Eign þín hverfur ) Óverðtryggt ber 6.2%vexti ( í 3 ár hjá Íslandsbanka.) Þannig verður greiðslubirgði þín hærri svona, en eignamyndun mikið hraðari. |
Author: | Jón Ragnar [ Fri 30. Mar 2012 00:32 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Skiptir ekki máli hvað þú gerir, þú ert fokked ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Fri 30. Mar 2012 09:12 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Verðtryggingin er dulnefni fyrir þrælahald. |
Author: | Zed III [ Fri 30. Mar 2012 11:30 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
óverðtryggt all the way. Ef óverðtryggðir vextir hækka mikið eftir þessi 5 ár er bara að endurfjármagna og fara í annað. í dag eru í boði 6,45% vextir óverðtryggt sem er nálægt því sama og verðbólgan er (og hún mun haldast há áfram). Þetta er ekki nokkur spurning. |
Author: | JBV [ Fri 30. Mar 2012 11:34 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Thrullerinn wrote: Verðtryggingin er dulnefni fyrir þrælahald. Sammála. Veit um fólk sem tók 10.000.000 króna verðtryggt íbúðasjóðslán til 40 ára í ársbyrjun 2010. Lánið stendur í 12.700.000 krónum í dag. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er aðal talsmaður verðtryggingarinnar hér á landi. Þannig að það kemur ekki á óvart að yfirlýsing um að óverðtryggð lán séu feigðarflan komi úr þeirri átt. ![]() ![]() |
Author: | Zed III [ Fri 30. Mar 2012 11:59 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
JBV wrote: Thrullerinn wrote: Verðtryggingin er dulnefni fyrir þrælahald. Sammála. Veit um fólk sem tók 10.000.000 króna verðtryggt íbúðasjóðslán til 40 ára í ársbyrjun 2010. Lánið stendur í 12.700.000 krónum í dag. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er aðal talsmaður verðtryggingarinnar hér á landi. Þannig að það kemur ekki á óvart að yfirlýsing um að óverðtryggð lán séu feigðarflan komi úr þeirri átt. ![]() ![]() Þetta er samt ekki svona einfalt að það sé bara Gylfi sem sé á móti þessu. Sannleikurinn er sá að krónan missir stanslaust verðgildi sitt og mælist það sem verbólga. Til þess að skuldbindingar haldi raungildi sínu eru þær tengdar verðbólgu. Þetta á bæði við skuldir í íbúðahúsnæði og svo útreikninga viðmiða vegna lífeyrisgreiðslna ofl.. Það hefur verið hellings launaskrið hérna undanfarið og það er vegna þess að það er verið að laga laun að raungildum. Hugsið þetta bara á þennan hátt. Þið takið lán og fáið svo 50% verðbólgu. Laun fylgja fljótlega eftir (við höfum séð þetta undanfarið) um segjum bara 50% (þetta getur verið aðeins minna eða aðeins meira, fer eftir þjóðfélagslegum aðstæðum). Ef þið eruð með verðrtyggð lán eruð þið að skulda svipað að raungildi og borga c.a. jafn mikið af launatékkanum í afborganir en ef þið eruð með óverðtryggt hefur hlutfall afborgana lána úr launatékkanum lækkað mjög mikið. Hvort er eðlilegra ? Það er góð ástæða fyrir því að verðtrygging var sett á fót hér. |
Author: | BjarkiHS [ Fri 30. Mar 2012 12:28 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Zed III wrote: óverðtryggt all the way. Ef óverðtryggðir vextir hækka mikið eftir þessi 5 ár er bara að endurfjármagna og fara í annað. í dag eru í boði 6,45% vextir óverðtryggt sem er nálægt því sama og verðbólgan er (og hún mun haldast há áfram). Þetta er ekki nokkur spurning. Akkúrat. Og þannig eru raunvextir 0% ![]() |
Author: | Bjarkih [ Fri 30. Mar 2012 19:50 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
þetta snýst í raun um það hvort þú viljir einhverntíman getað borgað höfuðstól lánsins niður. Óverðtryggt er málið hvað það varðar en þá þarf að hafa efni á að dekka sveiflunar sem gta komið á afborganinar. Eftir nokkur ár hefur höfuðstóllinn hinsvegar lækkað og þá fer þetta að léttast. Verðtryggð lán, eins og flestir vita, hækka bara sama þó maður standi alltaf í skilum. |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 31. Mar 2012 15:58 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Bjarkih wrote: þetta snýst í raun um það hvort þú viljir einhverntíman getað borgað höfuðstól lánsins niður. Óverðtryggt er málið hvað það varðar en þá þarf að hafa efni á að dekka sveiflunar sem gta komið á afborganinar. Eftir nokkur ár hefur höfuðstóllinn hinsvegar lækkað og þá fer þetta að léttast. Verðtryggð lán, eins og flestir vita, hækka bara sama þó maður standi alltaf í skilum. Hækkar um 100þúsund að lágmarki hjá okkur á mánuði ![]() |
