bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Grand cherokee.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55766
Page 1 of 1

Author:  íbbi_ [ Fri 23. Mar 2012 23:19 ]
Post subject:  Grand cherokee.

eignaðist óvænt gamlan grand cherokee fyrr í vikuni, hann var nú orðinn helvíti slappur greyið verður að segjast, bremsulaus, pústlaus, miðstöðin alveg í ruglinu, demparanir svo hrottalega ónýtir a ég hef sjaldan upplifað annað eins, einnig var alveg kominn tími á að fara í boddý.

þá var bara að bretta upp ermarnar og 3 dögum seinna þá var gripurinn kominn á ferðina, búinn að skipta um húdd,hurðar,bretti,framljós. púst/hvarfakút/spyrnur/dempara/frambremsur bletta hann og þrífa, slípaði felgurnar, setti svo aftur í hann flestar smellur sem höfðu týnst úr innréttinguni og festi hana almennilega og skipti út nokkrum panelum sem voru ýmist brotnir eða slitnir, , lagaði miðstöðina og eitthvað fleyra dútl hingað og þangað um allan bíl,

og þvílíkur munur á bílnum.. nú keyrir hann þvílíkt fínt og virkar bara allur solid og góður, fara hrikalega vel með mann þessir garmar,

Image
Image

Author:  gunnar [ Fri 23. Mar 2012 23:29 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

Alltaf gaman að sjá hvað þú ert duglegur að dunda í bílum.

Eru þessir bílar ekki ofsa eyðsluhákar og dýrir í rekstri nú til dags?

Author:  Twincam [ Fri 23. Mar 2012 23:56 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

hehe.. drekinn hans Nóra...

Sat í þessum með Hödda um daginn... þetta var verra en að vera kominn aftur út á sjó... :lol:

Author:  Kristjan [ Sat 24. Mar 2012 00:28 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

Pabbi á svona með 5.2 V8... rosalega máttlaust miðað við lítrafjölda og eyðir alveg mökk. En ljómandi ljúfur í akstri.

Author:  HAMAR [ Sat 24. Mar 2012 00:46 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

Ég á einn svona líka, '97 árgerð 5.2 lítra Limited bíl. eyðir 20 l/100 innanbæjar.

Author:  íbbi_ [ Sat 24. Mar 2012 01:20 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

jú þetta mokeyðir alveg.. þessi er með 4.0l línusexuni og quadratrack og er í 20+ hef átt v8 og 4.0l með non quadratrack líka og þetta eyðir allt jafn miklu

rúnar já þetta var nú bara hættulegt, bíllinn skoppaði bara non stop og ef maður fór yfir 50-60 gat hann bara skoppað út af veginum, svo var pústið brotið í hengla og slóst í allt þegar það gékk fram/aftur
það væri nú bara gaman að leyfa einhverjum sem veit hvernig bíllinn var þegar ég fékk hann,
að sitja í honum og skoða núna, þetta er bara ekki sami bíll lengur, enda reyndar reif ég líka annað eintak til að lífga þennan við :mrgreen:

kristján 5.2l grand á nú alls ekki að vera máttlaus, eiginlega alveg akkurat ekki, sérstaklega miðað við hvað þótti eðlilegt í jeppa á þeim tíma sem þetta var framleitt, en hann er nú samt bara 215hö e-h álíka, en togar hressilega, 4.0l bíllinn er reyndar ekki mikið færri hö, ég varð hálf hissa á því hvað þessi er sprækur, átti svona bíl með þessum mótor síðast 2006 eða 07 skyldi ekki hvað menn voru alltaf að lofa þennan 4.0l mótor, en er bara búinn að vera ánægður með þennan,

já ég sé þinn bíl reglulega HAMAR, virkar voðalega heill og fínn að sjá,

Author:  Einarsss [ Sat 24. Mar 2012 10:54 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

átti 96 árg með 4l velinni... hann var að eyða um 14-15 innanbæjar hja mer. :)

Author:  HAMAR [ Sat 24. Mar 2012 14:28 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

Einarsss wrote:
átti 96 árg með 4l velinni... hann var að eyða um 14-15 innanbæjar hja mer. :)


:shock: Well done.

Author:  Hranni740i [ Sat 24. Mar 2012 15:17 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

ákvað í eitthverri vitleysu að skoða svona bíl sem snattara um daginn :lol: held ég þurfi ekkert að segja meir

átti xj 94 með 4 l á 35'' bsk með np231 millikassanum djöfull kom hann mér á óvart bæði í eyðslu 16-17 innanbæjar og hvað þessi 4 l mótór skilaði sinum hrossum bara nokkuð vél.

svo átti ég 96 xj 2.5 vm TDI bsk með np231 líka hann var mjög svipaður á eyðslu á 35'' en virkaði ekki baun miðað við 4 l vélina

til hamingju með bílinn :) endilega koddu með betri myndir

Author:  JOGA [ Sun 25. Mar 2012 10:15 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

Ég man nú að þessir bílar þóttu vel sprækir þegar þetta var nýtt. Lágar 8 sek upp í 100km minnir mig.
Ef maður ber það saman við hröðun á jeppum á þeim tíma almennt þá þarf ekkert að ræða þetta mikið lengur.

Man að ég keyrði nýlegan svona 5.2 bíl í sumarvinnu hjá Jöfur ca. 1998/99 og fannst þetta alveg voðalegt tæki :mrgreen:

Author:  íbbi_ [ Sun 25. Mar 2012 23:00 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

hef átt pajero.4runner og terrano frá sama tíma, allir 3.0l v6 og aflmunurinn á þeim og þessum er gífurlegur

ég man vel eftir því þegar við fengum lánaðann 8cyl bíl á rúntinn þegar ég var 15-17 ára og restin af kvöldinu fór í að grilla alla gti flóruna á ljósum :)

annars er þessi til sölu. á afar sangjarnan prís

Author:  Svezel [ Mon 26. Mar 2012 08:47 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

Vel gert að bjarga þessum, Grand Cherokee eru frábærir bílar. Akkúrat passlega stórir, léttir miðað við stærð, fara vel með mann, vel búnir og algjör draumur í akstri (ef þetta er í lagi). Átti einmitt 4.0 ZJ og mér fannst hann bara vinna vel og nota eldsneytið ágætlega, hvað þá miðað við að vera á 38".

Er svo á WJ í dag og reikna með að eiga GC áfram, þetta eru akkúrat bílarnir sem maður þarf að eiga á Íslandi.

Author:  íbbi_ [ Thu 29. Mar 2012 23:35 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

nú er ég búinn að nota hann sem dayle bil þessa daga síðan ég fékk hann, og ef 18-20l/100 væru ekki alltof mikið fyrir mig þá held ég að ég myndi nú bara nota hann áfram, eins og hann var vi'ðhaldsþurfi þegar ég fékk hann þá er hann fínn núna, tight undirvagn, keyrir beint og fínt og ótrúlega ljúfur í notkun fyrir 19 ára gamlan bíl

já það er rétt hvað hann rýmir vel m.a við stærð. þetta er nefnilega pínulítill bíll þannig séð. svipaður og þristur kannski en það er miklu þægilegra að að ganga um hann að aftan með barnastól heldur en durangoinn sem ég var með fyrir stuttu,
hann viktar að mig minnir um 1700kg, og meðað við drif og vélbúnað er það helvíti gott ratio. mig dauðlangar til að byrja dunda mér við að breyta honum, en mér hefur alltaf þótt þessir zj bílar á 38" alveg geðveikir, en ég hugsa nú samt að ég færi alltaf frekar í 97/98 bíl með 5.2l útaf því hvað þetta eru ódýrir bílar, t.d bílin hjá HAMAR. þó það væri alveg tilgangslaust sem slíkt þar sem þessi er alveg óryðgaður og 4.0l vélin alveg meira en nóg

ég ætlaði að fara auglýsa hann á 200-250k en það liggur við að maður geymi hann bara fram á veturinn fyrir svoleiðis upphæð

Author:  HAMAR [ Fri 30. Mar 2012 19:02 ]
Post subject:  Re: Grand cherokee.

Þetta er trukkurinn minn:

Image

Ég þarf einmitt að fara í það að skipta um dempara og hugsanlega gorma líka, spurning að fá sér lækkunargorma 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/