bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hróaskelda
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5561
Page 1 of 1

Author:  ramrecon [ Mon 19. Apr 2004 13:31 ]
Post subject:  Hróaskelda

jæja :) núna hef ég verið að velta fyrir mér svona sumrinu og ég er að hugsa um að skella mér á hróaskeldu, fyrsta skipti mitt, þeir sem hafa farið áður á hróaskeldu endilega commenta, uppá hvað maður ætti að taka með sér og svona, svo rennir maður sér kannski til þýskalands og skoða eitthvað fallegt \:D/

Endilega koma með svona lista yfir hluti sem eru möst og fólk hefur gleymt svona og leiðindi :) þetta verður nefnilega að vera massa ferð og ég er ekki alveg viss hvað er svona MÖST að taka með sér (i know.. alot of money) :D hehe endilega commanta

Author:  hostage [ Mon 19. Apr 2004 15:02 ]
Post subject: 

Mundu eftir þessu.

:arrow: 1. Smokkar

Author:  oskard [ Mon 19. Apr 2004 16:14 ]
Post subject: 

hostage wrote:
Mundu eftir þessu.

:arrow: 1. Smokkar


ég held að það sé nú hægt að kaupa smokka í danmörku...

Author:  Bimmser [ Mon 19. Apr 2004 23:35 ]
Post subject: 

alltaf gott að taka með sér þunna dýnu (býst við að þú fattir hvernig ég á við) til að sofa á, svefnpoki er bara ekki nóg ef þú vilt koma með bakið í góðu lagi til baka.

engin sérstök þörf á að taka með sér einhver regnföt, einhverri hlíf var dreift þarna ókeypis í fyrra en góða skó samt því það getur verið ágætis drulla þarna á stundum. mikill umgangur + rigning = leiðinlegir göngustígar.

muna að tjalda þar sem má tjalda, ef það er ekki gert þá tekur gæslan bara tjaldið.

Author:  Twincam [ Tue 20. Apr 2004 05:48 ]
Post subject: 

Bimmser wrote:
muna að tjalda þar sem má tjalda, ef það er ekki gert þá tekur gæslan bara tjaldið.


Ahh... ok.. nú veit ég hvað hefur þá orðið af tjaldinu sem félagi minn "týndi" þarna 2000. Við vorum alveg furðu lostnir á því að einhver skildi bara "stela" tjaldinu hans með öllu draslinu hans. En svo opnuðum við bara enn eitt ölið og héldum áfram að skemmta okkur :lol:

Author:  Bimmser [ Tue 20. Apr 2004 06:11 ]
Post subject: 

já, þeir eru víst rosalega harðir á þessu.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/