bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Verðfall á bílum á Íslandi https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55837 |
Page 1 of 1 |
Author: | thisman [ Thu 29. Mar 2012 17:06 ] |
Post subject: | Verðfall á bílum á Íslandi |
Nú var ég að lesa review á bíl (UK) þar sem talað er um að bíllinn haldi c.a. helmingi að verði sínu eftir þrjú ár - og það sé frekar gott í þessum flokki. Nú finnst mér þetta vera svo allt öðruvísi hérna heima, get ekki séð að bílar falli nærri því jafn mikið í verði og víðast hvar annar staðar. Hvað ætli valdi þessu? Ég skil það kannski þessi allra síðustu ár þegar lítið sem ekkert er flutt inn, en mér finnst þetta hafa verið svo lengi með þessum hætti. Ársgamlir bílar eru nánast með ásett það sem kostar að kaupa þá nýja frá umboði - alveg ótrúlegur fjandi. Hvað finnst ykkur vera eðlileg kúrfa á verðfalli á bíl? Hversu gamall, miðað við eðlilega notkun, ætti bíll að vera til að vera kominn í 50% af því sem hann var keyptur á? |
Author: | Jónas [ Thu 29. Mar 2012 20:44 ] |
Post subject: | Re: Verðfall á bílum á Íslandi |
Töluvert meiri og hraðari endurnýjun á bílum erlendis |
Author: | jeppakall [ Thu 29. Mar 2012 22:13 ] |
Post subject: | Re: Verðfall á bílum á Íslandi |
Ég hef yfirleitt miðað við 7% affall frá upprunalegu kaupverði miðað við nokkurra ára gamlan bíl. Svo eru auðvitað til undantekningar, en < % fyndist mér bara kjánalegt. |
Author: | gstuning [ Thu 29. Mar 2012 22:36 ] |
Post subject: | Re: Verðfall á bílum á Íslandi |
Bíla verð í Bretlandi eiga sér enga samstæðu. Allstaðar í Evrópu geta bílar flakkað á milli landa og því haldast þeir betur í verði. Í Bretlandi eru bara RHD bílar , enginn annastaðar í Evrópu hefur áhuga og því komast þeir ekki úr landinu, þeir falla því mjög hratt í verði í bretlandi miðað við annarstaðar. |
Author: | thisman [ Thu 29. Mar 2012 22:58 ] |
Post subject: | Re: Verðfall á bílum á Íslandi |
gstuning wrote: Bíla verð í Bretlandi eiga sér enga samstæðu. Allstaðar í Evrópu geta bílar flakkað á milli landa og því haldast þeir betur í verði. Í Bretlandi eru bara RHD bílar , enginn annastaðar í Evrópu hefur áhuga og því komast þeir ekki úr landinu, þeir falla því mjög hratt í verði í bretlandi miðað við annarstaðar. Hhmm, góður punktur, hafði ekki kveikt á þessu. |
Author: | saemi [ Fri 30. Mar 2012 01:06 ] |
Post subject: | Re: Verðfall á bílum á Íslandi |
Það verður líka að líta til þess að ástandið á Íslandi er mjög afbrigðilegt síðustu 10 ár tæp. Bilar voru alltof ódýrir til að byrja með, en síðan hrunið varð, þá má segja að bílverð bíla sem voru innfluttir undir það síðasta hafi haldist óbreytt í krónutölu síðan. |
Author: | IceDev [ Fri 30. Mar 2012 02:14 ] |
Post subject: | Re: Verðfall á bílum á Íslandi |
Jebb, það sem hinir sögðu þá eru eftirfarandi ástæður helst að valda þessum Ísland vs UK tölum. Tollur RHD Stærri markaður erlendis Gengi krónunar og ruglið á henni síðustu ár Minni endurnýjun á flota Ég fæ stundum alveg semi þegar að ég skoða þessar UK síður |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |