bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55679
Page 1 of 1

Author:  JOGA [ Sat 17. Mar 2012 16:22 ]
Post subject:  Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

Sælir,

Er að leita mér að góðum ferðabíl með pláss og smá karakter.

Kitlar mig smá að fá mér gamlan Range Rover og gera flottan. Finnst þeir voða töff eitthvað :lol:
Er eitthvað vit í þessu? Hvað getið þið sagt mér?

Ef einhver veit um góðan svona sem vill skipti á 325is eða Megane 2004 þá látið þið mig vita.

Image

Author:  Axel Jóhann [ Sat 17. Mar 2012 18:09 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

Virkilega fínir bílar, Mamma og pabbi áttu 2 svona með 2.5dísel BMW mótornum og þeir voru bara fínir, mig langar alveg í svona daily :) mæli með því að þú reynir að að prófa svona bíl. :thup:

Author:  Aron M5 [ Sat 17. Mar 2012 18:44 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

Hérna er einn á ágætis verði

https://bland.is/messageboard/messagebo ... d=27638875

Author:  Logi [ Sat 17. Mar 2012 18:53 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

Á ekki Ingvar (bebecar) svona bíl?

Author:  Benzari [ Sat 17. Mar 2012 19:21 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

Logi wrote:
Á ekki Ingvar (bebecar) svona bíl?


Hann er búinn að seljann.
Hérna eru pælingar P38 Ingvars & co.
http://www.blyfotur.is/viewtopic.php?t=5559

Fínt að keyra en "morð" að reka þetta.

Author:  bebecar [ Sat 17. Mar 2012 19:34 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

Ég dauðsé eftir honum ennþá. 4.6 eyðir slatta en núna er ég með Volvo CX70 og það munar nú ekki nema 7-8 lítrum á þeim innanbæjar.

Það fást ekki betri ferðabílar og það er ódýrt að laga ef eitthvað kemur upp á. Myndi ekki hika við að kaupa svona aftur. Bara fá gott eintak og helst dísil.

Author:  Aron Fridrik [ Sat 17. Mar 2012 21:07 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

bebecar wrote:
Ég dauðsé eftir honum ennþá. 4.6 eyðir slatta en núna er ég með Volvo CX70 og það munar nú ekki nema 7-8 lítrum á þeim innanbæjar.

Það fást ekki betri ferðabílar og það er ódýrt að laga ef eitthvað kemur upp á. Myndi ekki hika við að kaupa svona aftur. Bara fá gott eintak og helst dísil.


:shock:

ekki nema !

Author:  bebecar [ Sun 18. Mar 2012 10:40 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

Aron Fridrik wrote:
bebecar wrote:
Ég dauðsé eftir honum ennþá. 4.6 eyðir slatta en núna er ég með Volvo CX70 og það munar nú ekki nema 7-8 lítrum á þeim innanbæjar.

Það fást ekki betri ferðabílar og það er ódýrt að laga ef eitthvað kemur upp á. Myndi ekki hika við að kaupa svona aftur. Bara fá gott eintak og helst dísil.


:shock:

ekki nema !


:lol:

Author:  HAMAR [ Sun 18. Mar 2012 15:00 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

Einn Yaris eða svo :lol:

Author:  bebecar [ Sun 18. Mar 2012 16:29 ]
Post subject:  Re: Range Rover DSE P38 - Eitthvað vit í þessu?

HAMAR wrote:
Einn Yaris eða svo :lol:


Akkúrat - engin spurning hvort er skemmtilegra.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/