Author: | HAMAR [ Sat 31. Mar 2012 17:38 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Höfuðstóll verðtryggðalánsis sem ég er með hefur hækkað um milljón á ári frá því ég tók lánið (4.15% vextir) ![]() Fyrir hverja milljón sem ég borga af láninu þá hækkar höfuðstóllinn um aðra milljón. Taktu óverðtryggt lán ef þú villt eiga möguleika á að borga lánið upp áður en þú ferð á ellilaun. |
Author: | Stefan325i [ Sun 01. Apr 2012 23:40 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Ég tók 10.2 miljónir í lán árið 2005 og stendur það í dag í um 15.3 . Ég er að borga núna um 6þ krónur á höfðstólinn á mánuði sem gerir 72þ krónur á ári semer ekki neitt. Ég er að fara að breyta láninu mínu í óverðtyggt og ég horfi bara á þetta til 5 ára. Ég ætla borga niður lánið mitt um 2 millur og tek því um 13 millur að láni eftir 5 ár stendur lánið í um 10 millum, en ef ég geri ekki neitt þá mun ég skulda um 20 millur eftir 5 ár. Ég nenni þessu bara ekki lengur og ætla bara að taka spariféið mitt og laga mín mál, enda er 11% vextir á þessu íbúðarsjóðsláni mínu eins og staðan er í dag en 6.6% á óverðtyggðu. Ekki safnar þetta sparifé mitt vöxtum í bankanum. Mun betra að borga nalægt 40þ krónur inn á höfuðstólilnn sem gerir um 500þ beinnt inn á höfuðstólinn á ári og lánið lækkar í hverjum mánuði og hækkar aldrei. Ég stillti mitt óverðtyggða lán upp svona. Fastir vextir til 5 ára. Jafnar greiðslur svo setti ég eins fá ár og ég treysti mér í til að fá krónutöluna sem ég sé fært um að geta borgað án þess að vera spenna bogan mikið. Því færri ár sem þú færð lánið að láni því minna borgaru á endanum. |
Author: | Steini B [ Mon 02. Apr 2012 23:59 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Já, sýnist óverðtryggt vera eina vitið... Reyna að vinna sem mest til að borga vel inná höfuðstólinn. Mikið sniðugara líka að kaupa heldur en að leigja, en helvítis vesen sem fylgir því samt... |
Author: | Thrullerinn [ Tue 03. Apr 2012 04:59 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Zed III wrote: JBV wrote: Thrullerinn wrote: Verðtryggingin er dulnefni fyrir þrælahald. Sammála. Veit um fólk sem tók 10.000.000 króna verðtryggt íbúðasjóðslán til 40 ára í ársbyrjun 2010. Lánið stendur í 12.700.000 krónum í dag. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er aðal talsmaður verðtryggingarinnar hér á landi. Þannig að það kemur ekki á óvart að yfirlýsing um að óverðtryggð lán séu feigðarflan komi úr þeirri átt. ![]() ![]() Þetta er samt ekki svona einfalt að það sé bara Gylfi sem sé á móti þessu. Sannleikurinn er sá að krónan missir stanslaust verðgildi sitt og mælist það sem verbólga. Til þess að skuldbindingar haldi raungildi sínu eru þær tengdar verðbólgu. Þetta á bæði við skuldir í íbúðahúsnæði og svo útreikninga viðmiða vegna lífeyrisgreiðslna ofl.. Það hefur verið hellings launaskrið hérna undanfarið og það er vegna þess að það er verið að laga laun að raungildum. Hugsið þetta bara á þennan hátt. Þið takið lán og fáið svo 50% verðbólgu. Laun fylgja fljótlega eftir (við höfum séð þetta undanfarið) um segjum bara 50% (þetta getur verið aðeins minna eða aðeins meira, fer eftir þjóðfélagslegum aðstæðum). Ef þið eruð með verðrtyggð lán eruð þið að skulda svipað að raungildi og borga c.a. jafn mikið af launatékkanum í afborganir en ef þið eruð með óverðtryggt hefur hlutfall afborgana lána úr launatékkanum lækkað mjög mikið. Hvort er eðlilegra ? Það er góð ástæða fyrir því að verðtrygging var sett á fót hér. Er ekki bara málið að þessi gjaldmiðill sökkar? Óverðtryggð lán fyrir allan peninginn hér, sýnist reyndar óverðtryggðu vextirnir vera að hækka talsvert, núna í gær úr 6,6% í 6,85% í landsbankanum. |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 03. Apr 2012 09:48 ] |
Post subject: | Re: Íbúðalán - Verðtryggt vs Óverðtryggt |
Steini B wrote: Já, sýnist óverðtryggt vera eina vitið... Reyna að vinna sem mest til að borga vel inná höfuðstólinn. Mikið sniðugara líka að kaupa heldur en að leigja, en helvítis vesen sem fylgir því samt... Ég allavega ákvað að kaupa eftir að mér var næstum hent út á götuna með síðustu leiguíbúð. Vill ekki lenda í þannig aftur. Reyndar pínu dýrara að borga í "sinn" vasa en það sleppur ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |